Fréttablaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 36
EINN HANDRITSHÖF- UNDURINN SAGÐI VIÐ MIG AÐ MAÐUR SKRIFAÐI EKKI TEXTA OFAN Í ÓLAF OG BOGA. Ný tvöföld virkni sem veitir hraða og langvarandi vörn gegn tannkuli. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið KEBE Hvíldarstólar Tegundir: Rest og Fox Opið virka dag a 11-18 laugardaga 11-15 Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski... STÓRUM HUMRI!! Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa. Einnig má finna vörur Norðanfisks í neytendapakkningum í verslunum Bónus um land allt. Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700 Kosninganátthrafn-arnir Ólafur Þ. Harð-arson og Bogi Ágústs-s on vor u bý s n a öruggir þegar þeir léku sjálfa sig á kosn- inganótt í fyrsta þætti Ráðherrans sem RÚV sýndi á sunnudagskvöld. „Við erum náttúrlega sjóaðir í þessu og síðan náttúrlega bara kemst maður í stuð,“ segir Ólafur og bætir við að það hafi verið alveg sér- stök ánægja að vinna með Nönnu Kristínu Magnúsdóttur leikstjóra og öllu því einvala liði sem var á kosninganætursettinu. „Þá kemst maður náttúrlega í svo gott skap og vill reyna að gera þetta þannig að það gagnist þeim eitthvað,“ segir prófessorinn og hlær. „Ég er alveg rosalega ánægður með þennan þátt. Þetta er náttúr- lega slíkt einvala lið leikara og handritshöfundarnir eru náttúr- lega mjög f linkir. Síðan finnst mér þetta mjög sniðug hugmynd að vera með bi-polar ráðherra og bara mjög vel skrifað. Þannig að þetta var bara mjög skemmtilegt.“ Spuni á heimavelli „Tökurnar voru bara í einn dag og eins og venjulega í stúdíóinu þar sem kosningasjónvarpið er í Efsta- leitinu og við spunnum þetta bara sjálfir,“ segir Ólafur sem var eins og fleiri vel meðvitaður að hann væri á heimavelli. „Ég var nú reyndar mjög ánægður þegar einn handritshöf- undurinn sagði við mig að maður skrifaði ekki texta ofan í Ólaf og Boga,“ segir Ólafur og hlær. „Við fengum bara eina eða tvær síður úr handritinu og vorum bara settir inn í söguþráðinn,“ heldur Ólafur áfram og segir þá félaga lítið hafa vitað annað en að Benedikt, sem Ólafur Darri leikur, hafi sett 90% kjörsókn sem skilyrði fyrir að flokkur hans tæki þátt í ríkisstjórn og að hann hefði þarna unnið stór- sigur og gæti mjög auðveldlega myndað stjórn. „Og síðan var bara keyrt í þetta og við lékum þetta allt af fingrum fram þannig að það var ekkert handrit.“ Fullt af aukaefni „Þetta var náttúrlega allt of mikið sem við gerðum til þess að það væri allt notað,“ segir Ólafur og útilokar ekki að áhugasamir muni fá tæki- færi til þess að kafa dýpra ofan í kosningasjónvarpsspuna hans og Boga. „Hins vegar var nú verið að hafa samband við mig frá Sagafilm til þess að spyrja hvort mér væri ekki sama þótt allt kosningasjónvarpið, sem var tekið upp þennan dag, yrði sett á vefinn. Þannig að ég held að þeir ætli að gera það sem er bara skemmtilegt ef einhverjir hafa gaman af.“ Ólafur og Bogi eru ekki alltaf í mynd þegar þeir velta stöðunni fyrir sér á kosninganótt og sam- ræður þeirra hljóma á köflum í bak- grunninum. Meðal annars undir lok þáttar. „Þegar svona er gert þá náttúr- lega kemst ekki allt til skila og þátturinn endar til dæmis á því að ég er í bakgrunninum að segja eitthvað á þá leið að allir raunsæir stjórnmálamenn myndu auðvitað svíkja kosningaloforð Benedikts og mynda ríkisstjórn. Þarna hafði ég náttúrlega sett á langa og lærða ræðu um það að nú væri þetta mjög snúin staða fyrir Benedikt því það væri alveg sama hvort hann myndaði ríkisstjórn eða myndaði ekki ríkisstjórn þá væri hann að svíkja kjósendur. Öll þessi útlistun er í aukaefninu sem mun væntanlega koma á vefinn,“ segir Ólafur hlæjandi. „En þetta náttúr- lega kom ekki úr neinu handriti og er bara spunnið á staðnum eins og allt annað,“ segir stjórnmálafræði- prófessorinn Ólafur Þ. Harðarson sem þó missti næstum af þessu gullna tækifæri til að leika Ólaf Þ. Harðarson prófessor í stjórnmála- fræði. Segir ekki nei við Ólafi Darra „Þegar við vorum beðnir um að gera þetta þá fannst mér þetta bara mjög skemmtileg hugmynd og sjálfsagt að gera þetta en svo kom upp smá vandamál vegna þess að það kom svo í ljós að tökurnar áttu að fara fram á meðan ég var á rannsóknar- misseri í París í tvo mánuði. Ég er náttúrlega orðinn svo gamall að mín fyrstu viðbrögð voru bara að ég yrði að sleppa þessu. En ég ræddi þetta aðeins við dætur mínar og þær sögðu að ég yrði sko að átta mig á því að nú til dags er ekkert mál að skjótast heim frá París og þegar manni er boðið að leika í alþjóðlegri sjónvarps seríu með Ólafi Darra þá segir maður ekki nei. Þannig að ég ákvað bara að gera þetta eins og þær sögðu og kom sem sagt heim fyrir tökurnar.“ toti@frettabladid.is Ólafur lék sjálfan sig án Ráðherrahandrits „Við spunnum þetta bara sjálfir,“ segir Ólafur Þ. Harðarson sem lék sjálfan sig í fyrsta þætti Ráðherrans en handritshöfundarnir kunnu ekki við að leggja honum og Boga Ágústssyni orð í munn. Bogi og Ólafur töluðu slík ósköp án handrits að talsverður afgangur er til. Ólafur Þ. Harðarson þykir hafa staðið sig býsna vel í hlutverki Ólafs Þ. Harðarsonar í fyrsta þætti Ráðherrans. 2 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.