Fréttablaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 8
Okkur var ekki tilkynnt um að fallið hefði verið frá því að halda útboð og augljóslega eitthvert samtal í gangi sem við vissum ekki af. Baldvina Karen Gísladóttir, rekstraraðili líkamsræktarstöðvar VESTFIRÐIR Forsvarsmenn Þrúð- heima, sem rekið hafa líkams- ræktarstöð á Ísafirði í tvö og hálft ár, eru nú að skoða réttarstöðu sína vegna málsmeðferðar sem leiddi til þess að bærinn mun styrkja annan rekstraraðila, Ísófit. Í vor kallaði bæjarstjórn eftir lausnum til að halda uppi líkams- rækt í bænum og báðir aðilarnir skil- uðu inn umsóknum. Rekstrargrund- völlur hefur ekki verið til staðar án aðkomu bæjarins og uppbyggingar er þörf hvað varðar húsnæði. Í júní var kallað eftir skammtímalausn og í júlí gerði bærinn tveggja mánaða samning við Þrúðheima sem fengu þau skilaboð frá sviðsstjóra skóla og tómstundasviðs að það ætti að fara í útboð um haustið. Um miðjan ágúst var hins vegar samningur við Ísófit kominn á borðið sem var síðan samþykktur með lækkaðri fjárhæð í bæjarstjórn í síðustu viku. Fór þá upphæðin undir útboðsmörkin en Ísafjarðar- bær mun greiða 420 þúsund krónur á mánuði með stöðinni næstu þrjú árin. Bæjarfulltrúar minnihluta Í-lista kusu hins vegar gegn samn- ingnum og töluðu um „stjórnsýslu- klúður“. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Okkur var ekki tilkynnt um að fallið hefði verið frá því að halda útboð og augljós- lega eitthvert samtal í gangi sem við vissum ekki af,“ segir Baldvina Karen Gísladóttir sem rekur Þrúð- heima ásamt eiginmanni sínum. „Við höfum ekkert við Ísófit að sakast en málsmeðferð bæjarins hefur verið mjög ábótavant,“ segir Baldvina. „Okkur hefur verið haldið í myrkrinu og við höfum ekki fengið tækifæri til þess að koma aftur að borðinu.“ Aðspurð um samskipti við bæinn undanfarin tvö og hálft ár segir hún þau frekar lítil og án nokkurra átaka. Eftir samtal við lögmann köll- uðu Baldvina og maður hennar eftir gögnum frá bænum þann 20. ágúst en hafa ekki fengið nein svör. Heldur ekki við því hvenær ætlast sé til að þau loki stöðinni. „Lögmaður okkar er að vinna í erindi til bæjar- ins og við munum halda áfram að fylgja þessu áfram til að athuga hver réttur okkar er,“ segir hún. Málið hefur valdið nokkrum titr- ingi í bæjarpólitíkinni og aðsendar greinar hafa verið skrifaðar í hinn vestfirska vefmiðil Bæjarins besta. Ekki náðist í Daníel Jakobsson, for- mann bæjarráðs, en hann skrifaði grein um málið fyrr í mánuðinum. „Vissulegar eru hlutir sem hefðu betur mátt fara í þessu ferli. Sérstak- lega hefði það mátt taka skemmri tíma og skilgreina hefði mátt betur þær hugmyndir sem við höfðum en þær þróuðust eftir sem tímanum vatt fram og málið var rætt í bæjar- ráði í fullri sátt að því er virtist,“ segir Daníel í greininni. Enn frem- ur: „Farið var í nýtt ferli þar sem að þeim og öðrum var boðið að kynna sínar hugmyndir. Niðurstaðan úr því ferli liggur nú fyrir. Aðrir aðilar voru metnir með bestu hugmynd- ina og þá er lagt til að samið verði við þá.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Ósætti vegna líkamsræktar Deilt um líkamsræktarstöð á Ísafirði eftir að bæjar- stjórn samdi við nýjan aðila. Vantar að skýra hvers vegna hætt var við útboð að sögn forsvarsmanns. Ísafjarðarbær mun greiða 420 þúsund krónur á mánuði í þrjú ár. MYND/PJETUR Í tilefni af útgáfu skýrslu OECD um innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi er boðað til opins arfundar sem streymt verður miðvikudaginn 23. sept. kl. 14:00. Heimsmarkmiðin í Kópavogi Dagskrá fundarins: Ávarp bæjarstjóra Kynning OECD Aziza Akhmouch, Head of the Cities, Urban Policies and Sustainable Development Division in the CFE at the OECD. Kynning á verkefni Markaðsstofu Kópavogs um innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá fyrirtækjum í Kópavogi og undirritun viljayfirlýsinga fyrirtækja um þátttöku Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs. Óskað er eftir því að áhugasamir skrái þátttöku á kopavogur.is og verður þeim send slóð fundarins. Frekari upplýsingar má finna á kopavogur.is. Afmælisverð: Uppþvottavél, iQ300 Fullt verð: 129.900 kr. SN 436W01NS 99.900 kr. 14 manna. Sex kerfi, þar á meðal hraðkerfi á 65° C (klukkustund). Þrjú sérkerfi, meðal annars tímastytting og kraftþvottur á neðri grind. Hljóð: 44 dB. Hnífaparaskúffa. „aquaStop“-flæðivörn. Orkuflokkur Afmælistilboð Afmælistilboð gilda út september 2020 eða á meðan birgðir endast. Þvottavél, iQ500 Fullt verð: 169.900 kr. Afmælisverð: WM 14T7P9DN 134.900 kr. Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor. Eitt kerfið heitir sensoFresh og virkar eins og þurrhreinsun. Notar hvorki vatn né sápu. Fjarlægir lykt úr viðkvæmum fatnaði. Mjög stutt kerfi (15 mín.). Orkuflokkur 10 ára ábyrgð á iQdrive mótornum. Tekur mest 9 NORÐURSLÓÐIR Bandaríkjamenn kvarta undan sóðaskap Rússa við Beringssund og að plastrusl f ljóti í stórum stíl yfir til Alaska. Rússar taka við leiðtogasætinu í Norðurskautsráðinu á næsta ári. Umhverfismál hafa verið í brenni- depli. Meðal annars hafa Rússar heitið því að fjarlægja grotnandi kjarnorkukaf báta Sovéttímans af botni Norður-Íshafsins. „Það er rusl alls staðar,“ segir Austin Ahmasuk, lögmaður frum- byggjasamtakanna Kawerak við The Washington Post. Samtökin starfa í borginni Nome á vestur- strönd Alaska. Samtökin hafi unnið að strandhreinsun í áratugi en mikil aukning hafi orðið á rússnesku rusli í sumar. Ekki er aðeins um plast að ræða heldur einnig olíutunnur, málmbrúsa og hreinlætisvöruum- búðir af ýmsum toga. Peter Murphy, hjá Hafrannsókna- stofnun Bandaríkjanna, segir ekki útilokað að þetta magn rusls tengist hernaði. Í ágúst héldu Rússar eina stærstu f lotaæfingu síðan í kalda stríðinu, á Beringssundi. – khg Rusl flæðir í Beringssund Það er rusl alls staðar. Austin Ahmasuk, lögmaður frumbyggjasamtaka 2 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.