Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 3

Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 3
HVÖT 1 . tbl. OTGEFANDI: - Rvk. 1. febr. 1947. — XV. árg. SAMBAND BINDINDISFÉLAGA I SKÖLUM Hinn 16. marz 1932 var stofnað hér í Reykjavík af nokkrum áhugasömum og framtakssömum námsmönnufn, Samband bindind- isfélaga í skólum. Höfuðmarkmið þess var, eins og nafnið bendir til, að auka bindindisstarfsemi og heilbrigt skemmtanalíf innan framhaldsskóla landsins. Þessi félagssamtök áttu allerfitt uppdrátt- ar í fyrstu, en bæði skólastjórar og kennarar hinna ýmsu skóla sáiu, hve heilbrigður og þarfur félagsskapur var hér að myndast, og veittu honum því liðsinni sitt. En sambandið hefur einnig átt því láni að fagna, að hafa á að skipa duglegum og ósérhlífnum mönnum, sem hafa varið miklum tima og miklu erfiði til að koma málefnum þess i framkvæmd. Þessara manna verður ekki getið í þessu hefti blaðsins, en mun verða gert í næsta hefti. í vor þanti 16. marz á sambandið því 15 ára afmæli. Núverandi stjórn S.fí.S. hefur ákveðið að minnast þessara merku tímamóta i sögu sambandsins all verulega. M. a. með nokkr- um hátíðahöldum, þar sem því verður við komið; útgáfu afmælis- blaðs, þar sem m. a. ver.ður rakin saga sambandsins; útgáfu sér- stakra silfurmerkja o. fl. Öll þessi verkefni þarfnast talsverðrar vinnu og eru tímafrek fiyrir þát, sem þurfa að koma þeim í fram- kvæmd. Ritstjórn Hvatar væntir þess fastlega, að félagar sambands- ins og aðrir velunnarar bindindismála, sem eiga heima úti um land og því ekki hægt að ná til, sendi blaðinu greinar og annað, sem gæti birzt í afmælisritinu 16. marz næstkomandi. Greinarnar skulu sendar fyrir 25. febr. i lokuðu umslagi og skal utanáskrift þess vera: Hr. Sig. Magnússon, Sólvallagötu S, Reykjavík. Góðir sambandsfélagar! Við verðum öll að vera samtaka í því, að gera þennan dag sem minnisstæðastan og sýna fram á, að við viljum meira en bara orðin tóm. Sendið Hvöt því greinar um áhugamál ykkar innan sam- bandsins, segið hverju þið viljið breyta í starfsemi þess og hvað ykkur finnst vanta. Með því eflið þið viðgang okkar göfuga mál- staðar. Ritstj.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.