Hvöt - 01.04.1952, Blaðsíða 7

Hvöt - 01.04.1952, Blaðsíða 7
H V Ö T 5 áfengið. Notkun þess hefur sett á þjóð- ina smánarblett, sem verður því meira áberandi, sem menning hennar og þekk- ing eykst. Nú stöndum við frammi fyrir þeim staðreyndum, að áfengisnotkun er ríkjandi tízka. Skemmtana- og félagslíf ineira og minna sýkt af áfengisneyzlu, ölvun unglinga eykst, og almennings- álitið er svo spillt, að það lætur þenn- an ósóma að mestu leyti í friði. Orsakir þessa núverandi ófremdar- ástands í áfengismálum þjóðarinnar eru margar, en ég nefni hér þrjár, sem valdið hafa miklu um aukningu drykkjuskaparins: 1. Takinarkalítil vín- sala. 2. Áhrif síðustu heimsstyrjaldar og hernámsins á þjóðlíf okkar íslend- inga og hugsunarhátt. 3. Staðhæfingar þeirra, sem kalla sig hófdrykkjumenn. Ég vil víkja aðeins nánar að þess- um orsökum. Sú stefna ríkisins að reka öfluga vínsölu til ágóða fyrir ríkissjóð er allvarhugaverð. Það er ekki aðeins, að hún veiti hverjum, sem hafa vill, greiðan aðgang að víni, heldur styrkir hún þær fáránlegu hugmyndir manna, að vínneyzla sé þarft verk til styrktar landi og þjóð. En stórar inunu þær upphæðir, sem ríkissjóður þarf að greiða af völdum vínsölunnar beint eða óbeint. Umrót það og jafnvægisleysi, sem fylgdi seinustu heimsstyrjöld og her- náminu, hafði mikil áhrif á athafna- líf og hugsunarhátt manna, sérstaklega æskunnar. Aukin peningaráð og minni ábyrgðartilfinning olli aukinni vín- neyzlii og sá' hugsunarháttur varð al- gengtir að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Hinir svokölluðu hófdrykkjuinenn halda því fram, að það sé allt í lagi, þó að menn drekki vín, bara að gera það í hófi. Svo benda þeir á sjálfa sig til fyrirmyndar eins og farísear forð- um. Það er að vísu rétt, að til eru menn, sem eru svo sterkir fyrir, að þeir geta neytt víns í hófi. En þegar þeir eru að lofsama hófdrykkjuna, at- huga þeir ekki, að það eru ekki allir menn gæddir jafnsterku siðferðis- og viljaþreki. Það, sem einn þolir eða stenzt, verður öðrum til falls. Þessir talsmenn hófdrykkjunnar gleyma því, að þeir eiga ekki aðeins að gæta sjálfs sín heldur og náungans. Ofdrykkju- maðurinn, sem liggur ósjálfbjarga í göturæsinu, er mönnum aðvörun, en hófdrykkjumaðurinn er hættulegri vegna hins varasama fordæmis, sem hann gefur. Ef til vill þakkar hann með mestu sjálfsánægju, æðri máttar- völdum fyrir það, að hann er ekki eins og auminginn í göturæsinu, eu ætli að liann viti alltaf, hve marga hann hefur leitt út í varanlega ógæfu með þessu vanhugsaða og skaðlega tali sínu úm hófdrykkju og drykkjumenningu ? I*essar orsakir, sem ég hef nefnt, og reyndar fleiri, eiga mikla sök á þeirri drykkjuómenningu, sem hér ríkir, og því, að almenningsálitið er lilutlaust og dautt fyrir þessum málum. öllum ber saman um, að ofdrykkja sé böl, sem þurfi að lækna, en lengra nær samkomulagið ekki. Fjöldi manna vill engar raunhæfar ráðstafanir til úr- bóta, aðeins hálfvelgju og kák, sem lítið gagn er að. Miklum drykkjuskap fylgir ómenning, siðleysi og upplausn í þjóðfélagi, því að vínið hrindir mönn- uin af því menningarstigi, sem þeir hafa náð, niður í hyldýpi eymdarinn- ar; breytir hinum menntaða manni í

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.