Hvöt - 01.04.1952, Blaðsíða 22
20
H V Ö T
Friðrik Ólafsson:
UNCLINGASKÁKMÓTIÐ í BIRMINGHAM
í mörg ár hefur yerið í bígerð hjá
helztu ráðamönnum skákmóta víða um
lieim, að stofnað yrði til sérstakrar
unglingakeppni, þar sem ungir skák-
menn gætu leitt saman hesta sína, enda
hefur það komið í ljós, að það er mjög
óheppilegt, að þeir tefli við sér eldri
og reyndari skákmenn fyrr en þeir
liafa náð nægilegum þroska í skáklist-
inni. Að lokum árið 1951 lýsti Alþj.
Skáksamb. samþykki sínu yfir þessu,
og var ákveðið, að þessi mót yrðu hald-
in annað hvert ár, og væri hverju landi
lieimilt að senda 1 þátttakanda. Sigur-
vegari hverju sinni væri heirtismeist-
ari unglinga í skák tvö næstu ár.
Mótið í Birmingham, sem ég ætla
að skrifa um iiér, er því 1. heimsmeist-
aramótið, sem haldið hefur verið.
Ætla ég fyrst að lýsa ferðaláginu þang-
að í helztu atriðum.
Ég fór frá Reykjavík með Gullfaxa
áleiðis til London þrd. 5. júní og kom
þangað nógu tímanlega til þess að ná
í lestina til Birmingham. Þar tók á
móti mér ritari skáksambandsins í
Birmingham, Mr. France, og dvahlist
ég hjá honum meðan á mótinu stóð.
Jafnframt unglingakeppninni fór
fram stórmeistaramót til minningar um
fyrsta stórmeistaramót, sem haldið hef-
ur verið (London 1851), og tefldu þar
margir beztu skákmenn heims. Má ég
því segja, að ég kom ekki einungis til
að keppa, heldur og einnig til að sjá
og læra.
Tvær fyrstu uinferðir mótsins fóru
fram í Coventry, sögufrægri borg
skammt frá London. Borgarstjórinn í
Coventry setti mótið með ræðu, en
síðan voru keppendur kynntir hver
fvrir öðrum. Allir keppendur nema
tveir voru frá Evrópuríkjunum. Hinir
tveir voru frá Argentínu og Kanada.
Norðurlöndin öll áttu þarna fulltrúa.
Síðan liófst keppnin. I fyrstu umferð
tefldi ég við Kanadamannin Joyner
og tókst að vinna í endatafli, eftir að
hann hafði leikið af sér í frekar jafnri
stöðu. En í 2. umf. mætti ég sjálfum
Ivkov, sem talinn var langbeztur, og
átti sú skoðun eftir að rætast. Ég hafði
hvítt og fékk ágæta stöðu úr byrjun-
inni, en eftir nokkra ónákvæma leiki
af minni hálfu náði ívkov yfirhönd-
inni, fylgdi fast á eftir og varð ég að
gefast upp eftir rúmlega 60 leiki. Og
ekki var allt búið enn! í 3. umf. tap-
aði ég óvænt fyrir Englendingnum
Harris, svo skyndilega, að ég áttaði
mig vart fyrr en ég var óverjandi mát
í tveim leikjuin, og tók ég því þann
kostinn, sem vænstur var, að gefast
upp, enda þykir öllu virðulegra að
gefa skák en láta máta sig! 1 4.
umf. brosti gæfan þó við mér aftur,
er ég vann nágranna minn frá Noregi,
Eikeem. En það fór sem fvrri daginn!
I næstu umf. tapa ég fyrir Austurríkis-
manninum Selzer, eftir að ég hafði haft
yfirhöndina mestalla skákina. Dálítið
hryggilegt, en þvílíku má hver og einn