Hvöt - 01.04.1952, Blaðsíða 21
H V Ö T
19
því að gera sér glaðan dag eftir
vel útilátin störf; drekka kveðjuskál,
kjassa og kyssa hver annan o. s. frv.
o. s. frv., og leikstjórum er sagt upp.
— En eftir frumsýningu á Æskunni
við stýrið, vildi svo illa til, að vina-
hót þessi fórust fyrir, sakir þess að
enginn liagnaður varð af leiknum.
Ivvaðst leikarinn náttúrlega harma
þetta mjög og svo væri um flesta koll-
ega hans, þar sem þeir biðu þessarar
gleðistundar í ofvæni, og hefðu þeir
sennilega aldrei látið glepja sig út í
fyrirtæki þetta, ef þeiin hefði verið
ljóst, að slíkt gæti komið fyrir. Þó
sagðist hann vona, að hagnaður af öðr-
um sýningum yrði svo mikill, að at-
höfnin gæti farið fram að þeim lokn-
um. Hún yrði þá uppi á lofti í lðnó
að venju, og matseðillinn væri ákveð-
inn þannig: Dinner, kokkteil, dans og
djass, kossar og kjass; loks: brenni-
vín eins og hver vill. Allir fá eins
mikið að éta og þeir vilja. Að lok-
um tjáði hann oss, að þess væri ekki
beinlínis óskað, að rektor skólans yrði
viðstaddur athöfnina, en líklega yrði
þeim kennurum boðið, sem uppfyllt
gætu eftirfarandi skilyrði: 1) að þeir
kunni sig á slíkum samkomum, 2) að
þeir hafi áhuga og vit á leiklist, 3)
að þeir geti sagt lýtalaust (á frönsku):
„je suis le professeur“.
Upplýsingar þessar seljum vér ekki
dýrar en þær eru keyptar.
ÖLSTYGGIR MENNTSKÆLINGAR
Af frásögn leikarans kynni einhver
að ætla Menntskælinga og lærifeður
þeirra ölkæra menn með afbrigðum
og víngráðuga úr hófi fram. Það er
þó ekki alls kostar rétt. Allflestir nem-
endur fortaka að dreypa á hinum
gullnu veigum Bakkusar og eru því
andstyggð liinna góðu og helgu postula
vínguðsins. Sérstaklega kom þetta fram
á fundi einum, sem haldinn var í skól-
anum skömmu fyrir barnahátíðina í
vetur. Þar var um það deilt, livort
leyfa skuli íslenzkum mönnum að liella
oní sig áfengum drykk, sem bjór
nefnist. Bakkusardýrkendur liéldu mjög
fram miði þessum og létu illum látum.
Báru þeir fram tillögu eina mikla,
þar sem þeir skoruðu á Alþing Islend-
inga að leyfa bruggun og sölu bjórs-
ins. En málum þessum lyktaði svo, að
bindindisiddjótin urðu leið á bæxla-
gangi bjórmanna og felldu tillöguna.
Ymsa furðaði á því, að svo menntaðir
meim skyldu hafna og liundsa á svo
svívirðilegan hátt tízku, sem ríkjandi
er meðal hinna mestu menningarþjóða
veraldarinnar, og tóku menn að efast
um gáfur Menntskælinga og greind.
Mjög brestur oss þekkingu til þess
að ræða drykkjuhneigð lærifeðra þeirra
Menntskælinga, en ekki hraðlyginn
maður hefur tjáð oss, að þeir muni
afkastameiri brennivínsberserkir en
skælingar sjálfir, sé miðað við fólks-
fjölda.
Margt er það, sem vér vildum enn-
fremur um ræða og á minnast, en
verður að bíða betri tíðar. Gerum vér
því hlé á andríki voru, en vonum jafn-
framt, að oss auðnist að láta ljós vort
skína í næsta blaði.
I febrúar 1952.