Hvöt - 01.04.1952, Blaðsíða 11
H V Ö T
9
Sá stílsnillingur, sem gat gefið heilu
tímabili mál, skapaði aldrei persónu.
IV.
Löng varð mér leiðin að efninu og
allkrókótt. Hún hefur legið um auðug
lönd og víð, ef til vill ekki bezta leið-
in til byrjendabókar. Margt er vel
um þessa skáldsögu Jökuls. Hún er
skemmtileg lesning. Höfundur er sýnu
kýmnari en E. Mar, þó skortir liann
hina hárbeittu stílsnilld Kiljans og nær
því ekki hinum impressjónsku áhrifum
vel, skapar ekki andrúmsloft tímans.
Frásögnin er fjörleg og lifandi, per-
sónur margar vel gerðar og skemmti-
legar, þó ekki djúpt hugsaðar. 1 bók-
inni bregður fvrir afkáralegum mvnd-
um; eru þær margar allhlálegar eins
og t. d. lýsingin á hallelújasamkomu
Friðsemdar. Hins vegar dylst engum,
að gallar bókarinnar eru margir, og
auðséð er, að höfundur hefur kastað
til hennar liöndum. Sumir ritdómarar
þræla við að tína upp málvillur, rit-
villur og jafnvel prentvillur úr bók-
um, og nóg ér af þeim í þessari bók,
en þó sé ég enga ástæðu til að skrá
þær allar hér. Mælska höfundar er
oft einungis froða og fúkyrði og híttir
ekki mark. Hann talar um „úrkynjað
afsprengi hrömandi stéttar, sem er að
deyja út“ o. fl. Eiinfremur er höfund-
ur ekki nógu vandur að virðingu sinni,
t. d. er níð lians um menntaskólann
mjög vafasamt og tæplega mælt í fullri
alvöru.
Það, sem mest er vert um þessa bók,
er ekki, bvað liún er, lieldur hverju
hún lofar. Og engum dylst, að hér hef-
ur kvatt sér hljóðs höfundur, sem
hefur margt til brunns að bera. Aðal-
styrkur hans er hin frábæra frásagn-
argáfa og athygli, lionum tekst að gera
allt lifandi og aldrei leiðinlegt. Hins
vegar má höfundur vara sig á að láta
frásagnarsnilld sína leiða sig út í lítil-
væga skemmtisöguritun og verða aldrei
meira en einn vesæll skvaldurhöfund-
ur. Jökull hefur ritað ágætar smásög-
ur, ef til vill lætur lionum það form
betur en skáldsagan. Einkenni hans er
fremur glöggskyggni en djúp hugsun,
hann er úthverfur (extrovert) fremur
en innhverfur (introvert). Athygli smá-
söguritara beinist einkum að hinu ein-
staka og lítilvæga, en styrkur skáld-
sagnahöfundar er djúpt innsæi í lífið
og mannssálina, enda liafa smásögu-
meistarar sjaldan gert góðar skáldsög-
ur og stórskáld ekki ritað smásögur.
Tæmdur bikar ber þess og merki, að
þar hafi sjáandi fremur en hugsuður
um velt.
Enginn frýr Jökli vits, en ineira er
hann grunaður um græsku; hann ætti
að minnast hlutfallsins: 99 af 100 iðju-
semi, gegn einum af 100 gáfur. Og
það leikur enginn vafi á því, að Jök-
ull á eftir að teyga drjúgan af Sutt-
ungamiði — með sjálfsíhugun, elju og
vandvirkni.
t janúar 1952.
„Þegar þú ert einn, skaltu hugsa um galla
sjálfs ()ín. Þegar þú ert tneð öðrura, skaltu
gleyma göllum þeirra". Kungfutze.
Það er hverjum rnanni minnkun að þurfa
að fá sér í staupinu, til að verða hugaður
og kátur.
Eg myndí blygðast mín rnjög, ef sál mín
væri svo skorpin og innþornuð, að ég þætt-
ist þurfa að bleyta í mér með áfengi.
Bernhard Shaw.