Austri - 18.12.1986, Qupperneq 10
10
AUSTRI
Egilsstööum, jólin 1986.
SIGURÐUR Ó.PÁLSSON:
Aldnrtili séra Einars Jónssonar
og kirkjuvofan á Desjarmýri.
Við skulum hefja þennan þátt
með því að kíkja í íslenzkar þjóð-
sögur er Einar Guðmundsson safn-
aði. Fyrsta hefti þeirra kom út 1932
en annað til fimmta hefti á árunum
1943-1947. í þriðja hefti þjóðsagna
þessara bls. 132-134 er prentuð
saga sú sem hér fer á eftir, talin
borgfirsk sögn; skrásetjari er Sig-
urður J. Árness ættfræðingur:
„Reimleikinn á Desjarmýri
Þegar séra Hjörleifur Porsteins-
son sótti um Hjaltastað, fékk
Desjarmýri séra Einar frá Mör-
tungu á Síðu Jónsson, ungur
prestur og glæsimenni. Hann
kvæntist Guðrúnu, dóttur Jóns
Helgasonar sýslumanns á Hoffelli
í Hornafirði og Sigríðar Magnús-
dóttur prests á Hallormsstað. Séra
Einar þótti allmerkilegur prestur
og prýðismaður. Var mjög ástúð-
legt með prestshjónunum. Prestur
var umbótamaður, vildi koma á
ýmissi nýbreytni bændum og al-
menningi til hagsbóta, en fé vildi
skorta til þess. Séra Einar var um
11 ár prestur í Borgarfirði. Þess er
getið, að veturinn 1811 snemma
hafi séra Einar farið til Loðmundar-
fjarðar og jarðsungið bónda þar í
forföllum séra Guðmundar Er-
lendssonar á Klyppsstað. Hann
hafði engan fylgdarmann á norður-
leið og varð úti á Neshálsi. Var
snjómyrkur og liðið á daginn, þá er
prestur lagði á hálsinn. Leit var
hafin, og fannst hann innan
skamms örendur. Enginn leiðar-
vísir var þá á hálsinum, en eftir það
voru reistar þar vörður og vegar-
merki. Prestur var jarðaður á
Desjarmýri. Var hann mönnum
mjög harmdauði. Ekkja hans barst
furðanlega af. — Þau tíðindi tóku
að gerast á Desjarmýri, að hinn
dauði kom á kvöldin og lagðist í
rekkju Guðrúnar, — þó ekki á
hverju kvöldi. Þessar sýnir vöktu
hroll, hræðslu og óyndi. Hún mátti
helzt ekki vera ein, sízt á nóttum.
Fleiri menn á staðnum fóru að
verða einhvers varir, er sett var í
samband við séra Einar og sýnir
Guðrúnar. En brátt fór Guðrún að
venjast reimleikanum, og allt tal
um hann féll niður að mestu um
tíma. En þegar séra Engilbert
Þórðarson kom að Desjarmýri
1814 og þjónaði þar, ágerðist reim-
leikinn svo að nýju, að við lá, að
Guðrún missti vit og mátt. Þurfti
nú skjótra úrræða, sem dygðu.
Presturinn nýkomni tók hið mikla
vandamál að sér að vernda frúna
fyrir ásóknunum. Það varð þess
vegna að ráði, að hann flytti legu-
bekk sinn í herbergi hennar. Eftir
það bar næsta lítið á heimsóknum
séra Einars. Ekki mátti prestur
vera náttlangt burtu vegna Guð-
rúnar. Hann varð því ævinlega að
hafa hraðan á, er hann fór langt að
heiman, var eins og byssubrennd-
ur. Að lokum fóru þau Engilbert
og Guðrún ekkja í eina sæng,
giftust.1 Datt þá reimleikinn alveg
í dúnalogn. — Um 1820fluttistséra
Engilbert að Þingmúla í Skriðdal,
en Desjarmýrardraugurinn varð
eftir við sína gröf. Séra Engilbert
var prestur í Þingmúla 31 ár að
kalla, andaðist áttræður að aldri.“
Einar Guðmundsson hefur all-
marga þætti eftir Sigurði J. Árness
og eru þeir flestir prentaðir í sama
hefti þjóðsagna hans og sagan hér
að framan.
Sigurður var Árnesingur að upp-
runa, f. 1878, d. 1968 nær níræður
að aldri. Hann ritaði margt um
ættir, auk þess þjóðsögur, sagnir af
samtímaviðburðum og hafði mik-
inn hug á draumum og dulrænum
fyrirbærum. Hann átti heima á
Borgarfirði nær óslitið frá 1909-
1926 og er því að vonum margt í
ritum hans þaðan runnið. Sigfús
Sigfússon hefur sitthvað eftir Sig-
urði í safni sínu og víðar birtust
þættir hans á prenti s.s. í Lesbók
Morgunblaðsins, en bók kom ekki
1 Þau giftust 3. nóv. 1815, (S.Ó.P.)
frá hans hendi svo ég viti til. Mikið
af handritum hans er geymt á
Handritadeild Landsbókasafns, að
mér er tjáð, og dálítið á Héraðs-
skjalasafni Austfirðinga svo sem
nú skal greina:
í fyrsta lagi: Tvær „glósubækur“,
þéttskrifaðar, komnar frá Halldóri
Pjeturssyni rithöfundi frá Geira-
stöðum. Á kápum bókanna
stendur Sagna-Kver I. og Sagna-
Kver II., en á fyrstu síðu í hvorri
bók nefnir skrásetjari þær Borg-
firskar þjóðsagnir. Ritaðar 1959.
Við titil bókanna og allar fyrir-
sagnir í þeim hefur höfundur
teiknað skreytingar, þó ekki við
nöfnin framan á kápunum. Kver
þessi geyma alls 28 þætti á 185 blað-
síðum að efnisyfirlitum meðtöld-
um. Munu þættirnir þarna saman
komnir eftir eldri gerðum í hand-
ritum höfundar og tengjast flestir
þeirra Borgarfirði á einhvern hátt.
í öðru lagi: 24 þættir ritaðir á laus
blöð af ýmsum stærðum, komnir úr
fórum Halldórs Stefánssonar
fræðimanns. Er þar ýmislegt af
sama toga spunnið og í kverunum,
en eftir rithöndinni að dæma eru
handrit þessi eldri en þau; skreyt-
ingar við fyrirsagnir miklu viða-
meiri.
Fyrsti þátturinn í Borgfirskum
þjóðsögnum II. nefnist.
Séra Einar Jónsson f 1811
Desjarmýri
Þarna er komin sagan, sem
prentuð er hér að framan, í mjög
aukinni og breyttri gerð.
Höfundur rekur fyrst ítarlega
ættir þeirra hjóna, séra Einars og
Guðrúnar. Síðan greinir hann frá
séra Einari og ber á hann mikið lof
í mun lengra máli en í fyrri sög-
unni. í frásögnum Sigurðar kveður
mjög við annan tón í garð séra Ein-
ars en í Pætti af Árna Gíslasyni í
Höfn og Pætti Hafnar-bræðra í
safni Sigfúsar Sigfússonar X. bindi,
en þar er á nokkrum stöðum vikið
að séra Einari og harla lítið úr
honum gert, að ekki sé dýpra tekið
í árinni, en þó sagt að hann væri
„...gáfumaður nokkur". Er Hjör-
leifur sterki þar borinn fyrir háðu-
legum ummælum um prest. —
Virðist ljóst að kalt hafi verið milli
séra Einars og Hj örleifs, a. m. k. um
hríð, en ég hef nokkuð lengi haft
grun um að sá kali hafi ekki stafað
af því að séra Einar væri lítill
kennimaður og „....mestur í að
hirða tekjurnar,...“ eins og Hjör-
leifur á að hafa sagt, heldur af allt
öðrum orsökum; en hér er ekki
tóm til að renna stoðum undir þann
grun. — Á hinn bóginn er til sam-
tímaheimild um gáfnafar prests.
Séra Jón Steingrímsson, „eld-
klerkurinn“ frægi, kenndi ýmsum
piltum undir skóla. Einn þeirra var
Einar Jónsson. Getur séra Jón hans
í ævisögu sinni og lofar mjög gáfur
hans.
í Hafnarbræðraþætti er svo að
sjá að dregið hafi saman með þeim
Hjörleifi og presti áður en lauk,
„...og gerðist Hjörleifur annar
forsmiður kirkjunnar,....“ þ.e.
Desjarmýrarkirkju, sem endur-
byggð var 1811, og Sigfús bætir við:
„Eftir þetta voru þeir Einar prestur
vinir. — Séra Einar varð eigi eldri
en 36 ára, og er sagt af sumum, að
yrði fljótt um hann á Húsavíkur-
hálsi (1811).“ — Sé hér rétt hermt
hefur vinátta þessara manna orðið
harla skammvinn.
Á Húsa víkurhálsi ? Hér hlýtur að
vera um að ræða annað hvort
pennaglöp ellegar prentvillu fyrir
Nesháls eða Húsavíkurheiði.
En víkjum þá aftur að handriti
Sigurðar J. Árness þar sem fyrr var
frá horfið og lítum á þann hluta
þáttarins, er fjallar um aldurtila
séra Einars og þá atburði er þar
eiga að hafa fylgt í kjölfarið. Þar
segir svo:
„Veturinn 1811 fór séra Einar til
Loðmundarfjarðar eftir beiðni séra
Guðmundar Erlendssonar á
Klyfstað til að inna af hendi em-
bættisverk fyrir sig í forföllum
sínum. Séra Einar leysti verkið af
hendi með prýði og sóma eins og
honum var gjarnast.
Þann dag er séra Einar lagði á
stað heimleiðis sat frú Guðrún í
herbergi sínu. Þá heyrðist henni
vera barið ofur hæglega á hurðina.
Hún s(agði) „kom inn“ án þess að
opna hurðina. Enginn kom inn. Og
er þá aftur barið harðara en fyr. Þá
opnar frú Guðrún hurðina. Sér hún
þá mann er snýr baki sínu að henni.
Hún þykist þekkja mann sinn og
hún segir: „Því ertu að leika þér að
því að hræða mig? Ég sem er alltaf
að hugsa til þín og þrái komu
þína.“ Presturinn leið út og
Guðrún á eftir og hún þá leit niður
i kirkjugarðinn er blasti við frá
bæjardyrum. Þar sýndist henni
presturinn standa á milli leiða og
aðeins hallaði höfði við og leystist
síðan í sundur og hvarf með öllu.
Frú Guðrúnu var nú alveg nóg
boðið sem von var til. Hún grét og
veltist um og bar sig hið hræði-
legjasta] og virtist fara með
óskiljanlegt mál.
Var þá sent til Stefáns hreppstjóra
á Gilsárvöllum, þá ungur bóndi og
snjall í ráði eins og hann átti kyn til.
En bráðlega tókst honum að telja
Guðrúnu trú um að með þessu móti
hefði prestur sent henni hugskeyti
og máske í dag kæmi hann. En
þetta raunar stóðst ekki. Dagur
leið og nóttin. Þá spurðist það að
séra Einar hefði orðið úti upp
á Neshálsi og verið einmana.2
Veður var rysjótt, en ekki svo að til
villu gæti komið. Hann máske
fengið aðsvif og ekki raknað við
aftur. Annars urðu getgátur um
þetta. Maðurinn var á réttri leið er
hann fannst.
Séra Einar var þar jarðsettur er
Guðrún sá hann á milli leiða í
kirkjugarðinum svo ekki var rengt
um þessa sýn er svo berlega kom
fram.
Séra Einar var sárt harmaður af
sóknarbörnum sínum; þar var mik-
ils misst fyrir alla en ekki síst fyrir
snautt fólk og þrautpínt og á reiki.
En hvað dugar oss að harma það —
hvað hugur hans var góður? —
Það kunnu víst allir utan að —
er elskuðu hann sem bróður.
Guðrúnu var lengi órótt, ekki
síst vegna draumfara um nætur, og
prestur vitjaði rúms hennar — og
vissi hann dáinn —. Þetta hafði
slæm áhrif bæði á hana og aðra.
Vildu sumir meina að prestur lægi
ekki kyr, og gerðist allmikið mál-
æði út af því er bágt var að þagga
niður. Oft hljóp hún til annarra og
sagði: „Hann er kominn. Ég þoli
hann ekki“, og bað vinnukonu að
vaka með sér. Var engin fyrirstaða
á því, þó geigur gripi alvarlega
suma er auðtrúa voru. Má vera að
dreymi frúarinnar hafi verið endur-
speglun frá liðnum tímum frekar
en vökusýnir. Um þetta má lengi
deila um of. En þessi raunasaga
virtist vera að líða undir lok — að
miklu leyti úr dægurvesini sem gaf
ótta.
Eftir liðin 3 ár frá andláti séra
Einars, 1814, kom til staðarins séra
Engilbert Þórðarson og þjónaði
þar prestsembætti. Ágerðust þá
aftur aðsóknir séra Einars á frú
Guðrúnu svo hún festi ei blund um
nætur og var hún að verða miður
sín og það gekk svo langt að hún
kvaðst reyna flýja af staðnum, já
máske eitthvað langt. — Þetta lík-
aði séra Engilbert he(dur illa og
hann kvaðst skyldi verða nálægur
henni ef hún vildi þiggja það, og
mátti það fram ganga. Síðan
enduðu allar umkvartanir, ein-
lægur friður nætur og daga. — Og
að lokum gengu þau í hjónaband
og fór vel á með þeim. Guðrún bað
2 Hér í merkingunni einsamall (S.Ó.P.)
Óshum landsmönnum öllum
gleðilegrajóla
og farsæls komandl árs.
ÞöKKum ánægjuleg viðsKiptl
á liðnum árum.
Kaupfélag Eyfírðinga
Akureyri
ÓsKum Austfirðingum árs og friðar.
Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins
Skrifstofa Borgartúni 7, sími 24280
Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 8:20-16:00. Símaafgreiðsla til kl. 16:15.