Austri


Austri - 18.12.1986, Side 11

Austri - 18.12.1986, Side 11
Egilsstöðum, jólin 1986. AUSTRI 11 séra Engilbert að sækja um annað brauð, hún hefði einhverja ótrú á staðnum. Prestur varð við bón hennar og sótti um Þingmúla í Skriðdal og undu þar sæmilega hag sínum. (Eftir herra Sveini Pálssyni Dallandi 1914.)“ Nú ætla ég að fjalla sem minnst um söguna af „svipveru" séra Ein- ars. Þar um verður hver og einn að álykta eins og honum sjálfum sýnist. Kemst ég þó ekki hjá að víkja að henni fám orðum síðar í þættinum. En hitt er annað mál, að á sögum þessum er einn ansi stór galli og hann er einfaldlega sá, að séra Einar Jónsson varð alls ekki úti. Hann dó heima á Desjarmýri og ekki einu sinni að vetrarlagi. Lítum í prestþjónustubók Desjarmýrar- og Njarðvíkursókna árið 1811: „Dag 23ðja Septembr. grafinn Presturinn Einar Jónsson 36 ára gamall, er burtka[llaðist] þann 15da ejusd(em)“, þ.e. sama mán- aðar; og dánarorsök tilgreind: „Hans hellsta dauða[mein] var haldin gula“. Petta blað bókarinnar er nokkuð skert og vantar því aftan á tvö orð- anna, en ég set hér innan hornklofa orðhluta sem mér þykir líklegast að þar hafi staðið. Vitanlega tekur prestþjónustu- bókin af öll tvímæli um aldurtila séra Einars, en til er önnur sam- tímaheimild um þennan atburð og sakar engan að henni verði leyft að fljóta hér með. Gísli hét maður, f. 1784, sonur Gísla bónda á Snotrunesi í Borgar- firði og síðar í Njarðvík, Halldórs- sonar prests á Desjarmýri, Gísla- sonar prests hins „gamla“ á sama stað, Gíslasonar. — Gísli þessi Gíslason varð bóndi í Hólshjáleigu í Hjaltastaðaþinghá og skipti á henni og hálfri Njarðvík við Sigurð Jónsson ættföður Njarðvíkurættar hinnar yngri, en afkomendur Gísla bjuggu í Hólshjáleigu til síðustu ára. Á yngri árum setti Gísli saman dálítið kver sem varðveitt er á Handritadeild Landsbókasafns. í kver þetta hefur hann skrifað frá- sagnir af áum sínum ýmsum, eigin högum, viðburðum sem urðu um hans daga og samtíning úr ritum sem hann hefur haft undir höndum, prentuðum og skrifuð- um. Hér er ekki tóm til að gera kveri þessu skil. Þess eins skal getið að efni þess er að meginhluta í annáls- formi og lýkur með frásögnum af viðburðum ársins 1815, en það ár flyst Gísli upp í Hérað. — Af ýmsum ástæðum verður honum skrafdrýgra um viðburði ársins 1811 en annarra ára. Við skulum líta á stuttan kafla af frásögnum hans, hnika stafsetningunni í nú- tíma horf án þess þó að hagga við orðmyndum höfundar, og leysa úr flestum skammstöfunum hans innan sviga. „Þettað haust, þann 15. sept. sál- aðist sá guðmann sr. Einar Jóns(son) á Dysjamýri. Var hann af mörgum harmdauður, því hann var einn sérdeilislega ráðvandur og siðferðisgóður maður. Hann lét taka kirkjuna þar um vorið því hún hafði eigi verið tekin síðan sr. Hall- dór sál(ugi) G(ísla)s(on) hafði tekið hana 1771 — og svipti henni allri í grunn niður. Að því búnu tók hann strangur sjúkdómur so hann lá veikur allan þann tíma er var verið að byggja hana. Þá gat hann rólað ofan so hann sá hana upp byggða. Tók hann síðan eitt strangt flog í henni þann 14. sept.b. hvört að burtkallaði hann um morguninn þ(ann) 15. Ejus(dem) sem var sá 14.3 post trín(i)t(atis)4. Það er gamalt munnmæli manna að sá sem lætur taka þessa kirkju og uppbyggja hana burtkallist á því sama ári. Sannaðist það bæði á sr. Einari og séra Halldóri afa mínum [og sr. Runólfi K(etils)s(yni).]“ Orðin sem hér eru sett innan hornklofa hefur höfundur strikað yfir í handriti sínu. Reglan gengur ekki upp hjá honum; hann finnur ekki þriðja dæmið þegar til kast- anna kemur. Séra Runólfur Ketilsson var að- stoðarprestur séra Magnúsar Há- varðssonaráDesjarmýri 1709-1711 og ólíklegt að hann hafi haft for- göngu um um kirkjusmíð. Hann hafði fengið vonarbréf fyrir Hjalta- stað 1705 og tók við því kalli í far- dögum 1711; þjónaði jafnframt Desjarmýrarprestakalli til 1712 og fórst það ár í snjóflóði í Njarðvík- urskriðum. Að hinu skal engum getum leitt hvort Desjarmýrar- kirkja hafi verið tekin niður og endurbyggð á aðstoðarprestsárum hans þar á staðnum. Gísli Gíslason segir að séra Hall- dór afi hans léti „taka kirkjuna“ — hér í merkingunni rífa— 1771. Sr. Halldór hrapaði til dauðs í Presta- bana, klettabás skammt utan við Snotrunes á þrenningarhátíð, 14. júní 1772. Þetta veit Gísli upp á hár enda stendur það í kveri hans á öðrum stað. Er hann þá ekki þegar kominn út á hálan ís með „...gam- alt munnmæli manna...“ í sam- bandi við niðurtöku kirkjunnar og dánarár séra Halldórs? Svo getur virst, en við höfum á hinn bóginn engar sannanir fyrir því að orða- lagið „.. .burtkallist á því sama ári“ eigi við almanaksár. Má því ætla að hér sé enginn ljóður á frásögn Gísla. En hver er kveikjan að sögunni um dauðdaga séra Einars? Varð einhver prestur á Desjarmýri úti og afdrifum hans ruglað saman við fráfall Einars Jónssonar? Ég hef reynt að athuga þetta og haft til hliðsjónar skrá yfir Desjarmýrarklerka í Prestatali og prófasta séra Sveins Níelssonar. Páll Eggert Ólason gerir grein fyrir þeim — sem eitthvað er vitað um utan nafnið eitt — í íslenzkum ævi- skrám, og er skemmst frá því að segja að enginn þjónandi prestur á Desjarmýri hefur orðið úti, svo heimildir greini. Þó er rétt að staldra ögn við á einum stað. Séra Ketill Eiríksson — f. um 1636, d. um 1690 — fékk Desjar- mýri árið 1661, Eiða 1671 en tók aldrei við því brauði, fór að Sval- barði í Þistilfirði 1672, ,,....og hélt til æviloka, varð úti í cmbættisför." (P.E.Ó. ísl. æviskrár). Hann var faðir séra Runólfs sem fórst í Njarðvíkurskriðum 1712 sem fyrr segir. Ugglaust hefur Borgfirðingum orðið margrætt um séra Ketil þegar þeir spurðu afdrif hans, enda hafði hann verið prestur þeirra um ára- tuga skeið, og virðist eðlilegt að ætla að þau hafi borist í tal á nýjan leik er sonur hans burtkallaðist með sviplegum hætti rúmum 20 árum síðar. Spyrja má hvort umtal um þessar slysfarir hafi, er tímar liðu, tekið á sig einhvers konar þjóðsögumynd, sem að lokum tengdist séra Einari og andláti hans á einn eða annan hátt. Ekki verður þessu svarað, enda eru þetta vangaveltur einar. Engu að síður læðist að manni sá grunur að einhver orðasveimur hafi verið á lofti í Borgarfirði hér að lútandi á 19. öld, og e.t.v. fram á þessa, saman ber þau orð er Sig- fús lætur falla í Hafnarbræðraþætti um andlát séra Einars og áður greinir. Það er svo annað mál að Sigfús hefur skráð söguna af reimleik- 3 Hér vantar vikudagirm. 4 Eftir Prenningarhátíö. unum á Desjarmýri, og það í tveim gerðum, eins og mér skilst að segja megi um allt hans sagnasafn. Yngri gerð sögunnar er prentuð í 3. bindi eldri útgáfunnar á bls. 272 - 273 og heitir þar Kirkjuvofan að Desjar- mýri, en eldri gerðin í nýju útgáf- unni 2. bindi bls. 337 - 338 undir nafninu Kirkjuvofan á Desjarmýri. Að sögn Sigfúsar varð „vofu“ þess- arar vart fram eftir 19. öld. Þegar Sigfús ritar þessar sagnir veit hann að séra Einar dó heima á Desjarmýri, og segir það berum orðum, en virðist ekki hafa vitað það þegar hann skráði þátt Hafn- arbræðra. — Hér andar ekki eins köldu í garð séra Einars og í þeim þætti: „Einar prestur var sagður mein- laus og góður maður,...“ segir í eldri gerðinni, og í þeirri yngri: „Séra Einar þótti meinlaus og gæðamaður." Heimildir tilgreinir Sigfús m.a.: „Borgfirskar sagnir gamalla manna...“. Varla væri þannig sagt frá hefðu þessir gömlu Borgfirðingar heyrt það orð fara af séra Einari að hann væri „... mestur í að hirða tekjurnar...“ eins og Hjörleifur sterki á að hafa sagt forðum. Einnig er það athyglisvert að í sögnum Sigfúsar sækir „vofa“ séra Einars ekki að Guðrúnu, eins og Sigurður J. Árness segir, heldur birtist hún séra Engilbert í Desjarmýrarkirkju eitt sinn er hann á þangað erindi einsamall — og varnar honum útgöngu. Telur prestur þetta vera „....hefnd fyrir kaldar ástir hans við Guðrúnu." Slær þá samviskan hann og bætir hann ráð sitt. Eins og sést hér að framan ber Sigurður J. Árness Svein Pálsson á Dallandi fyrir sögunni í handritinu Borgfirskar sagnir, en mj ög er með ólíkindum að Sveinn hafi sagt þessa sögu. Hann var fæddur 1845 að Árnastöðum í Loðmundarfirði, ólst þar upp og átti heima til 18 ára aldurs. Úr Loðmundarfirði fór hann ekki fyrr en árið 1876 og þá að Setbergi í Fellum. Þar bjó hann eitt ár og fluttist 1877 til Litluvíkur í Borgarfjarðarhreppi. Þaðan flutt- ist hann til Húsavíkur, bjó fyrst á heimajörðinni, síðan á Hólshús- um, en loks á Dallandi frá 1904 til dauðadags 1922. Hann ól því allan sinn aldur, utan árið sem hann var í Fellum, á næstu slóðum við vett- vang sögunnar og við skulum gæta þess, að ekki líða margir áratugir frá andláti séra Einars þar til Sveinn fer að muna sagnir sem hann heyrir. Þess má einnig geta að móðir hans, Anna Jónsdóttir var með afbrigðum sagnfróð og lang- minnug. Einhver kann að spyrja: Laug þá Sveinn ekki hreinlega sögu þess- ari í Sigurð J. Árness? Það þykir mér ótrúlegt. Ég heyrði margt talað um Svein Páls- son á uppvaxtarárum mínum, sagðar af honum sögur, höfð eftir honum ýmis hnyttin tilsvör og hermt eftir honum, en aldrei heyrði ég ýjað að því einu orði að hann hefði verið ýkinn. Um þetta hef ég spurt ýmsa eldri Borgfirðinga, en enginn þeirra kannast við að hafa heyrt skröksögur eftir Sveini á Dallandi — þvert á móti segja þeir að hann hafi þótt sérlega vandaður í frásögnum. Þá gerð sögunnar, sem prentuð er hér í upphafi þáttarins, segir skrásetjari vera „borgfirska sögn“. Getur það bent til að hann hafi á sínum tíma hent á lofti einhvern orðasveim um að séra Einar Jóns- son yrði úti. Þegar hann svo umritar söguna síðar, og eykur, fær hún í höndum hans meiri svip skáldskapar en þjóðsögu. — En að hún sé höfð eftir Sveini Pálssyni á Dallandi hljóta að vera órar einir eða elli- glöp — nema hvort tveggja sé. Austfirðingar, ferðafólk! öleðilegjól! Gott og farsælt Homandi ár. ÞökHum ánægjuleg viðsHiptl á liðnu ári. 5endum Austfirðingum bestu ósHir um gleðilegjól og farsæld á nýja árinu. ÞöHHum wiðskiptin. Fóðurblandan hf. Korngarður 12 - Sími 687766 -104 Reykjavík. ÓsHum viðskiptawinum oHHar og öðrum Austfirðingum gleðilegra jóia. ÞöHHum viðskiptin á árinu. Ásbjörn Ólafsson heildverslun — Borgartúni 33 ÓsHum Austfirðingum gleðilegra jóla og farsæis Homandi árs. ÞöHHum viðsHiptin. Hampiðjan Stakkholti 4, Reykjavík, sími 28100

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.