Austri - 18.12.1986, Page 13
Egilsstöðum, jólin 1986.
AUSTRI
13
Árið 1881 flutti nýr prestur í
Þingmúla. Hann var séra Páll Páls-
son frá Hörgsdal á Síðu. Skaftfell-
ingur að ætt og uppruna. Hann kom
frá Stafafelli í Lóni, en þar hafði
hann verið prestur í þrjú ár.
Þegar hann tók við í Þingmúla,
var þar lítil timburkirkja aðeins 15
ára gömul, byggð 1865 og þá mikið
farin að láta á sjá. Árið 1885 var
hún eina kirkjan í Suður-Múla-
prófastdæmi sem fékk einkunnina
„lakleg“ og þarf „að endurbyggj-
ast“. En þá átti hún aðeins 760,- kr.
í sjóði.
Við munum eftir altari úr þeirri
kirkju, blámáluðu með hvítum
listum. Á þessum tíma var Þing-
múlakirkja í umsjá og ábyrgð
prestanna. Þeir innheimtu sóknar-
gjöldin og sáu um viðhald og
endurnýjun kirkjuhússins. Árið
1886 ákvað séra Páll að byggja nýja
kirkju og hefst handa með því að
tryggja sér efni og smiði.
Enda þótt kirkjan ætti reka á
Ólafssandi við Héraðsflóa, virðist
ekki hafa verið tiltækt efni í kirkju-
grindina.
Allt efni pantaði því séra Páll hjá
Otto Wathne, kaupmanni á Seyðis-
firði og gerði um efniskaupin sér-
stakan samning, sem kaupmaður
stóð við að fullu og öllu, betur þó,
því flutningur efnisins frá Seyðis-
firði á Hniteyri við Reyðarfjörð,
beint á móti Búðareyri, kostaði
aðeins 100 kr. eða helmingi minna
en um var samið. Þaðan var það
flutt á hestum yfir Þórdalsheiði.
Sem yfirsmið kirkjunnar réði
séra Páll Níels Jónsson frá Sauð-
haga á Völlum, sem vann við smíð-
ina í 49 daga. En annar smiður við
kirjuna var mikill vinur og nágranni
séra Páls, Arnfinnur Jónsson á
Arnhólsstöðum. Hann vann við
kirkjusmíðina í 63 daga og hafði
auk fæðis 2,75 kr. á dag, en yfir-
smiðurinn 3,00 kr. Þriðji smiðurinn
var Jón Runólfsson í Litla-Sand-
felli með 2.00 kr. á dag. Auk þess
lét séra Páll vinnumenn sína hjálpa
til við bygginguna með flutning á
efni og fleiru, en ekki tók hann fyrir
það nema 40,00 kr., sem nánast
hefur ekki verið neitt og var það
kannski fyrirboði þess örlætis til
hennar, þegar hafist var handa um
viðgerð löngu seinna. Alls var
kostnaður við kirkjubygginguna
2.257,75 kr.
Enda þótt smíðinni væri ekki að
fullu lokið var kirkjan vígð fyrsta
sunnudag í aðventu. Vígsluna fram-
kvæmdi séra Páll sjálfur, því pró-
fasturinn séra Jónas Hallgrímsson
á Hólmum var lasinn og treysti sér
ekki að fara gangandi yfirfjöll, eins
og hann kemst að orði í bréfi til
biskups 3. janúar 1887.
Fyrir efnið í Þingmúlakirkju
veðsetti séra Páll kirkjuna og ef til
vill munu sumir halda að af þessu
tiltæki sé forvitnileg saga, en svo er
nú ekki.
Eitt er þó víst að Páll baktryggði
með sinni eigin lífsábyrgð að upp-
hæð kr. 4.000,00 og greiðir Otto
Wathne skuldina að fullu 13.
janúar 1888.
Næsta sumar þann 27. júlí 1887
vísiteraði prófasturinn kirkjuna og
lýsti henni all nákvæmlega. Þá
fögnuðu sóknarbörn í Þingmúla-
kirkju vafalaust fallegasta húsi í
Skriðdal.
—
BJÖRN BJARNASON:
Þingmúlakirkja 100 ára
Ávarp flutt eftir hátíðarmessu 31. ágúst 1986
Ekki naut séra Páll þess lengi að
þjóna í kirkjunni sinni. Hann
drukknaði í Grímsá undan Ketils-
stöðum niðdimmt haustkvöld á af-
mælisdaginn sinn þann 4. október
1890 aðeins 54 ára gamall.
Þegar séra Magnús Blöndal
Jónsson kom í Þingmúla árið 1891
Orgel var keypt 1922 og sóttu
það á sleða út í Egilsstaði rétt fyrir
jól, Runólfur Jónsson í Litla-Sand-
felli og Ármann á Vaði. Árið 1927
tók söfnuðurinn við kirkjunni af
séra Sigurði Þórðarsyni.
Áfram var reynt að hlynna að
kirkjunni og umhverfi hennar. Ofn
Þingmúlakirkja.
var kirkjan ómáluð innan, en sú
málning sem prýddi hana lengst var
máluð af Jóni Jónassyni málara og
kaupmanni á Seyðisfirði. Jón var
að mála upp í Vallanesi hjá séra
Magnúsi 1916 og eru þá miklar
líkur til að hann hafi fengið Jón til
að fara upp í Þingmúla til að mála
kirkjuna. Jón málaði kirkjuna
mjög vel, ljósbláa með gylltum
listum. Altari, predikunarstól,
innihurðir og bekki ljós eikarmálað
og entist sú málning til 1969 og er
altari og stóll óbreytt enn.
Altaristafla var máluð 1916 og er
ekki ólíklegt að séra Magnús hafi
þekkt Þórarin B. Þorláksson list-
málara og fengið hann til að mála
hana og sett hana strax í kirkjuna.
Ekki er vitað hvenær járn var
sett á kirkjuna, en lokið var við það
1929, þá sett á vesturstafn.
settur í hana 1930 og steypt sáluhlið
1931. Gróðursett tré í elsta hluta
kirkjugarðs 1941 og um hann sett
varanleg girðing 1968.
Upphaf að viðgerð á kirkjunni
var að við tókum járn af veggjum
hennar um 1970. Nokkru seinna
hóf ég örstutta umræðu um Þing-
múlakirkju á héraðsfundi á Egils-
stöðum. Þann 16. september 1974
færði prófastur séra Sigmar Torfa-
son okkur upphaflega lýsingu af
kirkjunni og var það dýrmætt.
Þann 23. mars 1975 ákvað sóknar-
nefnd að hefjast handa um viðgerð
með því að leggja frarrí nokkurt fé
til efniskaupa, því kirkjan átti ekk-
ert í sjóði.
Við höfðum samband við biskup-
inn herra Sigurbjörn Einarsson og
benti hann okkur á Bjarna Ólafs-
son lektor, sem kom til okkar í
kirkjuna einn kaldan júnímorgun
Óska öllum Fáskrúðsfirðingum
svo og öðrum viðskiptavinum
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs.
Þakka viðskiptin á síðasta ári.
Fjarðarnesti
Fáskrúðsfirði
og lagði á ráðin um viðgerð. Þann
3. september 1975 hefst viðgerð
sem var mjög aðkallandi, því
kirkjan var mjög fúin og sigin. Rétt
fyrir jól 1977 í leiðinlegri tíð var
hún máluð innan og raflýst. Þá
fékk hún tvær stórar gjafir frá ein-
staklingum, 170,000,00 kr. ogfleiri
gleðjandi atvik gerðust. Um þau
jól var líka spilað á nýviðgert orgel
sem kom úr viðgerð frá Reykjavík.
Þá prýddi líka skírnarfontur, sem
gefinn var kirkjunni 1972.
Árið 1980 var kirkjan máluð
utan og lauk þá hinni eiginlegu
viðgerð. Síðan hefur hún verið
máluð bæði innan og utan. Gert var
við sáluhlið, lagað bílastæði og
reist fánastöng. Einnig gefið ljós í
kirkjugarð og lagður góður vegur
heim að bæ og kirkju. Síðast í
sumar var svo byggt skýli við kirkju-
dyr og þakka ég Bjarna Ólafssyni
fyrir teikninguna og öðrum sem
hjálpuðu til.
Ég þakka af heilum hug fyrir alla
vinnuna, allar gjafirnar og góðvild-
ina og fyrir það getum við skilað
kirkjunni skuldlausri nú. Fólkinu í
Þingmúla vil ég færa innilegar
þakkir, bæði lífs og liðnu, fyrir
margvíslega aðhlynningu við prest,
söfnuð og litlu kirkjuna.
Okkur verður hugsað til prests-
ins séra Páls Pálssonar frá Hörgsdal
á Síðu og fjölskyldu hans, sem
gerðust góðir Skriðdælingar. Hann
hvatti til búmenningar, starfs og
dáða.
Hann hafði málleysingja sem
vinnufólk og tók að sér mállaus
börn og ungmenni, til að kenna
þeim táknmál.
Mannmargt hefur oft verið í
Þingmúla, ekki síst þegar kirkjan
var byggð og er trúlegt að þær sem
í bænum unnu hafi sýnt ástúð og
mildi, ef þerra þurfti tár af augum
eða skipta á milli munna, sem
kannski hefur stundum verið lítið.
Nánast er kirkjan í dag eins og
ríún var byggð fyrir 100 árum,
nema járn á þaki í staðinn fyrir
spón.
í þessari kirkju hafa prestar sagt
mörg dýrðleg orð og hér hafa fallið
saknaðartár á sorgarstund.
Hér hef ég séð glitra tár gleði við
skírnir og fermingar og geislandi
bros við hjónavígslur.
Við höfum sótt hingað styrk og
huggun ég finn og skynja að bless-
un hvílir yfir þessum stað.
Við gleðjumst hér í kirkjunni
hans séra Páls og þökkum.
Við fögnum í litlu kirkjunni
okkar.
Þakka heimildir séra Gísla
Brynjólfssyni og fleirum.
Björn Bjarnason
Starfsfólki og viðskiptavinum
sendum við okkar
bestu óskir um
gleðileg jól
gott og farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin
á liðnu ári.
Trésmiðja Fljótsdalshéraðs
Fellabæ © 97-1700 -1329 -1450