Austri - 18.12.1986, Side 17
Egilsstöðum, jólin 1986.
AUSTRI
17
Ekta stuðlaberg við brúnina á Litlanesfossi, sem er næstur neðan við Hengifoss, en það
telja margir eitt hið fegursta hér á landi, þótt Jónas geti þess ekki í dagbók sinni.
„Trapberggangurinn", við Hölkná, skammtfyrir innan Brekku, sem Jónasfann 5. okt.
1842 og taldi mjög mikilvægan til skilnings á jarðsögu svœðisins, (Gamall nátthagi
hægra megin).
sjálfur og sendi því skilríkan mann
þangað, eftir að hafa uppfrætt
hann, hvernig haga skyldi sýnatöku
af þeim lögum, sem tilheyra surtar-
brandsmynduninni þarna. Átti
hann að merkja þau á staðnum í
röð neðan frá og upp eftir. Reyndar
færði hann mér sýnin og sendi ég
þau til Háskólasafnsins. Af þeim
má sjá, að ekki þarf lengur að efast
um samsvörun surtarbrandsmynd-
unarinnar á þessum stöðum og þar
sem við Steenstrup könnuðum hana
á Norður- og Vesturlandi. Sérstak-
lega líkist þessi surtarbrandur þeim
norðlenska, þar sem lögin með
gróðurleifunum eru lítið áberandi,
en millilög af sandi og leir (án
plöntufara) eru yfirgnæfandi.
Þriðjudaginn 4. október,
var ég orðinn svo hress, að ég gat
tekist á hendur rannsóknarferð í hið
mikla klettagil, sem Hengifossárgil
kallast, og ég hafði áður skoðað
lauslega [sjá dagbókina 30. sept.],
til að kanna surtarbrandsmyndun-
ina þar.
Við þessa rannsókn hef ég sann-
færst enn frekar um það, að surtar-
brandslögin eru samsvarandi um
allt landið. Þótt gilið sé ærið djúpt,
er heildarmyndunin samt ekki gegn-
skorin þannig , að hægt sé með
einstökum handsýnum sem þar
voru tekin, að sannfæra þá sem eru
fjarverandi um að hún liggi á
mörkum eldri og yngri sprungu-
hraunanna (Klöftlava). Neðstu
lögin sem þarna koma í Ijós, eru
nefninlega aðeins hin dæmigerðu
sandtúfflög. sem allsstaðar fylgja
surtarbrandinum á Norðurlandi og
sumsstaðar á Vesturlandi. Trap-
bergið (Trappen) liggur enn dýpra.
Prufur voru teknar þarna og
sendar.
Miðvikudaginn 5. október,
fór ég í rannsóknarferð meðfram
efsta hluta Lagarfljóts, til að kanna
hvort trappið kæmi einhversstaðar
fram í dalbotninum, eða í hinum
bröttu bökkum við Fljótið. Ég sé
ekki betur, en ég hafi einnig að
þessu sinni, verið svo heppinn að
hitta á mörkin milli þessara jarð-
laga. Það var á stað einum, skammt
fyrir innan Brekkubæinn, þar sem
lítil þverá er Hölkná (Höltná)
kallast, hefur grafið sér djúpa gil-
skoru, næstum niður í sömu hæð og
yfirborð Fljótsins. Öðru megin við
gilið er sprunguhraunskambur
[berggangur], sem strax við fyrstu
sýn virðist gersamlega frábrugðinn
hinum yngri grágrýtiskömbum.
Nánari könnun sýndi að þetta er
virkilega trapberggangur, sem sýn-
ist einhverntíma hafa skagað upp
úr umhverfi sínu, áður en hann
kaffærðist af yngri sprunguhraun-
straumum. Nú hefur þessi árspræna
grafið hann aftur fram í dagsljósið.
Margar prufur voru teknar á
þessum stað, en bergtegundin er
vissulega svo dæmigerð, að varla
mun nokkur jarðfræðingur, sem
kunnugur er aðstæðum hérlendis
og nýjustu skoðunum varðandi hin
ýmsu tímabil, geta villst á þeim.
(Fimmtudaginn 6. og föstudag-
inn 7. október, hefur Jónas tekið
sér hvíld frá rannsóknarferðum).
Laugardaginn 8. október,
fór ég enn eina rannsóknarferð í
Hengifossárgilið, þar sem ég vildi
nota tækifærið til að kynnast sem
best aðstæðum við surtarbrands-
myndunina þarna. Af þessari ferð
er helst að segja:
Surtarbrandsmyndunin er þarna
sérlega viðamikil og hallar henni
allmikið inn í fjallið. Lögin eru
álíka mörg og mismunandi og ég
hef mest séð annarsstaðar, en þau
eru líka, sem fyrr segir, ákaflega
fátæk af jurtamótum og lítið í þeim
af surtarbrandi. Þrjú mismunandi
flögubergslög (Skiferlag) eru sér-
staklega athyglisverð á þessum
stað. Þau eru öll ofan við surtar-
brandinn og eru því meðal hinna
yngstu í syrpunni.
Það neðsta er mjög þétt og
fíngert, dökkbrúnt leirlag, sem á
pörtum hefur fengið svo sérkenni-
lega líkingu við basalt [stuðlaberg]
í smáum stíl, að slíkt mun vera fá-
gætt og varla þekkjast annarsstað-
ar. Langar raðir af súlum í hinum
fjölbreytilegustu og glæstustu stell-
ingum, skiptast hér á við hella og
skúta, en þetta líkist mest litlu mál-
verki, því að þessar fíngerðu „leir-
basaltsúlur" eru sjaldan lengri en
1/2 tomma og 1-2 línur á þykkt.
Næsta lag er þó ekki síður merki-
legt af '<nu tagi. Það er örþunnt
(1/2-1/n .ommu) lag af hraunbráði
(Dyndlava), með afar hrjúfu yfir-
borði, og koma ájöfnur þess fram
sem alls konar furðulegt útflúr.
Þarna er aftur hraunstraumur í
dvergvaxinni mynd, eða í samsvar-
andi mælikvarða og „stuðlabergs-
lagið“ sem ég gat um.
Enn hærra uppi er allþykkt lag af
grænleitu og töluvert grófkornóttu
sandtúffi, skammt fyrir neðan hina
miklu hamraveggi sem yngri
sprunguhraunin hafa myndað í lok
tímabilsins. Lag þetta hefur sums-
staðar ummyudast í sandblandaðan
leirmassa, með bitru bragði sem
minnir á brennisteinssýru. í
þessum massa hafa svo myndast
allstórir hnyðlingar, þéttir í sér og
flysjast utan af þeim í hvolflaga
lögum. Þeir gætu vel verið úr gipsi,
en eru þó svo einkennilegir útlits,
að freistandi væri að telja þá vera
nýja steintegund. Sýni voru tekin
af þessum lögum til nánari rann-
sóknar og send Háskólsafninu.
Sunnudaginn 9. október,
frétti ég frá verslunarstaðnum
Eskifirði, að kaupskipið sem ég
ætlaði með til Kaupmannahafnar,
myndi brátt verða ferðbúið, og yrði
ég því að vera kominn þangað fyrir
14. október. Fór égþví samdægurs
af stað út í Vallanes, þar sem ég
gisti. Þá leið hafði ég farið áður, og
sagt þá frá því helsta, sem þar er að
sjá.
Innan við botn þess langa stöðu-
vatns, Lagarfljóts, sem er kallað
fljót í nokkuð óvenjulegri merk-
ingu, er víðlend slétta, sem árnar
úr Norður- og Suðurdalnum liðast
um. Flóðslétta þessi er eingöngu
mynduð af framburði vatnanna
ofan úr fjöllunum, sem í rás tím-
anna hefur fyllt upp innsta hluta
stöðuvatnsins. Svipaðar aðstæður
eru við botn Eyjafjarðar og víðar á
íslandi.
Hér væri vissulega ágætt tækifæri
til að kanna hvernig fremsta kanti
slíkrar framburðarsléttu hallar,
eftir því sem hann færist framar, en
það myndi aftur auka skilning
okkar á þeim halla sem oft er svo
áberandi í fornum sand- og leir-
lögum. Ekki gat ég þó framkvæmt
þá athugun, þar sem mig vantaði
bát til þess.
Hér lýkur frásögn Jónasar af
ferðum hans um Fljótsdalinn , en
næsta dag fór hann frá Vallanesi til
Eskifjarðar, um Eskifjarðarheiði,
og þaðan til Kaupmannahafnar og
átti þaðan ekki afturkvæmt. Hann
lést vorið 1845.
Þess skal getið að lokum, til
skýringar hinum jarðfræðilegu út-
listunum Jónasar, að á hans tímum
höfðu menn nokkuð ólíkar hug-
myndir um jarðsögulega uppbygg-
ingu landsins og notuðu ýmis jarð-
fræðiorð í annarri merkingu en nú
tfðkast. Þannig var orðið trap eða
trapberg (sem líklega er dregið af
orðinu trappa, mætti því þýða sem
stallaberg eða hjallaberg) oftast
notað um elsta berggrunn landsins,
eða það sem nú væri kallað eldra
blágrýtið (basaltið). Orðið basalt
virðist þá aðeins hafa verið notað
um stuðlað berg og orðið dolerít
um yngra blágrýtið eða það sem
einnig var kallað grágrýti. Ljóst er
að Jónas gerir mikinn mun á trapp-
inu og hinu unga sprunguhrauni
(Klöftlava), sem hann telur vera
ríkjandi bergtegund á Upphéraði.
Ak. nóv. 1986 H.Hall.
Sandsteinslögin í ,surtarbrandsmynduninni“, hafa hér tekið á sig furðulegar myndir,
sem helst minna á austurlensk hof eða pagóður. Par er m.a. að finna, lögin þrjú, sem
Jónas undraðist mest, því honum fannst þau minna svo mikið á stuðlaberg og eldhraun
í örsmáum stíl.
Tryggingamiðstöðin hf.
óskar viðskiptavinum sínum
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs.
Þökkum ánœgjuleg viðskipti
á liðnum árum.
Útsýni frá Brekku inn í Fljótsdalinn.
(Allar myndir eru teknar afH.Hg. Tilvitnanir í myndaskýringum eru úr Hulduljóðum
Jónasar).