Austri - 18.12.1986, Side 26
26
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1986.
Klukkan hálf sjö að morgni 9. júní nudda ég stírurnar úr augunum
og átta mig á því að loksins er þessi dagur runninn upp, en stefnan
er sett á Ítalíu, nánar til tekið sólarparadísina Rimini-Riccione við
Adríahaf. Stúdentar frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 1985-1986
höfðu ákveðið að fara í eina af þessum harðsoðnu hópferðum, þar
sem það eina sem þarf að hafa áhyggjur af, er það hvort maður hafí
nokkur þúsund lírur í vasanurn fyrir einum bjór enn. Ég var reyndar
á hröðu undanhaldi undan mínuin eigin skoðunum, því að er ég best
vissi hafði ég megnustu óbeit á þess konar ferðum.
Kl.08.00 áttum við að mæta á Hótel Loftleiðir, en þaðan yrði farið
með rútu út á KeflavíkurflugvöU þar sem farið yrði í loftið kl. 10.00.
Engu munaði að tveir af okkur
kæmust ekki lengra en á Hótel
Loftleiðir, því þeir höfðu skellt sér
inn á kaffiteríu staðarins og fengið
sér morgunhressingu, hvorugur
hafði tímamæli, þannig að það
þurfti að senda hjálparsveit eftir
þeim, því farþegar voru þegar
mættir í rútuna og biðu.
Ekið var sem leið liggur til Kefla-
víkurflugvallar og loks komumst
við inn í hið allra helgasta, Fríhöfn-
ina, þar sem menn urðu helteknir af
algeru kaupæði, en að því loknu
var haldið á barinn til að æfa sig
Hvenær skyldu íslensku lögregluþjón-
arnir útbúa sigsvona? (Mynd: ÖPE).
fyrir tilvonandi bjórþamb á henni
Ítalíu. Voru sum okkar svo dugleg
við þá iðju að það var ekki laust við
að menn væru farnir að missa ör-
lítið jarðsamband þegar loksins var
kallað út í flugvélina, Boeing 737.
Pegar svo flugvélin tókst á loft
var að sjálfsögðu klappað fyrir
flugstjóranum og fljótlega eftir
það, kenndu flugfreyjurnar okkur
hvernig við ættum að bera okkur
að, ef í nauðir ræki, t.d. ef við
hröpuðum, sem til allrar lukku
gerðist ekki. Flugveður var mjög
gott og sáum við vel yfir hluta Evr-
ópu, úr þeirri hæð sem við vorum
í, 33.000 fetum.
Fyrsti ítalinn sem við sáum, gaf
ekki góð fyrirheit því engu var lík-
ara en hann hefði fengið upplýsing-
ar þess efnis að við værum stórhættu-
legir terroristar þangað komnir í
þeim eina tilgangi að drepa hátt-
setta menn eða að minnsta kosti
sprengja nokkur stórmagasín í loft
upp, því maður þessi var alvopnað-
ur. Hann hafði víst engar slíkar
upplýsingar fengið, því þetta
reyndist bara vera ósköp venju-
legur lögregluþjónn, en þarna úti í
hinum stóra heimi þykir lögreglan
vera að striplast ef ekki hangir byssa
eða tvær við mjöðm.
Loks komumst við í gegnum toll-
skoðun sem fór fram í heljarinnar
flugstöðvarbyggingu þar sem varla
sást hræða á ferli. Paðan var
haldið í rútur þær sem flytja áttu
okkur í vistarverur þær sem vera
áttu heimili'okkar næstu þrjár vik-
urnar. Hótel það sem við fengum
til umráða heitir Bonini og stendur
í friðsælum hluta þess bæjarhluta
sem flest hótelin voru í. Byrjuðum
við á því að koma okkur fyrir og
raða okkur í herbergi. Fjórir okkar
heimtuðu að láta ekki fara alltof vel
um sig og kröfðust þess að fá að
vera fjórir í þriggja manna íbúð,
í það mesta, en það fannst okkur
alls ekki vera of þröngt.
Fljótlega var farið að huga að
einhverri skemmtan og var þeim
málum bjargað er þeldökkur mað-
ur benti okkur á skemmtistaðinn
Club-Embassi, sem var handan
götunnar, (þessi þeldökki maður
reyndist síðan vera íslendingur
sem dvalist hafði í þrjár vikur
þarna og nýtt hverja stund til sól-
baða).
Embassi er alveg stórglæsilegur
kapítuli út af fyrir sig. Skemmti-
staður þessi skiptist í tvo hluta. í
öðrum þeirra er inni-diskótek, þar
sem háttstemmd diskómúsik glym-
ur fram til 3 á nóttunni, en hinn
helmingurinn er úti undir berum
himni, þar sem ágætis hljómsveit
leikur nokkur ódýr diskólög í bland
Fararstjórar skála í veitingahúsinu Bastían. (Mynd: ÖPE).
Flugferðin gekk stórslysalaust
fyrir sig, að vísu vöknuðu sumir
þegar einn ferðalangurinn steypti
sér óvart yfir eina sætaröðina með
fullt glas af vodka í kók. Lentum
við um kl. 4.30 að ítölskum tíma á
Rimini flugvelli, en hann mun aðal-
lega vera notaður sem herflugvöll-
ur og einnig var nokkuð um túrista-
flug eins og það sem við vorum í.
Engu var líkara en að maður gengi
á vegg þegar dyr flugvélarinnar
voru opnaðar því hitinn var um
35°C, sem er töluvert meira en 5
gráðurnar heima á íslandi þegar
við lögðum af stað.
við önnur betri fram að miðnætti.
Þarna úti er mjög fallegt, tré vaxa
upp úr gólfum og mikið laufþak er
yfir dansgólfinu. Ekki má heldur
gleyma geysistórum og enn betri
bar sem var þarna og svo heljar-
miklum vídeóskermi þar sem ýmist
var hægt að líta leiki úr heimsmeist-
aramótinu í knattspyrnu, sem þá
var í fullum gangi, eða eitthvað
vafasamara efni. Staður þessi var
vel sóttur af okkar hópi, enda
höfðum við smá forréttindi, því ef
við tókum með okkur Recommend-
ed-miða sem lágu frammi í hótel-
inu, þá fengum við tvo fría drykki
Ævintýrafc
Stúdentaferðalag M.E.-sti
Allur hópurinn, semfór með til Flórens. Fararstjórarnir eru með íslenska fánann. íbaksýn sést í turn Uffizi-safnsins og í kúpil kirkju heila
(Nafn Ijósm. óþekkt).
af þeirri einni ástæðu að við vorum
íslendingar.
Fyrstu dagarnir fóru að miklu
leyti í það að koma sér inn í hlut-
ina, venja sig við matinn, sem ég
átti mjög bágt með, t.d. var aldrei
hægt að fá sósu á nokkurn mat.
Rekstur veitingahúsa var með þeim
undarlega hætti, að í morgunverð
var nær alls staðar einungis hægt að
kaupa „Panini caldi“ með einhvers
konar kaffileðju eða þá einhverj-
um gosdrykk og var undirritaður
ekki ósjaldan búinn að bölva
þessum morgunverði.
Fljótlega eftir að við komum til
Rimini var á dagskránni eins dags
ferð til „menningar“-borgarinnar
Flórens eða Firenze eins og Ital-
arnir segja. Par stóð til að skoða
merkar kirkjubyggingar eins og
t.d. skírnarkapellu Jóhannesar
skírara og einnig var litið inn í Uff-
izi-safnið sem ku vera eitt af merk-
ari listasöfnum heims. Vegna þess
hvað ég og fleiri vorum lítið menn-
ingarlega sinnuð, þá þreyttumst við
fljótt á því að þramma um enda-
lausa ganga og sali safnsins þar sem
hvergi mátti tylla sér niður og
vorum því hálffegin þegar við
sluppum þaðan út. Þar fyrir utan
tókst nokkrum kræfum götuteikn-
urum að plata suma til að sitja fyrir
hjá sér og þaðan fóru þeir einni
skrípateikningu ríkari, en 30.000
lírum fátækari.
Á heimleiðinni var komið við í
stórskemmtilegu veitingahúsi til
að borða kvöldmat, (að vísu höfð-
um við fengið okkur morgunverð
þar á leið til Flórens og fengum þá
ekkert nema „Panini Caldi“). Par
fengum við grillað kjöt og sem lyst-
auka fengum við „Grappa“ sem er
geysilega sterkur brenndur drykk-
ur og var hvert tækifæri eftir þetta
notað til að fá sér þennan drykk.
(Það slys gerðist einu sinni að einn
úr hópnum ætlaði að fá sér Gin í
grape, en afgreiðslumanninum
misheyrðist geinilega, því það kom
skrýtinn svipur á hann, en afgreiddi
drykkinn samt. Síðar kom í ljós að
hann hafði afgreitt Gin í Grappa!)
Fram til þessa höfðu sumir gert
mjög lítið af því að snúa sér í átt
til sólar og nú var komið að því að
bæta þar úr. Nokkrum tugum þús-
unda líra var komið fyrir í öruggum
vösum til að hafa nóg fyrir leigu á
legubekk og svo fyrir bjór til að
kæla sig niður. Einn af herbergis-
félögum mínum átti ekki mjög auð-
velt að öðlast litarhátt innfæddra
svo að fljótlega gáfumst við upp á
þessari sólbaðsiðju og eftir að hafa
sullað svolítið í hafinu á hjólabát-
um, ákváðum við að gera eitthvað
annað, enda fannst okkur að þessar
þrjár vikur hlyta að eyðast fljótt ef
við eyddum öllum okkar tíma í
svona letilíf.
Dag einn var okkur boðið upp á
ferð á diskótek sem hét því tígu-
lega nafni Paradíso, en það er eitt
af virðulegri diskótekunum á þessu
svæði. Var meiningin að við reynd-
um að kynnast öðrum hópi stúdenta
sem var þarna um leið og við, en
þeir voru úr Kvennaskólanum í
Reykjavík. Par kynntumst við her-
bergisfélagarnir fjórum hressum
stelpum og skemmtum við okkur
mikið saman það sem eftir var
ferðar.
í þessari ferð fengum fjögur okkar
far með einum af fararstjórunum
vegna þess að rútan var full, öku-
tæki það sem hann var á var eins
ólöglegt og hægt var, ótryggt, ó-
skoðað og þar að auki skráð í einu
mesta glæpahéraði Ítalíu. Var
ekki laust við að manni fyndist að
löggan hlyti að banka á rúðu bílsins
fljótlega, því ofan á allt annað var
fararstjórinn blindþreifandi fullur,
mjög þó skemmtilegur fararstjóri.
Fljótlega eftir þessa ferð okkar
á diskótekið var farin hópferð að
kvöldi til á veitingastaðinn „Basti-
an“ sem hefur þá sérstöðu að eig-
endur hans hafa hina megnustu
óbeit á öllum nýjungum í matar-
gerðarlist og bjóða einungis upp á
gamaldags ítalskan mat. Einn af
fararstjórunum sagði okkur að ef
okkur skyldi detta til hugar að
biðja um hamborgara þá mættum
við eiga von á því að verða hent út
samstundis. Petta var geysi-
skemmtilegt borðhald þar sem fólk
var drifið utan úr sal til að skemmta
F.h. Kc
kirkjun
F.U. Viggi, Steinar og Böggi mjög svo þjóðlegir á 17. júní fyrir framan inngang kastalans í Sai
(Mynd: ÖPE).