Austri


Austri - 18.12.1986, Page 27

Austri - 18.12.1986, Page 27
Egilsstöðum, jólin 1986. AUSTRI 27 irð til Ítalíu íídenta veturinn 1985-1986 'gs kross. á meðan aðrir mötuðust. Á mat- seðlinum voru átta ítalskir réttir: lauksalat, þrjár súputegundir, þrír kjötréttir og loks kökubiti í eftir- rétt og þetta átti maður allt að borða. Þessu öllu saman var síðan skolað niður með ómældu magni af hvítvíni og rauðvíninu „Sangio- vesi“ (ég held að það sé skrifað svona). í ómældu magni er víst réttnefni því jafn harðan og könnur þær sem vínið var borið fram í tæmdust, var einhver sendur frá borðinu til að fylla þær aftur úr heljarmiklum tunnum sem voru frammi í anddyri. Endaði þetta með því að allflestir voru orðnir allmjög ölvaðir þegar haldið var heim á leið. Svo kom að því að við fengum tækifæri til þess að spreyta okkur í tennis, því dag einn var í boði ferð í „Club-Rendevous“ þar sem við höfðum til umráða stærðar sund- laug, þrjá tennisvelli og stórt úti- vistarsvæði í einn dag út af fyrir okkur. Æfðum við herbergisfélag- arnir okkur í dýfingum af 100 sm. háu stökkbretti og var undirritaður eitt sinn mjög svo hætt kominn við þá iðju. Ég steypti mér niður og ætlaði niður á botn, sem mér fannst vera innan seilingarfjarlægðar, en reyndist svo vera mun dýpri en ég sér til dundurs, farið í Go-Kart sem er nokkurs konar mini-kappakstur. Við fórum í æfintýralega ferð um miðbæ Rimini á fjögurra manna reiðhjóli og fleira og fleira. Eini staðurinn sem við fundum þar sem hægt var að fá sósu á matinn, var La Travíata, sem er yfir á Riccione, en þann stað reka bræðurnir Nerio og Mauritzio á sumrin. Þar sátum við gjarnan á kvöldin og drukkum 2-3 lítra af Það sem gerðist næst merkilegast fyrir utan daglegt amstur við bowling, billiard og tölvuspil auk bjórdrykkju, var ferðin til borgar- innar sem var ekki reist á einni nóttu, Rómar. Reyndar fór bara lítill hópur okkar þangað en margir fóru til litla fríríkisins San Marino á sama tíma og fréttum við síðar að þar hafi fátt verið annað að sjá en ógrynni af verslunum enda komu fé- lagar okkar klyfjaðir þaðan aftur Á góðristund íLa Travíata. Neríógefursigurmerkimeð fingrinum. (Mynd: ÖÞE). •* * t m... i f tlla, Kata, Hildur, Steinar, Böggi, Viggi og Ingunn á Markúsartorginu. Á bakvið sést í Markúsar- a. (Mynd: ÖÞE). i Leo. hélt svo ég náði ekki til botns og komst varla upp aftur og var þar nærri drukknaður. Það er 17. júní og þann dag ber landanum að vera þjóðlegur hvar svo sem hann er staddur á hnett- inum og það gerðum við. Snemma þennan dag var haldið af stað til San Leo, sem er lítill miðaldabær, byggður á þverhníptum hamri með kastala efst á hamrinum, og þar ætluðum við að halda þjóðhátíðar- daginn hátíðlegan með leikjum og glensi. Sumir gangu svo langt í því að vera þjóðlegir að þeir íklæddust lopapeysum og voru með trefla og húfur, en þennan dag var hitinn um 40°C. Enn í dag skil ég ekki hvernig þeim tókst að halda út eina einustu mínútu í þessari múnder- ingu, því það var nógu óbærilegt að vera nærri ber, en þau hafa kannski klætt af sér hitann. Dagarnir liðu og margt ver gert bjór (2-3 birra grande) og ræddum heimsmálín. Staður þessi er mjög vinsæll af íslendingum, enda gera þeir Nerio og Mauritzio í því að laða þá að sér . Þeir tala dálítið fs- lensku og hafa báðir komið til íslands. Aldrei hefur undirritaður verið jafn vin- sœll eins og þarna á Markúsartorgihu. og að sama skapi félitlir. Ferðin til Rómar tók tvo daga og á þeim tíma skoðuðum við einungis það mark- verðasta, því vegna tímaskorts þá komumst við ekki yfir nema svolít- ið af þeim mannvirkjum sem gaman hefði verið að skoða. Við litum ofan í katakomburnar sem eru grafir kristinna manna, neðanjarð- ar í heljarmiklu gangnakerfi. Einn- ig skoðuðum við Pálskirkjuna, sem mér fannst geysil^ga falleg og svo skoðuðum við náttúrlega Péturs- torgið og Péturskirkjuna í minnsta ríki heims, Vatikaninu. Mestu hetjurnar fóru upp í kúpul Péturs- kirkjunnar, en þar innan í kæmust rúmlega tveir Hallgrímskirkjuturn- ar, hver ofan á annan. Þaðan er mjög gott útsýni yfir Rómaborg þó mistur hafi nokkuð spillt fyrir þennan dag, enda var hiti mjög mikill. Litið var inn í Vatikansafnið og inn í Sixtinsku kapelluna þar sem kardinálar dvelja þegar þeir velja nýjan páfa. Farin var kvöld- ferð um götur borgarinnar og næt- urlífið skoðað og er geysilega mikil stemning á torgum Rómaborgar þar sem fólk kemur saman á kvöld- in. Að sjálfsögðu var einnig litið á Colosseum, hringleikahúsið fræga og margt fleira sem ekki er pláss til að tíunda hér. Á heimleiðinni var síðan litið við í miðaldabænum Gubbio í Umbrío en þar kappkosta heimamenn að halda miðaldasvipn- um á bænum. Síðasta skoðunarferðin sem við fórum í var til borgarinnar sem flýtur, Feneyja. Helming leiðar- innar fórum við í rútu en hinn með ferju, enda eru engir bílar í Feneyj- um né götur fyrir þá. Við litum inn í Markúsarkirkjuna og gáfum dúf- unum á Markúsartorginu korn sem keypt var af götusölum. Litið var inn í Murano glerverksmiðjuna þar sem við sáum glerlistamann leika listir sínar. Að sjálfsögðu fórum við í siglingu á gondólum um síki Feneyja, en þeir eru víst einungis notaðir til að skemmta túristum nú til dags. Séð ofan úr Péturskirkjunni niður á Péturstorgið. (Mynd: ÖÞE). Heimferðin gekk stórslysalaust fyrir sig og daginn eftir 28. júní, héldum við upp á afmæli eins af herbergisfélaga okkar, elduðum eins góðan mat og við gátum (sem varð kannski ekki alltof góður) og að sjálfsögðu var vín haft um hönd svona rétt til að skola niður matnum eða þannig sko! Þá var nú farið að síga á seinni hluta dvalartíma okkar á henni Ítalíu, en ekki var hægt að yfirgefa „úttlandið“ án þess að koma við í tívolíi staðarins. Þar prófuðum við alls kyns tæki og tól sem öll gengu út á það að reyna að hræða úr manni líftóruna. Vorum við svo skelkaðir þegar við fórum úr tí- volíinu að við lofuðum okkur því að við skyldum drekka að minnsta kosti þrjá „birra grande“ þegar við kæmum á La Travíata, en þar höfðum við ákveðið að hitta þann hluta hóps okkar sem ekki nennti í tívolíið, þegar við værum búnir að fá nægju okkar. Þá var 30. júní runninn upp, síð- asti dagur ferðarinnar. Síða'sti klukkutíminn var notaður til að kaupa það sem maður ætlaði að gefa vinum og vandamönnum og síðan var loks haldið af stað út á flugvöll. Ekki er ég mjög forfram- aður í ferðalögum erlendis og var þetta reyndar frumraun mín og ég komst að því að það er „full tæm Ótrúlega mikið stendur eftir af hringleikahúsinufrœga, Colosseum. (Mynd: ÖÞE). Dœmigerður ítaiskur pizzugerðarmað- ur. Þessi vann á La Traviata og við köll- uðum hann aldrei annað en „Papa“. (Mynd: ÖÞE). djobb“ að vera túristi og var ekki laust við að mann væri farið að langa heim á klakann og fá fisk, eða að minnsta kosti sósu með kjötinu. Við lentum síðan í rigningu og kuldatrekki á Keflavíkurflugvelli klukkan 10:30 um kvöldið. Bjórinn var keyptur í litlu fríhöfninni og neglurnar nagaðar, af ótta við að nýju myndavélagræjurnar yrðu nú teknar í tollinum. Það slapp til og við komumst út í rútu eftir að hafa kvatt þá sem ferðuðust á eigin vegum. Loksins heyrði maður í ís- lensku útvarpi, maður dæsti og hlustaði á fréttirnar á íslensku. „Undanfarna daga hefur mjög hækkað vatnsborðið í Lagarfljóti og hefur það nú flætt upp fyrir bakka sína, þannig að stór hluti af túni Egilsstaðabúsins, sem er á bökkum fljótsins, er nú kominn undir vatn....“. Grazie Arrivederci. ÖÞE Á siglingu um síki Feneyja á gondólum. (Mynd: ÖÞE).

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.