Austri - 18.12.1986, Side 32
32
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1986.
„Þú hefur kannski séð hann í rósabeðinu þínu“
Kári litli kom of seint í skólann
og gaf þá skýringu að það hefði
verið svo mikill mótvindur að fyrir
hvert skref sem hann hefði tekið
áfram hefði hann fokið tvö aftur-
ábak.
„En hvernig komstu þá á leiðar-
enda Kári minn“? spurði kennar-
inn. „Nú ég sneri bara við og ætlaði
heim“.
„Já hann er aldeilis fljótur að
skipta um átt“, sagði Sveina gamla
þegar hún kom inn í bæ, — „þegar
ég fór út hafði ég snarpan vind í
fangið, en þegar ég kom inn aftur
hafði ég hann í rassinn“.
Hefurðu heyrt um Eskfirðinginn
sem fór til hugsanalesara?
Nei, hvað kom fyrir hann?
Hann fékk endurgreitt.
„Fyrst þú ert nú staðinn upp,
viltu þá ekki fara í leiðinni og
skræla kartöflurnar og leggja á
borðið“?
Einu sinni var prófessor sem ætl-
aði að gifta sig. Á Ieiðinni varð
hann fyrir óvæntum töfum ogsendi
því tilvonandi konu sinni svohljóð-
andi skeyti. „Hefur seinkað. —
Giftu þig ekki fyrr en ég kem“.
Hanna hafði nýlega komist að
því að á íslandi væri herstöð og var
að spyrja móður sína um þetta.
„Já“, sagði móðirin, „það kom
hér útlendur her í seinni heims-
styrjöldinni“.
„í seinni heimsstyrjöldinni“!
sagði Hanna. „Vá, þeir hljóta sko
að vera orðnir gamlir".
Milli vinkvenna:
„Sigga lá aldeilis í því þegar hún
giftist Nonna nýríka".
„Jæja hvernig þá“?
„Hann er tuttugu árum yngri en
hún hélt að hann væri“.
Milli vina:
„Ég steig á vigtina í gær og held-
urðu að hún hafi ekki sýnt áttatíu
og fimm kíló“!
„Hvað ertu að segja — en varstu
þá ekki í fötunum"?
„Nei, nei, -— ég hélt á þeim.
Tveir sumarbústaðagestir hittust
snemma morguns.
„Hvað ertu að gera“?
„Mala kaffi“.
„Hvers vegna blótarðu svona“?
„Pað á að vera gróft“.
„Hver hugsar um hvað tímanum líður ígóðra vina hópi“?
„Klukkan er núna 22 mínútur og 37 sekúndur yfir 12“...
„Síðast þegar ég fékk slæmar einkunnir kenndi ég arfgengum
eiginleikum um —nú erégaðhugsa um aðprófa vítamínskort“.
„Þetta hafa trúlega verið mistök
með þakgarðinn“.
„Sá sem hefur slátrað þessum
kjúklingi, hefur verið hjartagóður
maður“.
„Hvers vegna“?
„Hann hefur verið ein 5 eða 6 ár
að taka ákvörðun".
„Ertu hjónabarnsbarn“?
„Já, að hluta“.
Að hluta '
„Jú, sjáðu til pabbi var giftur en
ekki mamma“.
„Stóð þér ekki nokkurn veginn
á sama um þennan gamla möl-
étna páfagauk frænka“?
í þorpi einu norðanlands var
haldinn sunnudagaskóli og starfaði
við hann maður sem hafði þá at-
vinnu að stjórna skurðgröfu. Sjö
ára gamall drengur sem sótti sunnu-
dagaskólann, var eitt sinn spurður,
þegar hann kom heim, hvað gerst
hefði í skólanum: „Hann Tryggvi
(en það hét skurðgröfustjórinn)
sagði okkur frá voðalega góðum
manni, sem hét Jesús, en svo dó
hann“. „Hvernig dó hann?“, var
spurt. „Ætli hann hafi ekki orðið
undir skurðgröfu“, svaraði dreng-
urinn.
Hannes Hafstein er í hópi þeirra,
sem allir íslendingar, sem komnir
eru til vits og ára, hafa heyrt getið
og flestir vita einhver deili á
honum. Hannes orti m.a. þessa
snjöllu stöku:
Fegurð hrífur hugann meira
ef hjúpuð er,
svo andann gruni ennþá fleira
en augað sér.
Húsgagnasmiður nokkur brá sér
eitt sinn til útlanda til að kynna sér
nýjungar í iðngrein sinni. Þegar
heim kom sa^ði hann svo frá at-
burði sem fyrir hann kom f París:
„Kvöld eitt fór ég á veitingahús.
Við næsta borð sat ung og löguleg
stúlka ein síns liðs og ég tók eftir
því að hún var alltaf að gefa mér
auga. Ég kann ekkert í frönsku en
mér tókst með bendingum að gera
henni skiljanlegt að hún skyldi
koma að borðinu mínu og ég gaf
henni öl. Hún dró þá blýant upp úr
töskunni sinni og teiknaði kampa-
vínsflösku á servíettuna. Ég gerði
henni það til geðs að panta vínið og
við gæddum okkur á hinum dýru
veigum. En þegar komið var niður
í miðja flöskuna teiknaði hún rúm
á servíettuna. Ég hef aldrei getað
skilið hvernig hún vissi að ég var
húsgagnasmiður“.
„En ég get þó sagt þér þær gleði-
fréttir að kötturinn hennar
Gunnu frænku komst sjalfur
niður seinna um daginn“.
Ýmsar sögur eru til um merkileg
tilsvör nemenda á prófum og í
kennslustundum. Meðan landspróf-
ið gamla var við lýði áttu nemendur
eitt sinn að skrifa ritgerð um Húna-
vatnssýslu. Ein ritgerðin var eitt-
hvað á þessa leið:
„Húnavatnssýsla er stærsta sýsla
á landinu. Þar er ekkert nema fjöll
og firnindi. Þó er þar einn dalur og
heitir hann Svarfaðardalur. Eftir
honum rennur Svarfaðardalsá út í
Svarfaðardalsvatn“.
Á gagnfræðaprófi í sögu voru
nemendur beðnir að gera grein fyr-
ir Fabiusi Maximusi, sem fæstir
þekkja haus eða sporð á. Einn
nemandi var ekki lengi að afgreiða
þetta og svaraði: „Hann fann upp
stéttabaráttuna sem síðan er kölluð
marxismi“. Því má svo bæta við að
fyrir um það bil 40 árum voru lagðir
spurningalistar fyrir skólaunglinga
í Bandaríkjunum í einhvers konar
könnun. Var m.a. spurt um hver
Karl Marx hefði verið. Um 80%
nemendanna svöruðu því til að
hann væri einn Marx-bræðra.
Hér kemur brot út ritgerð um
Brynjólf biskup Sveinsson:
„...Einu sinni var Brynjólfur á
ferð í Þýskalandi. Gekk hann þá
eitt sinn fram hjá smiðju. Heyrði
hann þá sáran barnsgrát inni í
smiðjunni. Gékk hann inn í smiðj-
una og sá þá að stór og ljótur
smiður var að flengja lítinn, góðan
dreng. Brynjólfur tók þennan litla,
þýska dreng að sér, kenndi honum
íslensku og fór með hann til
íslands. Þegar drengurinn stækk-
aði varð hann sálmaskáldið Hall-
grímur Pétursson..."
í Samvinnuskólanum greiddu
nemendur að sögn eitt sinn atkvæði
um hver væri mesti maður mann-
kynsins fyrr og síðar. Jónas frá
Hriflu sigraði naumlega, hlaut einu
atkvæði fleira en Jesús Kristur.
í inntökuprófi í menntaskóla var
eitt verkefnið að nefna nokkra
merka íslendinga á 17. öld. Meðal
svara: „Merkustu íslendingar á
17. öld voru þeir Napoleon mikli og
Árni Pálsson, prófessor“.