Austri


Austri - 18.12.1986, Page 33

Austri - 18.12.1986, Page 33
Egilsstöðum, jólin 1986. AUSTRI 33 *?«■»-» 'nu,-' „Eigum við ekki aðhættaað leita að kúlunni og reyna að finna völlinn “ ? Fjögurra ára gamall snáði var að leika sér inni í stofu þar sem faðir hans, sem var vörubílsstjóri, lá á bakinu og hraut. Skyndilega sneri hann sér á hliðina og hætti að hrjóta. Drengurinn hljóp þá inn til móður sinnar og sagði: „Mamma, mamma, komdu fljótt og athugaðu hvað er með hann pabba. Hann hefur drepið á sér“. nn Pað var ekki alltaf mikið unnið í setuliðsvinnunni á Keflavíkurvelli. íslendingur og Færeyíhgur höfðu legið heilan dag og ræðst við. Talið barst meðal annars að fjölskyldum þeirra og lét íslendingurinn þess getið að hann ætti 12 börn. „Þú hefur þá ekki alltaf legið kyrr“, sagði Færeyingurinn. ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Fjallagarpur mikill og öræfafari sofnaöi eitt sinn við borðhald á veit- ingahúsi enda hafði hann drukkið stíft með steikinni. Undir lok borð- haldsins var borinn fram ís á gríð- arstóru fati. Þá rumskaði ferðagarp- urinn lítið eitt, leit yfir ísflákann og umlaði kvíðafullur: „Það skyldi þó ekki eiga eftir að liggja fyrir mér að verða úti“. Flestir kannast við orðatiltækið „að hefna þess í héraði sem hallað- ist á Alþingi". Páll lögmaður Vída- lín (1667-1727) orti þessa vísu um sýslumann nokkurn: Kúgaði fé af kotungi svo kveini undan þér almúgi. Þú hefnir þess í héraði sem hallaðist á Alþingi. ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ „Manstu þá daga þegar við vorum að springa úr monti yfir ! orðunum hennar“? Magnús, sem er um fertugt, hitti afa sinn á götu. Gamli maðurinn veitti því athygli að sonarsonur hans tók upp glas og úr því pillu sem hann gleypti. „Hvað er nú þetta?“, spurði afinn. „Pillur, sem eru mjög vinsælar og kosta 5 kall stykkið. Þær eru ætlaðar til að hressa upp á menn á mínum aldri svona undir vissum kringumstæð- um“. „Þá held ég að mér veiti ekki af einni“, sagði sá gamli, tók við pillu af Magnúsi og gleypti hana. Nokkrum dögum seinna hittust þeir aftur og rétti afinn Magnúsi umsvifalaust 3 fimmkalla sem greiðslu fyrir pilluna. „En hún kostaði bara fimmkall“, sagði Magnús. „Veit ég það“, sagði afinn, „hinir tveir eru frá ömmu þinni“. ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Úr mannlýsingu: „Þegar maður horfir á hnakkann, sér maður bæði munnvikm samtímis". ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Einar H. Kvaran rithöfundur (1859-1938) dvaldist um skeið við nám í Kaupmannahöfn. Þar gaf hann út tímaritið Verðandi ásamt Hannesi Hafstein, Gesti Pálssyni og Bertel Þorleifssyni. Eitt sinn ljóðaði Einar svo á Bertel í gamni: Ekkert getur gert vel gengur þó með sperrt stél Bertel. Og Bertel, sem er minnst þekkt- ur þeirra fjögurra, varð auðvitað að svara fyrir sig: Kvenmannlega kveinar kveifarlega veinar Einar. „Heyrðu, elskan, saumaðirðu hnappinn aftur á jakkann minn“? „Nei, égfann hann hvergi, svo ég saumaði bara saman hnappagat- ið“. Það voru gestir heima hjá Sigga litla og fólk sat undir borðum. Siggi segir við mömmu sína: „Verður mér illt af desertinum eða er til nóg af honum,,? „Konan mín hefur hræðilegt minni“. „Hvernig má það vera“? „Hún gleymir aldrei neinu“. í kaupfélaginu f ærðu allt til jólanna Vöruúrval í öllum deildum: Leikföng í miklu úrvali: Fisher Price, Matchbox, Barbie, Ken, Lego, Masters of the universe o.fl. o.fl. Allt fyrir þá sem þurfa að mála og lagfæra fyrir jólin. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Fáskrúðsfirði Bókaverslun Sigbjörns Brynjólfssonar Hlöðum v/Lagarfljótsbrú ó5Har við5kipta[/inum 5ínum gleðilegra jóla með þöHH fyrir viðsHiptin á árinu se/r? er að iíða.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.