Austri


Austri - 18.12.1986, Page 34

Austri - 18.12.1986, Page 34
34 AUSTRI Egilsstöðum, jólin 1986. Jólahald í Færeyjum spjallað við Susan Ellendesen Jólaball I Roynhellinni í Hvalba. „Lúcíurnar" ganga hring í salnum, en það er tekið upp eftir sænskum sið. Jólunum fylgja ýmsar hefðir og siðir, það er gaman að kynna sér þessar venjur og þá má oft sjá að sinn er siður í landi hverju. Við höfum í jólablöðum Austra undan- farin ár rætt við útlendinga búsetta hér og þeir hafa sagt okkur frá jólum í sínu hcimalandi. Við höfum hins vegar aldrei forvitnast um það hvernig næstu nágrannar okkar, Færeyingar, halda jól. Til þess að fræðast um það sló ég á þráðinn til Susan Ellendesen á Seyðisfirði. Hún er fædd og upp- alin á Hvalba á Suðurey, en fluttist 12 ára gömul til íslands með móður sinni. Hún bjó aftur í Færeyjum 1977-1979, en þá fluttist hún til Seyðisfjarðar og hefur búið þar síðan. Hún er gift Birni Á. Ólafs- syni og eiga þau 3 börn. — Hvernig undirbúa Færey- ingar jólin? Undirbúningurinn er mjög svip- aður og hér á landi, það er bakað og gert hreint, en það er byrjað fyrr að skreyta inni á heimilunum. Það er yfirleitt búið í byrjun desember og þá er algengast allskonar heima- tilbúið pappírsskraut. Svona klippi- skraut er líka notað á jólatréð og þá kramarhús með sælgæti og mál- aðar hnetur. Annars er notað svipað skraut og hér. í búðum er minna um skraut en hér og það er ekkert langt síðan jólaskraut og ljós fóru að sjást í búðargluggum í Færeyjum. Kaupæðiö er líka miklu minna þar og jólagjafirnar ekki eins dýrar — það eru frekar gefnir ýmis konar nýtilegir hlutir. — Er jólasveinn í Færeyjum? Já það er svona jólasveinn svip- aður og í Danmörku. Hann fer af stað nokkru fyrir jól og gefur góðum börnum eitthvað og setur það þá undir koddann hjá þeim. Það eru engir prakkarajólasveinar sem heita sérstökum nöfnum eins og hér á landi. — Segðu mér frá aðfangadegi og jóladegi í Færeyjum. Hér áður fyrr var víða venja að borða á aðfangadag „ræstan fisk“ sem er siginn fiskur og „speril“, en það er langinn úr kindum, fylltur með mör, saltaður og soðinn. Þetta tíðkast enn sumstaðar á norður- eyjunum. Núna borða flestir kalkún eða gæs svipað og gert er í Danmörku. Hátíðin byrjar kl. 6 með mat og pakkastandi, en það er aldrei messað á aðfangadag og aldrei boðin gleðileg jól fyrr en á jóladag. Eftir matinn fara menn á flakk milli húsa. Fjölskyldur og vinir koma saman og dansa í kringum jólatréð. Að sumu leyti líkist aðfangadagur Þorláksmessu hér, því margir fara hreinlega á fyllerí þetta kvöld. Jóladagur er helgidagur. Þá fara nær allir í kirkju og þennan dag er siður að borða skerpukjöt. — Er ekki dansaður færeyskur dans einhverntíma á jólunum? Á annan í jólum er alltaf dans- aður færeyskur dans. Áður en fólk fer að heiman er dekkað borð þannig að ef einhver kemur í heim- sókn á meðan húsráðendur eru á dansinum er ætlast til að hann bjargi sér sjálfur og fái sér að borða. Það er mikið um að fólk gangi á milli húsa og heimsæki vini og vandamenn alla jóladagana og þá verða menn alltaf að þiggja veit- ingar, því annars er sagt að þeir beri út jólin. Færeyskur dans er líka dansaður á þrettándanum og þá er alltaf sungið sérstakt lag um jóladagana — það er kallað að telja jólin. — Hvernig eru áramót í Fær- eyjum? Það eru brennur og flugeldar svona eins og hér. Áður voru flestir með litla brennu heima í garði hjá sér, en nú er farið að safna í stærri brennur. í seinni tíð hefur verið tekið uppá því að setja bensín og tvist í dósir meðfram götunum og kveikja í. Þetta er aðeins gert í góðu veðri, en það er mjög fallegt að sjá svona blys meðfram götun- um. Annars líður gamlárskvöldið svipað og hér, menn gera sér daga- mun og borða góðan mat, fá sér neðan í því og fagna nýju ári. — Heldur þú í einhverja fær- eyska siði þegar þú heldur jól núna á íslandi? Ég hafði alltaf skerpukjöt, þar til fyrir nokkrum árum. Það er bann- að að flytja það hingað inn í landið og síðustu árin hefur verið tekið strangar á því og það er tekið úr pökkum sem ég fæ frá Færeyjum. Það er of dýrt til þess að láta henda því, svo það er hætt að reyna að senda mér skerpukjötið. Mér þykir leiðinlegt að geta ekki haft skerpu- kjöt á jólunum því þetta er besti matur í heimi. Ég hef alltaf möndlu- graut, sem er raunar siður hér eins og í Færeyjum. Annars held ég að jólin hjá mér séu bara eins og gengur og gerist hér á landi. 5endum Austfirðingum bestu ósKir um gleðilegjól og farsælt Komandi ár Samábyrgð Islands á fiskiskipum Bílaleigan Freyfaxi Egilsstöðum óskar viðskiptavinum sínum og öðrum Austfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir liðin ár. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða. Fiskimj ölsver ksmiðj a Hornafjarðar hf. Jólasveinar að úthluta pökkum á aðfangadagskvötd.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.