Austri


Austri - 18.12.1986, Síða 40

Austri - 18.12.1986, Síða 40
40 AUSTRI Egilsstöðum, jólin 1986. EIÐAKIRKJU FÆRÐAR GJAFIR Á þessu ári eru liðin eitt hundrað ár síðan Eiðakirkja var byggð. Af því tilefni hafa kirkjunni borist góðar gjafir að undanförnu. Lionsklúbburinn Múli hefur látið setja upp og gefið kirkjunni ljós- kastara til að flóðlýsa hana. Ljósin kvikna sjálfkrafa þegar skyggir og slokkna í birtingu. Lýsingin setur óneitanlega svip á staðinn og kirkjan nýtur sín einstaklega vel í daufgulu ljósinu, enda fallegt hús þótt látlaust sé. Systkinin frá Ormsstöðum hafa gefið spennubreyti og tilheyrandi búnað til að tendra ljós á leiðum í kirkjugarðinum yfir jólahátíðina. Þetta er gefið til minningar um föður þeirra, Þórhali Helgason, sem hefði orðið 100 ára á þessu ári. Kvenfélag Eiðaþinghár hefur látið prenta minningarkort og skal ágóði af sölu þeirra renna til kirkj- unnar. Kortin verða fyrst um sinn a.m.k. til sölu hjá Sigríði Zophon- íasdóttur á Eiðum og í versluninni Krummafæti á Egilsstöðum. Að undanförnu hefur verið farið á heimilin í Eiðasókn og leitað eftir fjárstuðningi til lagfæringa þeirra sem standa yfir á kirkjunni og hefur þannig safnast nokkur upphæð. Sóknarnefnd þakkar öllu ofan- greindum gefendum hlýhug og stuðning. Kirkjan hefur tekið talsverðum stakkaskiptum að innan upp á síð- kastið. Klæðning í hvelfingu hefur verið endurnýjuð, veggir lagfærðir og kirkjan máluð í upprunalegum lit. Verið er að smíða nýja kirkju- bekki og eru þeir smíðaðir hjá Birkitré s.f. á Egilsstöðum. Þess er vænst að þeir verði komnir upp fyrir jól. En ýmsu er ólokið af því sem gera þarf til að kirkjan komist í það horf sem fyrirhugað er. Má þar nefna bólstrun kirkjubekkjanna, en einnig á að eikarmála þá ásamt predikunarstól, gluggum og altari. Pá þarfnast gólfið talsverðra við- gerða. Að lokum skal þess getið að sóknarnefnd Eiðakirkju hefur gefið út bækling um sögu kirkjunn- ar. Nefnist hann „Eiðakirkja eitt hundrað ára—1886-1986“. Sóknar- presturinn sr. Einar Þ. Þorsteins- son hefur tekið efni hans saman og er hann til sölu hjá sr. Einari sími 3826, Valgerði sími 3820, Þórarni sími 3833 og Halldóri sími 3831. V.K.G. Eiðakirkja. 5endum starfsmönnum oKKar og viðsKiptavinum bestu ósKir um gleðilegjól gott og farsælt Komandi ár ÞöKKum 5am5tarfið á liðnu ári. Bvúnás hf. 700 EGILSSTÖÐUM SÍMI 97-1480,97-1481 Bíla- og búvélaverkstæðið Ljósalandi Fáskrúðsfirði óskar starfsmönnum sínum og viðskiptamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir árið sem er að líða Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða. Samvinnubanki íslands hf. Útibúið Egilsstöðum Símar 97-1233 og 1423 Borgey hf. Höfn Hornafirði óskar Hornfirðingum i og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.