Austri - 18.12.1986, Page 42
42
AUSTRI
Egilsstööum, jólin 1986.
—
Texti:
Jón
Kristjánsson.
Ljósmyndir:
Margrét
Einarsdóttir.
—
JÓN KRISTJÁNSSON:
Á slóðum soldána
Tyrkland er ekki algengur áfanga-
staður þegar íslendingar feröast
erlendis, og landið er heldur fjar-
lægt í hugum manna, miðað við
það að hluti þess er í okkar heims-
álfu. Eigi að síður er það svo, að á
tímum mikilla ferðalaga þjóðar-
innar hafa margir komið til Istan-
bul, hinnar fornfrægu borgar sem
eitt sinn bar nafnið Konstantínópel
eða Mikligarður. fslendingar sem
sólbaka sig á ströndum Svartahafs-
ins í Búlgaríu og Rúmeníu, fara
gjarnan í heimsóknir þangað.
Nafn Tyrkja tengist enn í hugum
íslendinga einni mestu ógn sem
saga okkar greinir, strandhöggi
sjóræningja frá Alsír á 15. öld.
Þessir ræningjar voru þegnar veldis
Tyrkjasoldáns og höfuðborg þess
veldis var í Istanbul. Tyrkjaránið,
eru þessir atburðir kallaðir þótt
ræningjarnir sjálfir væru frá fjar-
lægu landi.
Ég dvaldist nokkra daga í Istan-
bul í nóvember vegna fundarhalda.
Þegar barst í tal fyrir ferðina
þangað hvert ferðinni væri heitið,
spurðu menn gjarnan hvort ég ætl-
aði að heimsækja hundtyrkjann.
Þctta skammaryrði virðist lifa, þótt
vafalaust liggi minna að baki en
áður.
Mér þykir rétt að biðja jólablað
Austra að geyma nokkrar línur um
þessa ferð, þótt ekki sé um ferða-
sögu að ræða eða nokkra úttekt á
landi og þjóð, enda eru ekki efni til
slíks, eftir nokkurra daga heim-
sókn.
Sögurík borg.
Ekki þarf að staldra lengi við í
Istanbul til þess að verða þess
áskynja að við erum stödd á sögu-
slóðum. Sögulegar minjar eru við
hvert fótmál, enda er borgin forn-
frægur staður. Hún var höfuðborg
hins mikla Osmannaríkis, en blóma-
skeið þess stóð í fjórar aldir, frá
1300 og fram undir 1700. Ríkið var
kennt við hershöfðingjann Osman
al Ghazi sem stofnaði sjálfstætt ríki
í Litlu-Asíu um 1300. Árið 1473
náði Múhamed II Tyrkjasoldán
Konstantínópel á sitt vald og var
hún upp frá því höfuðborg ríkisins
þar til eftir fyrri heimsstyrjöldina.
Þetta veldi náði hámarki á tímum
Suleimans II, hins dýrðlega sem
ríkti á 16. öld, eða frá árinu 1520-
1566, en eftir það tók að halla
undan fæti. Þegar veldi Osmanna
stóð sem hæst réðu þeir Balkan-
skaga, Norður-Afríku, og Egypta-
landi auk Litlu-Asíu.
Á leið af flugvellinum við Istan-
bul blasa við rústir af gömlum
borgarmúrum. Hallir eru miklar og
veglegar þegar nær dregur mið-
borginni, og moskurnar bera við
himinn. Þær minna á að við erum í
landi þar sem Múslimar ráða
ríkjum. 99% Tyrkja játa trú á
Allah og Múhamed spámann.
Yfirbragð fólks ber þetta þó ekki
með sér. Konur með blæju er afar
sjaldgæf sjón, en þó mun staða
konunnar ekki vera sambærileg og
hér. Karlmenn eru í miklum meiri-
hluta á götum borgarinnar, kon-
urnar sjást minna úti við, halda sig
inni á heimilunum meðan karlarnir
spóka sig, tefla og drekka tyrk-
Bláa moskan.
neskt kaffi á kaffihúsum. Við
komum inn á eitt slíkt í hliðargötu
í borginni og reyndum þetta lút-
sterka ketilkaffi, sem var hreint
ekki svo slæmt á bragðið.
Hér fá menn að taka myndir af
fólki óáreittir, og fleira mætti
nefna, sem bendir til vestrænna sið-
venja. Hins vegar komumst við
fljótt að því að ástæðurnar fyrir
þessu, eru framar öðru þær að
snemma á 20. öld áttu sér stað
miklar þjóðlífsbreytingar í Tyrk-
landi og áttu þær rætur að rekja til
þess að þá komst til valda herfor-
ingi sem bar nafnið Mustafa
Kemal, og tók sér síðan nafnið
Ataturk. Hann reyndist mikill leið-
togi, og stofnaði lýðveldi í Tyrk-
landi árið 1923. Hann studdist við
þjóðernishreyfingar sem vildu ekki
játast undir skilmála Bandamanna
eftir fyrri heimsstyrjöldina, og
þessi sjálfstæðisneisti dugði til þess
að sameina Litlu-Asíu og stofna
nýja höfuðborg inni í landi sem ber
nafnið Ankara. Þar eru stjórnar-
skrifstofurnar nú, og þar býr um 1/2
milljón manna.
Ataturk vann skipulega að því að
minnka þau menningaráhrif sem
trúarbrögðin höfðu á þjóðina og
taka upp evrópska hætti. Hann lét
taka upp latneskt stafróf og gregorí-
anskt tímatal, konur fengu kosn-
ingarétt og evrópskur klæðaburður
var tekinn upp. Hann lagði bann
við fjölkvæni, og verða Tyrkir nú
að láta sér nægja að vera kvæntir
einni konu, en kvennabúrin, eða
„Haremin" standa auð og tóm.
í kjölfar þessara breytinga fylgdi
evrópskur hugsunarháttur hjá
hluta þjóðarinnar, en aðrir þegnar,
einkum í dreifbýlinu voru lítt
hrifnir af þessum breytingum.
Ataturk bjó í Ankara, en hann
lést í Istanbul í nóvember 1938 í
Dolmabache höll, sem stendur við
Bosporussundið. Hann dvaldist í
þessari miklu höll, gestkomandi í
Istanbul, en í henni hafði hann
neitað að búa. Nú er þessi höll til
sýnis, en þar standa allar klukkur á
þeim tímapunkti sem þessi leiðtogi
lést. Þetta er tákn um þann hug sem
þjóðin bar til hans. Fjöldi mann-
virkja eru við hann kennd, þar á
meðal alþjóðaflugvöllurinn við Ist-
anbul. í móttökuherbergi sem við
vorum leidd inn í við komuna
þangað er stór mynd af honum og
ber yfirbragðið vott um mikla festu
sem áreiðanlega hefur ekki veitt af
í þeim þjóðfélagsátökum sem voru
í landinu.
Tyrkland nútímans.
Það rennur upp fyrir okkur við
komuna til Tyrklands að landið er
geysistórt og fjölmennt. Þjóðin
telur 51 milljón manna, þetta er
stórþjóð að mannfjölda, álíka fjöl-
menn og Bretar svo eitthvað sé haft
til viðmiðunar. í Istanbul einni búa
um 6 milljónir manna, og borgin
telst til stórborga á heimsmæli-
kvarða. Landið er tæplega átta
sinnum stærra en ísland, 780 þús-
und ferkílómetrar að flatarmáli
með 8.000 kílómetra strandlengju
að þremur höfum, Svartahafi,
Marmarahafi og Miðjarðarhafi, en
Dardanella og Bosporussund
tengja þessi höf saman.
Leiðin frá Ataturk flugvelli
liggur meðfram Bosporussundi til
miðborgarinnar. Fyrstu áhrifin eru
oft minnisstæð, og það sem mætir
auganu, þegar komið er til fram-
andi lands. Það fyrsta sem við
ökum fram hjá er herstöð, gráir
kampar og varðturnar mannaðir
vopnuðum vörðum. Við erum
minntir á það að hér eru það her-
foringjar sem ráða, þótt þjóðþing
starfi í landinu og kosningar séu
haldnar.
Næst verður manni starsýnt á
sútunarverksmiðju við veginn.
Þessi bygging er til lítillar prýði,
hrófatildur, hálfopið þar sem
skinnin hanga til þerris að því er
virðist. Verksmiðjan minnir okkur
á mikilvægan atvinnuveg í Tyrk-
landi, en það er skinnaverkunin.
Leður er mikilvæg framleiðslu- og
verslunarvara í landinu, og eru leð-
urvörur seldar í búðum fyrir svona
þriðjung af því sem slíkar vörur
kosta hérlendis. Seinna fréttum við
að til stæði að rífa þessa verk-
smiðju, og þá væntanlega að
byggja nýja.
Þá ber fyrir augu fiskmarkað á
ströndinni, þar sem fiskimenn hafa
lagt afla sinn á börur og bjóða til
sölu. Tyrkir eru fiskveiðiþjóð og
draga afla úr Svartahafi og Marm-
arahafi. Við borðuðum fisk í ferð-
inni og hann virtist ferskur og
ágætur matur, einhvers konar tún-
fiskur. Fjöldi fisktegunda er á boð-
stólum og kann ég ekki að nefna
þær allar. Markaðurinn er hins
vegar frumstæður, er undir beru
lofti á malarkambi í vegkantinum.
Þegar nálgast miðborgina þyng-
ist umferðin og nær hámarki við
brýrnar yfir Gyllta horn. Gyllta
horn er sund sem liggur út úr Bosp-
orussundi Evrópumegin og skilur
að gamla og nýja Evrópuhlutann af
Istanbul. Handan Bosporussunds
er önnur heimsálfa, Asía, en megin-
hluti landsins er í Litlu-Asíu. Ein
brú liggur á milli Evrópu og Asíu,
yfir Bosporussund.
Gamli borgarhlutinn í Istanbul
er stórmerkilegur, og þar er mikill
fjöldi merkra bygginga. Hæst ber
moskurnar, sem tróna á öllum
hæðum. Moskurnar eru bænahús
múhameðstrúarmanna og eru al-
veg einstaklega fallegar og sér-
kennilegar byggingar með miklum
hvolfþökum og fimm turnum. Ein
þeirra, Blá moskan, sem er þeirra
fegurst er með sex turnum. Mér
varð starsýnt á moskurnar þann
tíma sem ég var þarna, ekki síst á
kvöldin, þegar þær gnæfa flóðlýstar
yfir borgina. Það er kannski tím-
anna tákn að í nýja hlutanum voru
háhýsi alþjóðlegra hótelhringa á
bestu útsýnisstöðum, í gamla hlut-
anum voru moskur, í nýja hlut-
anum Hilton og Sheraton hótel og
önnur ámóta.
★ ★ ★
Maður fær fljótlega á tilfinning-
una að þjóðin búi við nokkuð
þröngan kost, og lífsbaráttan sé
hörð og óvægin í landinu. Atvinnu-
leysi er gífurlega mikið, og mill-
jónir farandverkamanna frá Tyrk-
landi leita sér að atvinnu í Vestur-
Evrópu, og í Vestur-Þýskalandi
einu er um ein og hálf milljón
Tyrkja, sem vinna þar lægst laun-
uðustustörfin. Okkurtilnokkurrar
undrunar fundum við inn á það að
heima fyrir er þetta fólk álitið vera
að gera það gott. Við fréttum það
einnig að þjóðartekjur Tyrkja eru
um 40 þúsund krónur íslenskar á
mann, svo að einhverjir hljóta að
búa við skarðan hlut, því varla er
þeim jafnt skipt á milli allra frekar
en annars staðar.
Þó er okkur sagt að efnahagur-
inn sé á uppleið, og við sjáum
merki um framkvæmdir á ýmsum
sviðum. íbúðarblokkir rísa í út-
hverfum borgarinnar, hafist er
handa um lagfæringar miðborgar-
Austfirðingar og aðrir!
Qleðilegjól
gott og farsælt komandi ár,
með þökk fyrir liðnu árin.
Mjólkurfélag
Reykjavíkur
sími 1 11 25
5endum viðskiptavinum okkar
nær og fjær,
bestu jóla- og nýársóskir.
Lifið heil.
Bifreiðaþjónusta
Borgþórs Gunnarssonar
S 1436 Egilsstöðum.