Austri


Austri - 18.12.1986, Qupperneq 47

Austri - 18.12.1986, Qupperneq 47
Egilsstöðum, jólin 1986. AUSTRI 47 er líka brostin á lamnings hríð en þó sem betur fer á eftir honum til bæjar. Það er komið kolniðamyrkur þegar hann loksins kemur heim. Hann hefur neyðst til að skilja ána með lambið eftir uppi í miðju fjalli, en hann veit að þar líður kindunum vel. Petta yrði líklega happakind, en hvað varðar hann um það, er hann ekki búinn að ákveða að hætta þessu hokri og farga öllu fénu næsta haust? Ekki færi hann að selja neinum vandalausum lambið. Pað er hvergi þurr þráður á honum, þegar hann opnar loks bæinn. En þar mætir honum þá ylur í stað kulda. Hann skilur ekkert í því. Hann hefur heldur hvergi séð ljósglætu í glugga, enda varla við því að búast. Hér í einangruninni var enginn nema hann til að tendra ljós. Eldspýtustokkurinn, sem hann er með, er orðinn gegnblaut- ur og því ónýtur, en hann á að eiga hér yfir dyrum vasaljós. Hann þreifar. Finnur ljósið. Lýsir á klukkuna. Hún er langt gengin í 8. Svo jólahelgin er byrjuð hjá flestum kristnum mönnum, hugsar hann, meðan hann klæðir sig úr rennvotum spjörunum. En fyrir hann myndi best þó hátíð væri, að drífa sig strax í rúmið og láta sér hlýna. Hann hafði heldur enga matarlyst. Hann veit líka að hann þarf að fara fljótt morguninn eftir eftir ánni og lambinu. En hvernig stendur á að það er svona notalegur ylur í bænum? Enginn gat hafa ylað hann upp. Hann gat ekki greint nein hjólför eftir farartæki, eða spor í snjónum úti eða í hliðinu. Svo myndi enginn, sem hann þekkti, fara að kveikja upp í elda- vélinni til að yla upp bæinn fyrir hann. Nei, enginn. En ólýsanleg forvitni grípur hann um leið og hann gengur framhjá eldhúsdyrunum á leið til svefnhúss. Honum finnst að hann verði að líta þar inn. Og þar mætir honum þá emn meiri ylur og ang- andi hangiketslykt líka. Hann grípur í dyrakarminn, er nærri dottinn, hefur fengið svo sáran sviða yfir höfuðið, en hann harkar af sér og virðir herbergið fyrir sér. Sér að á borðinu, í kertastjaka sem hann á og ekki hefur verið notaður í 5 ár, logar á fallegu kerti. Jóla- kerti. Það stendur á kertinu Gleði- leg jól. Það er svo stutt síðan kveikt hefur verið á því að enn sjást staf- irnir vel á kertinu, það er svo lítið brunnið enn. En þarna inni er enginn maður sjáanlegur og þarna inni er svo hlýtt að hann verður að setjast og horfa á þetta fallega kerti. Og hann situr hljóður, horfir aðeins á kertið í stjakanum. Reynir að átta sig á þessu, en skilur þó ekkert í neinu, dettur helst í hug að hann sé dauð- ur, minnir að hann hafi verið að hrapa. Og hann snýr baki í dyrnar, heyrir ekki að hurðin er opnuð hljóðlega, finnur bara að barns- handleggir eru lagðir um háls honum og Lilla segir biðjandi röddu. „Megum við mamma vera hjáþérum jólin, pabbi?“ Hún segir pabbi, já pabbi, en hvað það orð hljómar unaðslega. Orðið pabbi hefur ekki verið sagt við hann í 5 löng ár. Það höfðu alltaf verið svo margir í réttinni í þorpinu er Lilla hafði heimsótt hann. Hún hafði virst vera feimin að kalla hann, sveitabóndann, pabba svo fjöldi manns heyrði. „Já, auðvitað megið þið það elskan mín,“ segir hann og snýr sér að Lillu. En þá tekur hann eftir hvar konan stendur í dyrunum og hún er mikið horaðri og fölari en hann hefði trúað að hún gæti orðið. Og þá man hann það. Hann hefur lengi ætlað að segja nokkur orð við hana, já orð í fullri alvöru. En hún verður fyrri til að ávarpa hann. Segir hikandi, hún talar orðið hægar, en hún hafði gert er hún dvaldi hér. „Það er svo kalt í húsinu okkar í þorpinu Steinn, en mig langar svo til að Lilla eigi nota- leg jól núna, þetta verða síðustu jólin hennar áður en hún byrjar í skólanum, hvar sem það nú verður." „Það hefur nú verið kalt hérna síðustu 5 árin á jólum Sólveig. Ég svaf illa í nótt vegna kvíða við að koma að bænum köldum og kannski þó mest vegna þess að ég gerði mér óljósa grein fyrir því að í kvöld er aðfangadagskvöld. Ég var þó hættur að trúa að jólin ættu eftir að koma til mín.“ „Ég kom með jólin til þín pabbi,“ segir Lilla. „Já, þið komið með jólin til mín,“ svarar hann. Sér að konan brosir. Hann hefur lagt svo mikla áherslu á orðið „þið“, sagði ekki „þú Lilla.“ „Ég verð að fara koma mér í fötin“, segir hann fljótmæltur og fyrirverður sig nú fyrir að hann situr hér aðeins á nærbuxum ein- um, hefur ekki átt von á neinum í bæinn. „Já, það er orðið framorðið", segir konan. „Ég legg á borðið á meðan, ég sauð hangiketið sem þú sendir henni Lillu í haust,“ langar að segja „okkur Lillu", en þorir það ekki. Um leið og hann lokar hurðinni, veitir hann því eftirtekt að konan er í brúðarkjólnum, sem hangið hefur inni í skáp hjá honum. Lilla hafði aldrei beðið hann að koma með hann til þorpsins eins og hin fötin, er eftir höfðu orðið er þær fluttu til þorpsins. En nú fór kjóll- inn henni ekki eins vel og hann hafði gert er þau giftust. Hann var alltof víður. Hann tekur sparifötin fram úr skáp. Þau eru að vísu rykuð, búin að hanga þar óhreyfð í 5 ár, en sem betur fer er enn hnútur á slaufunni. Hann hefur aldrei komist upp á lag með að hnýta tvöfaldan hnút. Þau eru frekar dauf við borðið. Segja fátt, finna engin orð sem við eiga. En Lilla er kát. Henni hefur aldrei liðið svona vel á jólum síðan hún man eftir. Það er svo gaman að hafa þau bæði hjá sér, mömmu og pabba. Hún hefur ekki gert sér grein fyrir því áður, hvað það er unaðsleg tilfinning. Hún er líka orðin það gömul núna og hún hefur verið hálf feimin við pabba, þekkir hann svo lítið. En nú er hún ekkert feimin við hann lengur, en hann er hálf vandræðalegur að sjá. Hann langar til þess að þau setjist inn í stofu, en hann veit að það er ekki hægt. Þar hefur hann ekki tekið til lengi, nei kannski ekki í mörg ár. Hann man það ekki veit bara að þar er fullt af ryki og drasli, já blöðum, kulda og ryki. „Sjáðu pabbi“, segir Lilla og réttir honum hendina og hann finnur að hún hefur netta hönd eins og móðir hennar, ekki eins og hans stóru hönd. „Sjáðu hvað stofan er orðin fín.“ „Þú verður að fyrirgefa mér, Steinn. Lilla vildi endilega taka jólapakkana upp inni í stofu, svo ég tók þar til. Ég kveikti líka á Aladinlampanum og setti einn kolamola í ofninn svo ekki setti að þér eftir gönguna í heiðinni. Ég veit hvað erfitt getur verið að smala þar. Er Kristínarkíllinn ekki á sterkum ís núna?“ „Nei, hann er þurr núna,“ segir hann, „en ég ætti nú víst mikið frekar að þakka ykkur hugulsem- ina við mig, en þið að biðja mig fyrirgefningar." Og hann beygir sig niður, kyssir Lillu á kollinn og hún leggur báðar hendur um háls hans svo hann finnur hugljúfar kenndir streyma um allar sínar taugar. Konan stendur brosandi hljóð hjá. Þessa sjón hefur hana lengi dreymt og þráð að fá að sjá, en ekki þorað að vonast eftir slíkri ham- ingju. Henni finnst líka að hún eigi ekki skilið að fá að sjá svona sjón. Ætli hann sé ekki svona glaður bara vegna komu Lillu, hugsar hún og svipur hennar daprast. Hann sér að dimmir og daprast yfir svip konunnar. Hann veit þó ekkert hvað hann á við hana að segja og hann minnist þess ekki að hafa verið feiminn við hana fyrr. Konan sækir fallega kertastjak- ann og setur hann á kommóðu er stendur undir glugganum, svo raðar hún jólapökkunum kringum stjakann, jólatré er hér ekkert. „Þú verður að lesa á pakkana pabbi, þú ert húsbóndi hér,“ segir Lilla. „Ég,“ segir hann lágt, lítur til konunnar rétt eins og hann vænti hjálpar frá henni, en hún situr hljóð, horfir í gaupnir sér, segir ekkert. Svo hann færir sig að kommóðunni, setur upp lesgler- augu og fer að lesa. „Til Lillu frænku, frá Sollu móð- ursystur.“ Hann les lágt en skýrt, réttir eigendunum pakkana j afnóð- um. Pakkarnir eru aðeins fimm, þrír til Lillu. Einn frá mömmu, annar frá pabba. Pakkarnir frá þeim eru ekki saman. Og svo gaf Solla, frænka Lillu, henni alltaf konfektpakka um jólin. Svo voru pakkar frá Lillu, til pabba og mömmu. Hún keypti þessar gjafir fyrir peningana sem hún fékk fyrir lömbin undan henni Flekku, sem pabbi hennar hefur alltaf fóðrað fyrir hana, en Flekka er nú orðin 9 vetra. Þegar allir hafa skoðað pakkana og Lilla er búin að kyssa báða for- eldra sína, segir hún. „Má ég ekki hella upp á kaffi handa ykkur, mig langar að vera ein litla stund? Þið getið setið hér saman á meðan.“ Hún er að verða 8 ára og farin að skilja svolítið í lífinu, þótt ung sé. Viðskiptavinum okkar íjær og nær sendum við hugheilar óskir um gleðileg jól i og farsælt komandi ár. h Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Svavar og Kolbrún Vöruflutningar Egilsstöðum Sími1193 Gleðileg jól gott og farsælt nýár þökkum viðskiptin á liðnu ári RAFMAGNSVERKSTÆÐI Bjarna Garðarssonar Langa stund sitja þau hljóð, stel- ast til að líta hvort á annað. Þau eru feimin, eða er það eitthvað annað sem að þeim gengur? Bæði vita þau að Lilla hefur skilið þau hér eftir ein saman í vissum tilgangi og þau mega ekki valda henni vonbrigð- um, ekki í kvöld. Það er konan sem að lokum rýfur þögnina, þessa erfiðu þögn. Hún segir um leið og hún fer með hend- ina niður á milli brjósta sinna, tekur þar upp litla öskju. „Ég er hérna með gjöf til þín Steinn. Ég þorði ekki að hafa hana með jóla- gjöfunum, vissi ekki hvernig þér myndi falla að Lilla sæi gjöfina. Viltu gera það fyrir mig Steinn að þiggja þessa gjöf? Ég veit það þó vel að ég á ekkert gott skilið af þér. Ég var auðtrúa vesalingur." Reyðarfirði Tangi hf. og Kolbeinstangi Hún gengur yfir að stólnum til hans, réttir honum litla öskju, vafða f jólapappír, en á henni stendur skrifað nettri hendi. „Til Steins.“ Ekkert frá hverjum. Honum er alveg varnað máls, getur ekkert sagt, ekkert á hann til að gefa henni. Hann rífur upp böggulinn, upp úr honum kemur fallegt úr. „Svo þú hefur frétt að ég eyðilagði úrið mitt í haust,“ segir hann og brosir til konunnar. Hann veit þó að það eru engar þakkir. Ekki fyrir jólagjöf, svo hann rís upp tekur konuna í faðminn, segir, leggur þunga áherslu á hvert orð. „Ég á ekkert til að gefa þér nema koss. En þeim kossi fylgir fyrir- gefning mín, því ég veit að þú telur mig eiga þér svo mikið að fyrir- gefa.“ „Þetta er besta jólagjöfin sem hægt var að gefa mér,“ segir konan klökk og þrýstir sér fast inn í faðm mannsins. „Já og besta jólagjöfin mín,“ segir Lilla brosandi, en hún hafði laumast inn án þess að þau yrðu þess vör. Endir. Vopnafirði Senda starfsfólki sínu félagsmönnum og viðskiptavinum bestu óskir um gleðileg jól gott og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.