Fréttablaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 8
 Árið 2007 voru 1.283 legurými á Íslandi en eru nú 1.009. GALLERÍ KÚNST TIL SÖLU Af sérstökum ástæðum, (veikindi) er til sölu frábært tækifæri til eigin reksturs. Gallerí Kúnst ehf. er til sölu ásamt öllum lager list- muna, fasteignum, tólum og tækjum. Meðal eigna er glæsilegt einbýlishús (330 m2) á stórri lóð með mikla möguleika á einum besta stað í Garðabæ. Skjólsælt og ,,prívat‘‘, hlaðið alls konar listmunum og húsgögnum sem fylgja að mestu leiti. Skemmtilegt tækifæri fyrir fagurkera. Mercedes Bens jeppi ekinn 180 þ. km. Stór listmunalager, til- búinn í jólasöluna. Heildarverðmæti áætlað 285 milljónir. Miklir möguleikar: * Umboðssala fyrir hugvitsfólk og listamenn Allar nánari upplýsingar í síma 861 6660, Jóhann eða um netfangið j j j j@simnet.is Það eru miklir peningar í listinni. * Heildsala, smásala * Inn- og útflutningur * Vefverslun * Uppboðshald * Sölusýningar * Kaffihús o.m.fl. * Jólasalan framundan Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2021 Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2021 verður dagana 1.- 30. nóvember nk. Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 514 7500 eða með því að svara tölvupósti sem sendur er á netfangið innritun@mms.is Starfsfólk Menntamálastofnunar Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2021 Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2021 verður dagana 1.-30. nóvember nk. Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæ t fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 514 7500 eða með því að svara tölvupósti sem sendur er á netfangið innritun@mms.is Starfsfólk Menntamálastofnunar SKAFTÁRHREPPUR „Þetta er bara grafalvarlegt mál fyrir innviðina okkar,“ sagði Eva Björk Harðar- dóttir, oddviti Skaftárhrepps á sveitarstjórnarfundi á fimmtudag þar sem rætt var um yfirvofandi lokun talsímakerfis um koparlínu. Að því er fram kom í máli Söndru Brár Jóhannsdóttur sveitarstjóra á fundi um, verða fjarskipti um koparlínur af lögð í Skaftárhreppi eftir þrjár vikur, þann 1. nóvember næstkomandi. Eva Björk rifjaði upp að Skaftár- hreppur hefði fyrir tæpu ári síðan sent Póst- og fjarskiptastofnun bréf og óskað svara en þau hafi ekki enn borist. Kvað hún áhyggjuraddir heyrast víða úr sveitarfélaginu og nefndi Skaftártungu sérstaklega. „Fólk náttúrlega telur að þetta sé veruleg skerðing á fjarskiptasam- bandi í sveitarfélaginu. Sérstaklega þar sem að við eigum náttúruvá yfir höfðum okkar alla tíð, alltaf,“ sagði oddvitinn á fundinum sem fór fram í gegn um fjarfundabúnað. Að því er Eva Björk sagði þarf ávallt að vera gott fjarskiptasam- band í Skaftárhreppi og kopar- línurnar séu það öruggasta sem fólk þar hafi í dag. Nú sé spurn- ing um að krefjast svara um það hvernig Póst- og fjarskiptastofnun hyggist leysa málið. Sandra Brá sagði að fram hefði komið í fréttum að Póst- og fjar- skiptastofnun væri í samstarfi við Neyðarlínuna að búa svo um hnútana að fjarskiptasamband yrði tryggt á þeim stöðum sem þurfa að reiða sig eingöngu á koparlínuna. Þau vildu þá hins vegar fá á hreint hvort Neyðarlínan hafi sett upp aukarafstöð við alla senda. „Eru þeir tilbúnir að klippa á? Það eru í raun upplýsingar sem við höfum ekki fengið – og engar upplýsingar um þetta,“ undirstrikaði sveitar- stjórinn. Á fundinum samþykkti sveitar- stjórnin síðan einróma bókun þar sem segir að með tilliti til mögulegr- ar náttúruvár sé mjög mikilvægt að tryggja öruggar fjarskiptaleiðir í Skaftárhreppi. „Ljóst er að tryggt fjarskiptasam- band í gegnum ljósleiðara eða fjar- skiptasenda er ekki til staðar í öllu sveitarfélaginu. Sveitarstjórn ítrek- ar því ósk eftir upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun og Neyð- arlínunni um hvernig stofnanirnar hyggjast tryggja fjarskiptasamband á svæðinu eftir að koparlína hefur verið aflögð,“ bókaði sveitarstjórn Skaftárhrepps. Sandra Brá sveitarstjóri segir um stöðuna við Fréttablaðið að lagt hafi verið fyrir ljósleiðara á svæðinu, en eftir sé að draga í línur og tengja bæi. Áhyggjur heimamanna snúi meðal annars að því að þótt ljós- leiðarasamband komist á detti það út í rafmagnsleysi og þá sé spurn- ing hvort fjarskiptasendar búi yfir nægu varaafli til að anna nauðsyn- legum fjarskiptum. Fréttablaðið hugðist afla svara frá Póst- og fjarskiptastofnun í gær, en þar var ekki svarað í síma og ekki bárust viðbrögð við tölvupósti. gar@frettabladid.is Fjarskipti verði ótrygg er koparlínur hverfa Leggja á af koparlínur fyrir fjarskipti í Skaftárhreppi 1. nóvember. Sveitar- stjórnin óttast að fjarskiptaleiðir verði þá ekki tryggðar, því samband um ljósleiðara eða senda verði ekki öruggt. „Grafalvarlegt mál,“ segir oddvitinn. Fólk náttúrlega telur að þetta sé veruleg skerðing á fjar- skiptasambandi í sveitar- félaginu. Eva Björk Harðar- dóttir, oddviti Skaftárhrepps Náttúröflin geta verið skæð eins og í Skaftárhlaupinu 2015 og fólk vill örugg fjarskipti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM COVID -19 „Þetta myndi senni- lega varða sóttvarnalög ef hann væri búsettur á Íslandi,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smit- sjúkdómadeild Landspítalans, um Donald Trump, forseta Bandaríkj- anna. Trump greindist með COVID-19 þann 2. október síðastliðinn og var í kjölfarið lagður inn á sjúkrahús þar sem hann fékk meðal annars súrefnis- og lyfjagjöf. Forsetinn var útskrifaður af sjúkrahúsi 5. október og sagðist aldrei hafa verið betri. Í fyrradag greindi hann þá frá því í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox að hann hygðist halda fund með stuðningsmönnum sínum í kvöld. Már segist eiga erfitt með að meta ástand forsetans einungis í gegnum fréttaflutning, en segir margt benda til þess að Trump hafi fengið meðal væg eða alvarleg einkenni COVID- 19. „Það liggur fyrir að hann hafi farið á sjúkrahús og fengið súrefni þannig að hann var ekki einkenna- laus.“ Þá bendir hann á að meginþorri þeirra sem smitist af sjúkdómnum fái engin eða lítil einkenni, en um 15 prósent þeirra sem smitist geti orðið alvarlega veikir, þar spili áhættu- þættir líkt og aldur, undirliggjandi sjúkdómar og of þyngd inn í. „Nú veit ég ekkert um forseta Banda- ríkjanna nema það sem maður sér og það er klárt að hann er aldraður og hann er svona í rúmum holdum, þannig að hann er líklega með tvo áhættuþætti,“ segir Már. „Samkvæmt þeim skilmerkjum sem við vinnum eftir hér á landi þá væri hann ekki laus úr einangrun, í fyrsta lagi veit ég ekki hvort hann sé læknaður og í öðru lagi myndum við ekki telja öruggt að hann væri ekki smitandi,“ segir Már. – bdj Trump bryti sóttvarnalög Það liggur fyrir að hann hafi farið á sjúkrahús og fengið súrefni þannig að hann var ekki ein- kennalaus Már Kristjánsson, yfirlæknir H E I L B R I G Ð I S M Á L Leg u r ý mu m íslenskra heilbrigðisstofnana hefur fækkað umtalsvert frá árinu 2007. Úr 1.283 í 1.009. Fækkunin er meiri þegar litið er til íbúafjölgunar. Eru rýmin nú 297 á hverja 100 þúsund íbúa en voru í upphafi mælinga 412. Kemur þetta fram í tölum Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusam- bandsins. Hefur þeim fækkað jafnt og þétt, en Ísland er meðal þeirra landa álfunnar sem hafa hvað fæst legu- rými ásamt Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi og Spáni. Meðal þeirra þjóða sem hafa f lest legurými má nefna Rúmena, Búlgari, Frakka og Austurríkismenn. Alls hefur legurýmum fækkað í álfunni, eða um 60 rými á hverja 100 þúsund að meðaltali frá árinu 2007. Þetta er þó ekki einfaldur mælikvarði á skerta þjónustu, því heilbrigðisþjónusta hefur að stórum hluta þróast í átt að göngu- deildarþjónustu. Upp hefur þó komið sú staða að rúmliggjandi sjúklingar hafi þurft að dveljast á göngum vegna skorts á plássi. Á Íslandi hefur legurýmum geð- deildar fækkað úr 59 í 37 á hverja 100 þúsund íbúa frá árinu 2007. Langlegusjúkrahúsrýmum fækkaði úr 52 í 35 og endurhæfingarlegu- rýmum úr 25 í 18. – khg Legurýmum fækkað umtalsvert hérlendis Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.