Fréttablaðið - 10.10.2020, Side 26

Fréttablaðið - 10.10.2020, Side 26
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Hlín Ósk hefur rekið lítið skartgripafyrirtæki Óska-bönd-ÓSK í 10 ár ásamt fjölskyldu sinni. Á þessum árum hefur vörulínan stækkað mikið og margar konur þekkja orðið vöru- merkið og eiga sitt óskaband. Hlín Ósk opnaði vefverslun fyrir fjórum árum og hefur hún sömuleiðis vaxið og dafnað vel, enda hefur vöruúrvalið aukist mjög mikið. Féll fyrir orkusteinum Hlín Ósk segist hafa verið um tví- tugt þegar hún fór að búa til eyrna- lokka en þá voru stórir lokkar mikið í tísku og eftirspurn eftir þeim. „Ég fann fyrir eftirspurninni og fór að selja lokkana,“ segir hún. „Ég hef alla tíð haft mikla þörf fyrir að skapa eitthvað með höndunum. Sömuleiðis hef ég unnið töluvert úr keramik og gleri, allt frá skarti upp í matarstell. Eftir að ég kynnt- ist orkusteinunum hefur það hrá- efni átt hug minn allan og því verið uppistaðan í Óskaböndunum. Mér finnst orkusteinar bæði alveg of boðslega fallegir og fjölbreyttir og svo trúi ég að þeir hafi jákvæð áhrif á okkur mannfólkið,“ segir Hlín Ósk, en skartgripir hennar eru gerðir úr eðalorkusteinum, Swarovsky-kristöllum, sterling, silfri, eðalmálmum, hrauni og stáli. „Þetta eru tímalausar ger- semar sem gefa orku og fegurð,“ útskýrir hún. Fjölskyldan hjálpast að Óskabönd er lítið fjölskyldufyrir- tæki og Hlín Ósk segir að flestir fjölskyldumeðlimir séu virkjaðir á einhvern hátt. „Ég á mörg börn og hafa þau flest hjálpað mér á ein- hvern hátt í starfseminni. Stelp- urnar mínar hafa verið fyrirsætur og aðstoðað við framleiðsluna, tengdadóttir mín hefur líka verið í fyrirsætustörfum hjá mér, en ég legg alltaf mikið upp úr því að hafa fallegar myndir. Ég lét útbúa glæsilegan bækling sem fylgir með öllum gersemunum. Sonur minn hefur einmitt hjálpað með tækni- málin og heimasíðuna. Mér finnst mikilvægt að halda úti góðri vef- verslun en það er heilmikil vinna á bak við hana.“ Glæsilegar gjafir Á heimasíðunni má skoða úrvalið sem Hlín Ósk býður upp á, en skartgripir hennar eru frábærir til gjafa. Hún leggur líka mikið upp úr því að hafa glæsilegar og vandaðar gjafaumbúðir sem gleðja þann sem fær gjöfina. „Það er svo mikið upplifun að fá fallega gjöf og ekki er minna ánægjulegt þegar hún inniheldur gersemar,“ segir Hlín Ósk og bætir við að vöruúrvalið sé orðið mjög mikið og alltaf að bætast eitthvað nýtt við. „Við erum með margar týpur af armböndum, hálsmenum, hringum og eyrna- lokkum. Vinsælustu vörurnar eru orkusteinaarmböndin og orku- steinafestarnar, ásamt fíngerðum keðjum í mörgum útfærslum bæði stuttum og síðum. Ég er mjög hrifin af skarti sem hægt er að nota á mismunandi vegu, eins og til dæmis stuttum festum sem einnig er hægt að vefja tvisvar um úln- liðinn og nota sem armband.“ Þegar Hlín Ósk er spurð hvaðan hún fái innblástur fyrir sköpun sína og handverk, svarar hún: „Innblásturinn kemur aðallega frá þessari þörf minni og áhuga á að skapa og búa til með höndunum. Sköpunargleðin og ánægjan sem felst í því að sjá gersemarnar fullskapaðar veitir mér mikinn innblástur, einnig þykir mér alltaf jafn vænt um þegar kúnni kemur til mín og verslar aftur og aftur og er ánægður með þjónustuna og vöruna, það gefur mér mjög mikið,“ segir hún. Skartgripir breyta kjólnum Hlín Ósk hefur alla tíð haft mikinn áhuga á hönnun og fallegum hlutum og finnst fylgihlutir og skart geta breytt svo miklu. „Ætli fallegt skart og skór séu ekki í mestu uppáhaldi hjá mér. Kona getur til dæmis breytt einföldum svörtum kjól svo mikið bara með því að bera við hann fallega háls- festi. Hann verður sem nýr kjóll með flottri hálsfesti, þess vegna geta skartgripir hjálpað til að gera fataskápinn miklu meira spenn- andi og fjölbreyttari. Allar konur elska að fá fallegan skartgrip að gjöf og ekki er verra ef honum fylgir orka,“ segir Hlín. „Það er líka gaman að geta þess að Óskabönd hafa frá upphafi lagt baráttunni gegn brjóstakrabbameini lið með því að styrkja Bleiku slaufuna. Með hverju armbandi fer hluti til Krabbameinsfélagsins í október og mér þykir það alltaf svo ótrúlega gleðilegt þegar ég get fært félaginu afraksturinn sem hlýst af þessu framtaki,“ segir Hlín Ósk. Glæsilegar hálsfestar, hringir og armbönd. Falleg armbönd með orkusteinum sem hafa verið mjög eftirsótt, tilvalin í jólapakkann eða sem tækifærisgjöf. Glæsileg gjöf sem er afhent í fallegum gjafaumbúðum. Í tilefni 10 ára afmælis Óskabanda verða ýmis afsláttartilboð í vefverslun á oskabond.is sem gilda út október. Öllum kaupum yfir 10 þúsund fylgir glaðningur í vefverslun. Skartgripirnir frá Óska- böndum fást í nokkrum verslunum og hafa verið mjög vinsælir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Óskabönd bjóða upp á margvíslega skartgripi, armbönd, hringi, háls- festar og eyrnalokka. Óskabönd fást í nokkrum fal- legum verslunum og auðvitað er Óskabönd bæði á Facebook og Instagram. Sölustaðir n Maí, Garðatorgi, Garðabæ. n Kona, tískuverslun, 2. hæð, Firði í Hafnarfirði. n RYK, íslensk hönnun, Bæjarlind í Kópavogi. n Heimadecor, Vestmannaeyjum. n Verslunin Kista, Hofi, Akureyri. n Vinnustofa/verslun, Þrúðsalir 17 í Kópavogi. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.