Fréttablaðið - 10.10.2020, Síða 76
Lífið í
vikunni
04.10.20-
10.10.20
VIÐ ÆTLUÐUM AÐ
HAFA HÉRNA HEIL-
MIKLA VEISLU MEÐ ÖLLUM SEM
HAFA STUTT VIÐ HÚSIÐ OG
STARFAÐ HÉRNA EN ÞAÐ
VERÐUR AÐ BÍÐA BETRI TÍMA.
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is
FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@
frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
DALBY
hægindastóll
með skemli
Nettur og fallegur hægindastóll úr svörtu PU-leðri ásamt
skammeli, á frábæru verði. Fáanlegur bæði með krómuðum
fæti eða svörtum. Stærð: 125 x 72 H: 108 cm.
Fullt verð: 59.900 kr.
Aðeins 41.930 kr.
Við eigum afmæli
og nú er veisla
Láttu drauminn rætast
SENDUM
FRÍTT
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
Við sendum þér vörurnar frítt hvort sem
þú kaupir á dorma.is eða í DORMA-verslun
Nature’s REST LUXURY
heilsurúm með Classic botni
• Svæðaskipt poka-
gormakerfi (20 cm háir)
• 5 misjöfn lög af svampi
• Sterkur botn
• 320 gormar á m2
• Góðar kantstyrkingar
Val um svart eða hvítt PU leður
eða grátt áklæði á Classic botni.
Verðdæmi á Nature’s Rest Luxury með Classic botni og fótum:
90 x 200 cm. Fullt verð: 69.900 Aðeins 55.920 kr.
160 x 200 cm. Fullt verð: 99.900 Aðeins 79.920 kr.
30%
AFSLÁTTUR
AFMÆLIS
20%
AFSLÁTTUR
AFMÆLIS
ÆVINTÝRI UM SVEFN
Bókin Svefnfiðrildin eftir Erlu
Björnsdóttur er komin út. Í henni
fléttar hún fræðslu um svefn fyrir
börn og fullorðna inn í skemmtilegt
ævintýri um hina fjörugu Sunnu.
SÝNIR Á FORRÉTTABARNUM
Sýning listamannsins Arons Levís
Beck, Slökum á, stendur nú yfir á
Forréttabarnum. Hann segir mikil-
vægt að temja sér jákvætt hugarfar
á þessum fordæmalausu tímum.
FANN ENGA KRIMMA
Í PÓLITÍKINNI
Katrín Júlíusdóttir hefur gengist
við sínum fyrstu skrefum á glæpa-
brautinni með spennusögunni
Sykri. Ólíkt því sem freistandi væri
að ætla sækir
hún lítinn
innblástur
í fjármála-
heiminn
og fyrri
störf í
stjórnmál-
unum.
JOHN LENNON HEFÐI
ORÐIÐ ÁTTRÆÐUR Í GÆR
Andrea Jónsdóttir segir minn-
inguna um John Lennon aldrei hafa
verið heimsbyggðinni jafn mikil-
væga og núna. Bítillinn hefði orðið
áttatíu ára í
dag hefði
hann
lifað.
Væri allt sem vera ber hefði verið glatt á hjalla í Tjarnarbíó í gær þegar tíu ár voru liðin frá því að menningarstarf
hófst af fullum krafti þegar húsið
var opnað á ný eftir gagngerar
endurbætur.
„Það náttúrlega stóð til að fagna
þessum tímamótum almennilega
en það er náttúrlega augljóst að það
er ekki í boði í augnablikinu og við
verðum bara að fagna síðar,“ segir
Friðrik Friðriksson, framkvæmda-
stjóri Tjarnarbíós.
Þótt dökkt sé yfir menningarlíf-
inu þessa mánuðina segir Friðrik
starfsemina hafa verið blómlega
frá enduropnuninni fyrir áratug.
„Sagan er náttúrlega töluvert lengri
og nær alveg aftur til 1913 þegar
þetta var íshús og svo kvikmynda-
hús sem var svo hægt og rólega í
gegnum áratugina lagt undir sviðs-
listina,“ segir Friðrik.
Baráttan byrjaði á síðustu öld
Friðrik segir baráttuna fyrir því
að taka húsið í gegn og breyta því
þannig að það þjónaði betur sjálf-
stæðum atvinnusviðslistahópum
hafa tekið sinn tíma. „Aðdrag-
andinn var töluvert langur og mig
minnir að það hafi verið eitthvað í
kringum 1996 að það var byrjað að
ræða þessa þörf fyrir húsnæði fyrir
sjálfstætt starfandi sviðslistafólk.
Umræðan byrjar sem sagt á síðustu
öld.“
Það var svo á árunum 2006 og
2007 sem hreyfing komst á málið
en þá reyndist hrunið handan við
hornið og það setti vitaskuld stórt
strik í reikninginn.
„Endurbætur stóðu svolítið
lengur en áætlað var þegar hrunið
verður 2008 en þetta hafðist og
Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri,
opnaði húsið 1. október 2010.“ Frið-
rik segir að það hafi komist dálítil
hreyfing á málið með Besta flokkn-
um en það hafi komið í hans hlut að
fylgja málinu eftir og í höfn.
Nokkrir forverar Jóns á borgar-
stjórastóli hafi þó látið sig Tjarnar-
bíó varða og því megi tala um að frá
byrjun hafi ríkt þverpólitísk sátt
um verkefnið.
„Þannig að þetta er samstillt átak
allra sem voru þá við stjórnvölinn
og þá ekki síst allra þeirra sem hafa
setið hérna í alls konar stjórnunar-
störfum og barist fyrir húsinu. Það
er dágóður hópur. Öll senan í raun-
inni,“ segir Friðrik og bætir við að
saga síðustu tíu ára sýni og sanni að
þörfin fyrir húsið hafi verið mikil.
Stöðugur vöxtur
„Vöxturinn hefur enda verið gríðar-
legur á undanförnum tíu árum.
Fyrst um sinn þurfti að greiða leigu
til borgarinnar og annað sem svona
menningarrekstur gat ekki staðið
undir. Það er ekki fyrr en í lok árs-
ins 2013 að það fæst styrkur til
rekstrarins og leigan er felld niður
og þá fer þetta á f lug aftur og síðan
hefur verið stöðugur vöxtur með
fjölgun áhorfenda og verkefna,“
segir Friðrik og bendir á að Grímu-
tilnefningar, áhorfendafjöldinn og
margt annað í þeim dúr sýni fram á
hversu blómlegur reksturinn hefur
verið.
„Við höfum þraukað núna síðustu
mánuði en það er orðið erfiðara og
við erum á síðustu dropunum hérna
þannig að ég veit ekki hvað gerist í
kjölfarið,“ segir Friðrik.
„Við bara eins og allir vonum að
þetta gangi yfir og við getum aftur
farið að eiga einhvers konar eðlilegt
líf. En við ætlum nú kannski ekki að
láta þetta skyggja á þessi tímamót
þótt við getum ekki haldið upp á
þau. Við ætluðum að hafa hérna
heilmikla veislu með öllum sem
hafa stutt við húsið og starfað hérna
en það verður að bíða betri tíma.“
Rafræn hátíðarhöld eru því látin
duga í bili og Tjarnarbíó hefur látið
taka saman myndskeið, litla stiklu,
með yfirliti yfir verkin sem hafa
lifnað við á sviðinu undanfarin tíu
ár og nálgast má meðal annars á
heima- og Facebook-síðu hússins.
„Þessu verður að fagna og við
gerum það á samfélagsmiðlum og
okkar í millum og það er vonandi
að áhorfendur sem hafa stutt okkur
í gegnum árin taki þátt í þessum
fögnuði með okkur á netinu.“
toti@frettabladid.is
Tíu góð ár í Tjarnarbíó
Sjálfstæða sviðslistasenan hefur vaxið og dafnað í endurreistu
Tjarnarbíói í tíu ár en almennileg hátíðarhöld bíða betri tíma.
Friðrik Friðriksson og hans fólk stendur á ánægjulegum tímamótum á erfiðum tímum og fagnar tíu góðum árum í
endurreistu Tjarnarbíó á samfélagsmiðlum þangað til hægt verður að blása til alvöru veislu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R44 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð