Fréttablaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 10
Í greininni er harðlega gagnrýnt að nánast öll heimsbyggðin hafi fylgt því fordæmi sem Kínverjar settu um sóttvarnaaðgerðir sínar í Wuhan. Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík Sími 569-6000 - www.os.is Ársfundur Orkustofnunar 2020 sendur út á www.os.is 15. október 14:00 - 16:30 D A G S K R Á 13:45 Mæting 14:00 Ávarp ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir 14:15 Ávarp orkumálastjóra Dr. Guðni A. Jóhannesson 14:30 Vetnishagkerfi – möguleikar á samstarfi Íslands og Þýskalands? Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands á Íslandi 15:00 Langtíma orkustefna fyrir Ísland Guðrún Sævarsdóttir, dósent við HR og formaður starfshóps um mótun orkustefnu 15:20 Kaffihlé 15:30 Orkuöryggi í tvær áttir Lennard Bernrann, meistari í rafeindaverkfræði og ráðgjafi, Svíþjóð 15:50 Raforkuöryggi á heildsölumarkaði Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og formaður starfshóps um raforkuöryggi á heildsölumarkaði 16:05 Orkuskipti í samgöngum Jón Ásgeir H. Þorvaldsson, sérfræðingur og Anna L. Oddsdóttir, sérfræðingur, jarðhitanýting, orkuskipti, Orkustofnun 16:20 Fundarlok Fundarstjóri: Baldur Pétursson, verkefnastjóri fjölþjóðleg verkefni og kynningar, Orkustofnun Fundurinn verður einungis á www.os.is Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Loftslagsviðurkenning Reykjavíkurborgar og Festu – tilnefningar óskast Leitað er eftir tilnefningum um fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklinga vegna loftslagsviðurkenningar. Tilnefningarnar geta verið frá aðilunum sjálfum eða öðrum. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Tillögur þurfa að berast fyrir 27. október 2020 merktar „Loftslagsviðurkenning 2020“ á netfangið usk@reykjavik.is eða með pósti til Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12–14, 105 Reykjavík. Óskað er eftir rökstuðningi með tilnefningunni og bent er á að hægt er að styðjast við eyðublað sem finna má á reykjavik.is/loftslagsvidurkenning, en þar má einnig nálgast frekari upplýsingar. Loftslagsviðurkenningin verður afhent á loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu þann 27. nóvember 2020. COVID-19 Þótt COVID-19 sé fyrst og fremst líkamlegur sjúkdómur, er hann líka plága sem lagst hefur á framkvæmd lýðræðis, mannrétt- indavernd og vandaða stjórnar- hætti,“ að mati tveggja prófessora við lagadeild Háskólans í Hong Kong. Í greininni fjalla fræðimenn- irnir Stephen Thomson og Eric C. Ip um stjórnskipunarplágu sem breiðst hefur út um heiminn og er af leiðing af sóttvarnaaðgerðum ríkja heims. Umrædd plága lýsir sér í mis- notkun eða hættu á misnotkun þess neyðarréttar sem heims- faraldurinn færir stjórnvöldum, til að auka völd sín og takmarka mannréttindi borganna, með til- heyrandi ógn við þá grundvallar- hugmynd nútíma stjórnskipunar lýðræðisríkja að borgararnir séu frjálsir og ríkisvaldið að sama skapi takmarkað. Hættan á alvarlegum af leiðingum þessa er mun meiri en áður því að takmörkun frelsis og réttinda manna nái nú yfir heims- byggðina alla. Það er niðurstaða prófessoranna að ástæðulaus frávik frá lýðræðis- legum stjórnarháttum, víðtækar takmarkanir á athafnafrelsi og grundvallarmannréttindum og brotthvarf virðingar fyrir mann- legri reisn geti skapað djúpa og langvarandi lýðræðis- og mannúð- arkreppu um heim allan með engu minni skaða fyrir heimsbyggðina en COVID-sjúkdómurinn sjálfur. Í greininni er harðlega gagnrýnt að nánast öll heimsbyggðin hafi fylgt því fordæmi sem Kínverjar settu um sóttvarnaaðgerðir sínar í Wuhan í desember og janúar síðastliðnum og nýtt sér mikinn ótta íbúa og að sama skapi ríkan almennan vilja til að lúta ströngum sóttvarna ráðstöfunum. Hinar fordæmalausu aðgerðir sem ríkisstjórnir um allan heim hafa gripið til hafi skapað stór- hættulegt fordæmi fyrir þær plágur og hamfarir sem án efa bíða okkar í framtíðinni, en hefur hingað til verið hægt að ráða niðurlögum án þess að fórna því lýðræðis- og mannréttindafyrirkomulagi sem siðaðar þjóðir hafa þróað. Í greininni er meðal annars vísað til Samnings Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og Mannréttindasátt- mála Evrópu en í þeim báðum eru ákvæði sem heimila að vikið sé frá þeim réttindum sem samning- unum er ætlað að vernda, til dæmis ef alvarleg ógn steðjar að heilsu landsmanna. Umfang íþyngjandi aðgerða þurfi hins vegar að vera í réttu sam- hengi við ógnina og beita þurfi stíf- um mælikvarða á nauðsyn þeirra bæði hvað varðar gildistíma hverr- ar aðgerðar, landsvæðis sem hún nær til og umfang frelsis- og mann- réttindaskerðinga sem af aðgerð- unum leiða. Þá þurfa aðgerðirnar að miða sérstaklega að því að hefta Skerðing á réttindum getur líka reynst plága Í nýrri vísindagrein er fjallað um hættuna sem stafað getur af sóttvarnaað- gerðum stjórnvalda heimsins fyrir lýðræði og vernd mannréttinda. Afleiðing- arnar geti verið jafn alvarlegar og sjúkdómurinn sem þeim er ætlað að hefta. Ítalski herinn og lögreglan höfðu í nógu að snúast á fyrstu dögum hertra aðgerða gegn kórónaveirufaraldrinum. MYNDIR /EPA Stephen Thomson Eric C. Ip 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.