Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 29

Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 29
Húsafell Resort leitar að öflugum og reyndum leiðtoga til að stýra fyrirtækinu. Undir Húsafell Resort heyrir Hótel Húsafell ehf. og Húsafell Giljaböð ehf. sem rekur afþreyingar­ miðstöð, tjaldsvæði, sundlaug, náttúruböð, verslun og veitingarekstur. Á síðustu árum hefur verið fjárfest í uppbyggingu svæðisins og mun sú uppbygging halda áfram og er framkvæmdastjóri einn af lykilaðilum í þeirri uppbyggingu. Starfssvið • Ábyrgð á stjórnun og rekstri hótelsins og annarri starfsemi samstæðunnar. • Stefnumótun og breytingastjórnun. • Áætlanagerð, tekjustýring og kostnaðareftirlit. • Mannauðsstjórnun. • Samskipti við hagaðila. Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Farsæl stjórnunar­ og rekstrarreynsla. • Kraftur til að hrinda verkefnum í framkvæmd. • Leiðtogahæfileikar, jákvætt viðmót, frumkvæði og metnaður. • Þekking á markaðs­ og sölumálum er kostur. • Stefnumótandi hugsun. • Góð tungumálakunnátta. Umsóknarfrestur er til og með 19. október nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Framkvæmdastjóri Umsjón með starfinu hafa Hilmar Garðar Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn. HÚSAFELL RESORT Skipulagsstofnun sinnir stefnumótun, stjórnsýslu og leiðbeiningum um skipulag og framkvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda og vandaða byggð að leiðarljósi. Stofnunin vinnur í víðtæku samráði við sveitarfélög, önnur stjórnvöld og hagsmunaaðila. Nánari upplýsingar má finna á www.skipulag.is Hjá stofnuninni ríkir góður starfsandi og í boði er góð starfsaðstaða. Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða teymisstjóra landupplýsinga til að vinna að og leiða fjölbreytt verkefni við vinnslu, greiningu og miðlun skipulags og umhverfismats í vefsjám og landupplýsingakerfum. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að takast á við fjölbreytt verkefni og getu til að leysa verk á eigin spýtur og í samstarfi við aðra. Helstu verkefni • Ábyrgð á þróun og rekstri landfræðilegra gagnasafna, miðlun upplýsinga og rekstri vefgátta. • Ábyrgð á gerð uppdrátta og landfræðilegra upplýsinga. • Þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð og skipulagningu verkefna. • Samstarf við utanaðkomandi aðila á sviði landupplýsinga. Menntunar- og hæfniskröfur • Meistarapróf sem nýtist í starfi. • Þekking eða reynsla sem nýtist í starfi. • Hæfni til að hagnýta þekkingu og reynslu í ólíkum verkefnum. • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri. • Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót. • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. • Gott vald á íslensku í ræðu og riti. • Góð enskukunnátta. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknarfrestur um starfið er til og með 19. október 2020. Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is. Teymisstjóri landupplýsinga Umsjón með starfinu hefur Auður Bjarnadóttir hjá Vinnvinn, audur@vinnvinn.is Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.