Fréttablaðið - 10.10.2020, Page 28
Að fjalla um Final
Fantasy gæti
líklega enst mér ævina á
enda, en það kæmi mér
ekki á óvart ef við mynd-
um víkka sjóndeildar-
hringinn þegar lengra er
komið.
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@frettabladid.is
Nökkvi hefur um árabil lagt stund á japönsku og leikjafræði og má í raun
líta á hann sem ákveðinn braut-
ryðjanda í leikjafræðum á Íslandi.
Þá skrifaði hann fyrstu ritrýndu
fræðigreinina um tölvuleiki á
íslensku, ásamt Birni Þór Vil-
hjálmssyni. Í kjölfarið hefur hann
þó aðallega fengið efni gefið út á
ensku í alþjóðlegum fræðiritum.
Saga Péturs er önnur, en eftir að
hafa unnið við kvikmyndir og
sjónvarpsþætti í Lundúnum tók
hann stefnubreytingu í átt að
tölvuleikjum. Fór hann að vinna
við framleiðslu tölvuleikja hjá
Directive Games og að sögn hefur
hann plummað sig ágætlega í því
hlutverki, enda hafa þeir bræð-
urnir lifað og hrærst í heimi tölvu-
leikja frá unga aldri.
„Fyrsti leikurinn sem ég man
eftir var Super Mario Bros á
gömlu Nintendo,“ segir Pétur og
Nökkvi, eldri bróðirinn, bætir
þá við: „Hann langaði svo mikið
að spila að hann nagaði í sundur
rafmagnssnúruna á tölvunni
á meðan ég var að spila.“ „Þess
má geta að ég var líklega svona
þriggja ára á þessum tíma,“ segir
Pétur.
Upphaf lega var hugmyndin að
rásinni að taka leikjafræðilega
nálgun á Final Fantasy-leikina,
og er sú nálgun enn til staðar í
vissum skilningi. Það sem ein-
kennir rásina er enda túlkunar-
fræðileg greining og tengingar við
aðrar menningarafurðir, svo sem
bækur og kvikmyndir. Að sögn
Péturs finnst Nökkva enn fremur
fátt skemmtilegra en að lauma
heimspekingum inn í umræðuna.
„Engu að síður höfum við gert
okkur grein fyrir því að fólk þarf
líka að nenna að horfa á mynd-
böndin og því reynum við að
finna jafnvægi milli skemmtunar
og fræðslu. Þegar fólk er búið að
venjast okkur er aldrei að vita
hvort leikjafræðileg sjónarmið
komist aftur í forgrunn,“ segir
Nökkvi og kímir.
Final Fantasy er lifandi
Þeir segja tölvuleikjamiðilinn
gífurlega fjölbreyttan miðil og
áhugi þeirra beggja endurspeglar
þennan fjölbreytileika að vissu
leyti. Að þeirra sögn snýr sameigin-
legur áhugi þeirra fyrst og fremst að
japönskum tölvuleikjum. „Sjálfur
spila ég aðallega herkænsku-
leiki en gríp stundum í minna
krefjandi leiki inn á milli,“ segir
Pétur. Nökkvi bætir við að Final
Fantasy sé sú leikjaröð sem hafi
sameinað tölvuleikjaáhuga þeirra
bræðra hvað mest. „Þetta er einnig
sú leikjaröð sem ég hef eytt mestu
púðri í að rannsaka og skrifa um.
Þess má líka til gamans geta að ég
og Final Fantasy erum jafngömul
fyrirbæri, en ég leyfi áhugasömum
lesendum að grennslast fyrir um
hversu gamalt það er.“ Þá bætir
hann við að Final Fantasy sé lifandi
tölvuleikjaröð með fjölda hlið-
hollra áhangenda. „Það er enn þá
verið að gefa út Final Fantasy leiki
og leikjaserían ratar reglulega í
fréttir um leiki og leikjamenningu.“
„Að sama skapi eru eldri leik-
irnir enn þá stór hluti af leikja-
landslaginu, sem er nokkuð
sérstakt. Við gáfum til dæmis út
myndband um daginn sem fjallaði
um Final Fantasy IX, en sá leikur er
tuttugu ára gamall í ár. Þrátt fyrir
það er nóg af fólki sem þyrstir enn
í að ræða leikinn og velta honum
fyrir sér. Að fjalla um Final Fantasy
gæti líklega enst mér ævina á enda,
en það kæmi mér ekki á óvart ef
við myndum víkka sjóndeildar-
hringinn hvað varðar rásina þegar
lengra er komið,“ segir Pétur.
Eru allir skúffu-YouTuberar?
Aðspurður um hvað fékk þá
bræður til að stofna YouTube-rás
um tölvuleiki spyr Nökkvi hvort
það séu ekki f lestir skúffu-YouTub-
erar þessa dagana. „Hvað mig
varðar þá kviknaði á perunni
þegar Pétur sagði mér hvað þyrfti
mikið af áhorfi og áskrifendum til
þess að byrja að fá greitt frá You-
Tube. Þar fyrir utan starfa ég sem
kennari í Borgarholtsskóla þar sem
er öflug listnámsbraut og margir
nemendur þar leggja stund á
kvikmyndagerð. Sumir þeirra eru
byrjaðir að prófa sig áfram með
YouTube og ég held að það geti
falist gífurlegir möguleikar í því
fyrir þau, sama hvort þau slá í gegn
eða ekki. Umræddir nemendur eru
því fyrirmyndir mínar og hvetja
mig áfram til þess að vilja verða
fyrirmynd þeirra.“
Á rásinni kalla þeir bræður sig
Birds of Play. Fyrsta gilda nafna-
tillagan segir Pétur að hafi verið
Chocobros, „en það er vísun í
fræga fuglategund úr Final Fan-
tasy-leikjaröðinni. Þar sem við
vildum ekki takmarka okkur of
mikið við eina leikjaröð til lengri
tíma, ákváðum við að víkka hug-
myndina út í fugla almennt og datt
okkur þá í hug þessi stórkostlegi
orðaleikur sem byggir á enska hug-
takinu bird of prey, eða ránfugl.
Við erum sem sagt Birds of Play,
eða Leikjalundar,“ segir Pétur og
flissar.
Konan á bak við fuglana
Hverju myndbandi fylgir teiknað
efni, en eiginkona Nökkva,
Jóhanna Þorleifsdóttir sem er
lærður myndlistarmaður, teiknar
allt auglýsingaefni og myndir
fyrir Birds of Play. „Hún á klár-
lega stóran þátt í því að fólk smelli
á myndböndin hjá okkur,“ segir
Pétur.
Eins og er gefa bræðurnir út
eitt myndband á hverjum laugar-
degi en stefna á að gefa fleiri út
vikulega í framtíðinni. Nýjasta
myndbandið kemur á rásina ein-
mitt í dag, um hádegisbil. Þá segir
Nökkvi um efni myndbandsins:
„Í næsta myndbandi þýðum við
texta í japönsku lagi úr Final
Fantasy X og brestum í söng.“ Það
verður því spennandi að fylgjast
með Leikjalundunum bregða á leik
í viku hverri.
Vöntun á íslensku efni
Viðbrögðin segja þeir að hafi
verið gífurlega jákvæð í vissum
skilningi. Rásin er ekki nema tæp-
lega fjögurra mánaða gömul og
hefur vaxið jafnt og þétt. Áskrif-
endur eru orðnir 327 talsins, þegar
þetta er skrifað, sem þeim finnst
skemmtilegt að sjá, og hvetjandi
fyrir framhaldið. „Það sem okkur
þykir vænst um og kom okkur ef
til vill örlítið á óvart, er lítill en
hliðhollur hópur áhorfenda, sem
fer vaxandi líkt og stöðin,“ segir
Nökkvi.
Pétur bætir við að um sé að
ræða nær eingöngu erlenda
áskrifendur, enda sé nafnið á
ensku. „Við höfum ekki sérstak-
lega stílað inn á íslenskan markað
enda er hann ekki mjög stór hér
á landi í leikjafræðum, og hvað
þá þegar það kemur að svona
þröngu viðfangsefni og eins og
Final Fantasy. Sjálfur er ég á því að
það vanti alls kyns efni á íslensku
svona almennt, en það er erfitt
að réttlæta fyrir sjálfum sér að
leggja vinnu í svona rás og vita að
hún gæti aðeins stækkað ákveðið
mikið út af takmörkuðum íbúa-
fjölda.“
Ræða Final Fantasy og bresta í söng
Bræðurnir Nökkvi Jarl og Pétur Breki Bjarnasynir hafa báðir sökkt sér í heim tölvuleikjanna
og hafa þeir nú stofnað YouTube-rás þar sem þeir ræða hina háepísku Final Fantasy-tölvuleiki.
Í næsta myndbandi þýða bræðurnir texta úr japönsku lagi og bresta í söng.
Nökkvi Jarl Bjarnason til vinstri og Pétur Breki Bjarnason til hægri. Fuglana teiknaði Jóhanna Þorleifsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R