Fréttablaðið - 10.10.2020, Side 20
Flestir ættu að kannast við samkvæmisleikinn Blikkmorðingja, hvort sem viðkomandi hefur spilað hann í grunn-skóla, matarboðum eða
á öldurhúsum. Í leiknum er einn
morðingi valinn af handahófi sem
„drepur“ aðra leikmenn með því að
blikka þá þegar enginn sér til. Verði
annar leikmaður vís að „morðinu“
er blikkmorðinginn úr leik. Blikk-
morðingi á rætur sínar að rekja til
samkvæma efri stéttarinnar á Vikt-
oríutímabilinu og er gott dæmi um
svokallaðan blekkingaleik, þar sem
athygli og blekking skipta sköpum.
Skrök einskorðast ekki við hefð-
bundna selskapsleiki en í dag má
einnig ljúga á sig gat, rafrænt. Þrátt
fyrir einfalt og krúttlegt útlit þá er
Among Us, eða Á meðal vor, eins og
hann útleggst á ylhýrri íslenskunni,
einn vinsælasti tölvuleikurinn
á markaðnum í dag. Þar bregða
leikmenn sér í hlutverk áhafnar á
geimskipi sem þarf að takast á við
hin ýmsu verkefni, allt frá hrein-
gerningum til rafvirkjunar. Til að
f lækja málin leynast hins vegar
einn eða f leiri svikarar á meðal
áhafnarinnar. Þeir reyna að tefja
verkefnin og koma öðrum skip-
verjum fyrir kattarnef.
Áhöfnin verður því að komast
að því hverjir svikararnir eru
áður en það verður um seinan. Í
hverjum leik fara fram nokkrar
atkvæðagreiðslur, þar sem kosið
er um hvaða skipverja verði skotið
út í geim í von um að viðkomandi
sé svikari. Áður en kosið er færa
áhafnarmeðlimir og svikarar rök
fyrir sínu máli. Hverjum leik lýkur
þegar öllum svikurum hefur verið
útrýmt, eða þegar fjöldi svikara er
jafn fjölda áhafnarinnar.
Þótt Among Us sé ansi einfaldur
á yfirborðinu er kjötið á beinum
leiksins í félagslega þættinum. Leik-
menn þurfa að beita rökhugsun,
athygli og sannfærandi lygum ef
þeir vilja standa uppi sem sigur-
vegarar. En hvað er svona heillandi
við svik og pretti?
Mafíósar og varúlfar
Spil og leikir sem tengjast morðum
hafa lengi verið vinsæl upplyfting
og er borðspilið Cluedo líklega
hvað þekktast þeirra. Félagslegi
þátturinn var þó aldrei í forgrunni
fyrr en árið 1987, þegar Rússinn
Dimitry Davidoff fann upp á leikn-
um Mafía.
Hugmyndina að Maf íu fékk
Davidoff við sálfræðirannsóknir
við Ríkisháskólann í Moskvu. Í
leiknum er leikmönnum skipt í lið
mafíósa og óbreyttra borgara. Maf-
íósarnir eru færri, en vita hverjir
liðsfélagar þeirra eru, á meðan
óbreyttu borgararnir eru f leiri en
vita ekki hverjir tilheyra hvaða
liði. Rétt eins og í Among Us reynir
fámennara liðið að útrýma fjöl-
mennara liðinu, en á milli morða
fer fram atkvæðagreiðsla þar sem
leikmenn fá að tjá sig um hverja
þeir telja grunsamlegasta.
Þrátt fyrir að vera ekki opin-
berlega gefinn út í upphafi, varð
Mafía gríðarlega vinsæll leikur
og dreifðist f ljótt um Sovíetríkin
og síðar til vesturlanda. Árið 1997
tók Bandaríkjamaðurinn Andrew
Plotkin leikinn í gegn og breytti
mafíósunum í varúlfa sem hann
taldi rótgróna í menningunni sem
óvini sem líta venjulega út að degi
til. Af Mafíu og Varúlfi hafa síðan
verið spunnin ótal afsprengi blekk-
ingaleikja.
Grunsamlegt klór
„Það er spennandi að ljúga,“ segir
Sigursteinn J. Gunnarsson, tölvu-
leikja- og borðspilahönnuður, um
hvað geri blekkingaleiki svona
skemmtilega. „Fólk fær ekki tæk-
færi til þess án af leiðinga í raun-
veruleikanum, en hér fær það fullt
umboð til þess.“
Sigursteinn er ansi kunnugur
blekkingaleikjum en þeir Torfi
Ásgeirsson hönnuðu og gáfu út
leikina Triple Agent og Úti á túni
fyrir snjallsíma, sem eru báðir á
svipuðum nótum. Hann segir að
ólíkir þættir leikjanna geti heillað
fólk. „Það er gaman að setja saman
þetta púsl um hver sé að segja eitt-
hvað sem passar ekki við vísbend-
ingarnar. Það er líka mikil kúnst að
geta komið auga á hvað fólk gerir
ósjálfrátt þegar það lýgur – hvort
viðkomandi tali öðruvísi, eða klóri
sér í nefinu.“
En það er ekki nauðsynlegt
að vera bestur til að hægt sé að
skemmta sér yfir þessum leikjum.
„Það getur líka verið gaman að
heyra rifrildin, og það koma upp
svo mörg eftirminnileg atvik þar
sem einhver kemur þér á óvart,“
segir Sigursteinn. „Það eru líka
sumir sem geta bara ekki svona
leiki, sem er líka skiljanlegt. Það eru
ekki allir fyrir það að ljúga.“
Sigursteinn segist hafa lært mikið
um blekkingaleiki þegar þeir Torfi
þróuðu sína eigin leiki. „Þetta snýst
allt um að gefa leikmönnum rétt
magn af upplýsingum. Svona leikur
virkar eiginlega bara fyrir fimm til
tíu leikmenn, og maður verður að
gefa nógu mikið af upplýsingum
en ekki of mikið,“ segir hann og
bendir á að Among Us hafi þar
góða sérstöðu. „Leikurinn spilar
skemmtilega með upplýsingar um
rými. Ekki bara að einhver segist
hafa gert eða séð eitthvað, heldur
líka hvar.“
Fjör í faraldrinum
Þegar Among Us kom fyrst út fyrir
um tveimur árum var hann ekki
mikið spilaður. Leikurinn hefur
sótt gríðarlega í sig veðrið á undan-
förnum mánuðum og er núna einn
vinsælasti leikurinn á tölvuleikja-
veitunni Steam. „Þetta hefur klár-
lega mikið að gera með faraldur-
inn,“ segir Sigursteinn. „Þegar fólk
þarf að sæta fjarlægðartakmörk-
unum er mjög gott að geta fundið
eitthvað svona félagslegt til að gera
með vinum sínum. Among Us sem
tölvuleikur upp á ýmislegt sem
hefðbundin spil á borð við Varúlf
gera ekki, bæði í spilun og hvernig
hann getur tengt fólk. “
Among Us er fáanlegur á borð-
tölvum og snjallsímum og hentar
f lestum aldurshópum. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins hefur í
það minnsta einn hérlendur hópur
karlmanna á fertugsaldri lagt það í
vana sinn að spila hann og æpa hver
á annan fram eftir kvöldi.
arnartomas@frettabladid.is
Haugalygar í himingeimi
Lygarar á landsvísu skemmta sér yfir tölvuleiknum Among Us, þar sem svik, prettir og
önnur vélabrögð eru allsráðandi. En af hverju finnst fólki svona skemmtilegt að ljúga?
Það mæðir
margt á geim-
förunum í
Among Us sem
glíma auk ræst-
inga og tækni-
vandamála við
hnífsstungur í
bakið.
Sigursteinn segir fólk sækjast í afleiðingalausar lygar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Nokkrir góðir
blekkingaleikir
Ultimate Werewolf
Spil
Fjöldi: 5-68 leikmenn
Spilatími: Breytilegur eftir fjölda
Sígildur blekkingaleikur.
Varúlfar dreifa sér smám saman
í kringum sveitaþorp á 16. öld
og skapa hættu fyrir þorps-
búa. Þorpsbúar reyna að veiða
varúlfa og koma þeim úr spilinu,
á meðan varúlfar reyna að fara
huldu höfði á milli þess sem
þeir veiða þorpsbúana. Hentar
fyrir risastóra hópa – fullkominn
í stærstu veislurnar.
Spyfall
Borðspil
Fjöldi: 3-8 leikmenn
Spilatími: 15 mínútur
Margverðlaunað partýspil. Einn
leikmaður bregður sér í hlutverk
njósnara sem reynir að villa sér
heimildir á meðan aðrir leik-
menn reyna að finna hann. Leik-
menn skiptast á að spyrja hvern
annan spurninga um ákveðinn
stað, til að sjá hver er ekki með á
nótunum. Stórskemmtilegur og
aðgengilegur blekkingaleikur.
Triple Agent
Símaleikur
Fjöldi: 5-9 leikmenn
Spilatími: 10 mín.
Annar með njósnaþema. Leik-
menn skiptast í tvö lið og reyna
að verða sér úti um upplýsingar
áður en leik lýkur og einn leik-
maður er tekinn af lífi. Lið þess
sem er tekinn af lífi tapar, en til
að flækja málin fær hver leik-
maður einnig einstök verkefni í
hendurnar sem geta snúið öllu á
hvolf. Ókeypis útgáfa fáanleg.
Secret Hitler
Borðspil
Fjöldi: 5-10 leikmenn
Spilatími: 45 mín.
Hitler leynist á meðal vor! Leik-
menn skiptast í hópa fasista
og frjálslyndra, og einn leik-
maðurinn bregður sér í hlutverk
Hitlers. Fasistarnir sá vantrausti
og reyna að koma Hitler á valda-
stólinn á meðan þeir frjálslyndu
reyna að finna og stöðva Hitler.
1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN