Fréttablaðið - 10.10.2020, Side 60

Fréttablaðið - 10.10.2020, Side 60
Jennifer og Emmanuelle eru jafnframt einu konurnar sem sameiginlega hafa hlotið verðlaunin og það fyrir upp-götvun sem aðeins er átta ára gömul. Það þykir merki- legt því oftast eru verðlaunin veitt fyrir uppgötvun sem hefur sannað sig á tveimur til þremur áratugum. Með CRISPR-erfðabreytinga- tækninni má breyta DNA-upp- byggingu dýra, plantna og örvera með ótrúlegri nákvæmni. Tæknin hefur valdið byltingu í lífvísindum og opnað á ný tækifæri þegar kemur að grunnrannsóknum á starfsemi frumna dýra og plantna. Auk þess hefur hún verið notuð við þróun nýstárlegra meðferða við margs konar sjúkdómum, hún gæti orðið eitt mikilvægasta tólið í lækningu erfðasjúkdóma, í matvælafram- leiðslu og við rannsóknir á fjöl- mörgum sjúkdómum. Að líkindum eru svo margar leiðir til hagnýtingar sem ekki endilega eru komnar fram núna. Uppgötvunin hefur, auk þess að hafa valdið byltingu í sameinda- líffræði, haft margvísleg áhrif. Þær stöllur eru heimsfrægar, einka leyfa- stríð geisar, sumum finnst gengið fram hjá mikilvægu framlagi ann- arra vísindamanna og mörgum stendur stuggur af tækninni og þeim siðfræðilegu spurningum sem hún vekur. Hvað er CRISPR? CRISPR er erfðabreytingatækni sem gerir það kleift að endurrita erfða- efni lífvera. Slík inngrip í erfða- efnið voru að sjálfsögðu möguleg fyrir uppgötvun CRISPR en tæknin eykur hraða og nákvæmni og er ekki eins kostnaðarsöm og fyrri tækni. Jafnframt er tæknin mun einfaldari en forverar hennar, eða eins og hinn nafntogaði erfðafræð- ingur Rudolf Jaenisch orðaði það pent „any idiot can do it“. Með þessari tækni er hægt að afvirkja gen, taka út, skipta um eða bæta við einu kirni (eða einum DNA-staf ). Inngripin byggja á RNA-sameind sem „þekkir“ erfða- efnið (DNA) sem breyta á, og ens- íminu Cas9 sem klippir erfðaefnið í sundur á þeim stað sem stefnt var að. Eigin viðgerðarmekanismi frumnanna skeytir svo erfðaefninu saman aftur. Tæknin byggir á hagnýtingu á ævafornu ónæmiskerfi sem bakt- eríur hafa þróað með sér til að verj- ast sýkingum, svo sem frá veirum. CRISPR er heiti (reyndar skamm- stöfun), yfir raðir í erfðaefninu sem samsvara erfðaefni veiru sem bakt- erían hefur unnið bug á. Þegar veira, með nógu líkt erfða- efni, sýkir bakteríuna aftur binst CRISPR-erfðaefni veirunnar, og ensímið Cas9 er nýtt til að klippa það í sundur og þar með hefta sýk- inguna. Galdur Charpentier og Doudna Galdur Charpentier og Doudna fólst í því að hagnýta þetta kerfi og gera vísindamönnum fært að beita því með nákvæmni á erfðaefni hvaða lífveru sem er. Með CRISPR geta vísindamenn því notað þessi sameindaskæri til að klippa, líma eða breyta erfðaefninu, rétt eins og hægt er að breyta stöfum í hefð- bundnu ritvinnsluforriti, gamla góða „cut og paste“. Þessi þróun tækninnar hefur nú þegar haft mikil áhrif í vísinda- heiminum og Pernilla Wittung Stafshede, meðlimur í Nóbelsverð- launanefndinni, lét hafa eftirfar- andi eftir sér við verðlaunaafhend- inguna í vikunni: „Möguleikinn á að klippa DNA þar sem þú vilt hefur valdið byltingu í lífvísindum. Genaskærin voru bara uppgötvuð fyrir átta árum en nú þegar hefur mannkynið notið virkilega góðs af.“ Hvaðan kom hugmyndin? Franski gena- og örverulíffræðing- urinn Emmanuelle Charpentier hitti bandaríska lífefnafræðinginn Jennifer Doudna fyrst á ráðstefnu árið 2011 og upphófst í framhaldi samstarf þeirra tveggja. Samstarf Konurnar á bak við genaskærin Þær Jennifer A. Doudna og Emmanuelle Charpentier urðu í vikunni sjötta og sjöunda konan til að hljóta Nób- elsverðlaunin í efnafræði fyrir þróun CRISPR/Cas9-erfðatækninnar sem umturnað hefur heimi lífvísinda. Uppgötvunin sem þær Jennifer Doudna og Emmanuelle Charpentier hlutu Nóbelsverðlaunin fyrir er talin með þeim mikilvægustu frá því að byggingu DNA var lýst árið 1953. MYND/GETTY Vísindin verið full karllæg Arnar Pálsson er prófessor í lífupplýsingafræði við Líf- og um- hverfisvísindadeild Háskóla Ís- lands. Hann segir mikilvægt fyrir vísindasamfélagið að svo öflugar konur hljóti viðurkenningu. „Aðferðin sem Charpentier og Doudna þróuðu hefur nú þegar umbylt rannsóknum í líffræði og skyldum greinum. Nú er hægt að breyta erfðasamsetningu frumna og lífvera á mun nákvæmari og skilvirkari hátt en áður. Eldri aðferðir til að breyta erfðasam- setningu voru ónákvæmar og seinvirkar, og þurftu að vera út- færðar fyrir hverja lífveru sérstak- lega með miklum tilkostnaði. Aðferð Charpentier og Doudna er mun sveigjanlegri og hægt að nýta á margar ólíkar lífverur og frumulínur. Möguleikarnir eru í raun óendanlegir, sem eðlilega vekur upp spurningar um hvaða möguleika við eigum að nýta og hverjum að hafna. Við, mann- kynið allt, þurfum að gæta að því að nota aðferðina af skynsemi og varkárni. Í rannsóknunum sínum fóru þær frá einföldum grunnrann- sóknum, á RNA-strengjum í örver- um, yfir í þróun nýrrar aðferðar og verkfæris sem nýtist mjög víða. Þetta er dæmi um ófyrirsjá- anleika vísinda, og röksemd fyrir því að styðja grunnrannsóknir, hversu fáránlegar sem þær virka fyrir þeim sem hugsa eingöngu um gróða, seldar einingar eða að stemma af bókhald. Það er ákaflega mikilvægt fyrir vísindasamfélagið að svona öfl- ugar konur hljóti viðurkenningu. Vísindin hafa verið full karllæg og íhaldssöm, og við fögnum því að Charpentier og Doudna skuli hafa fengið verðlaunin. Þau eru hvatn- ing öllum sem eru að stunda grunnrannsóknir á kynjum og sérkennum lífríkisins og líka konum og körlum sem vonast til að kynjamismunun verði úthýst úr vísindum og að allir, óháð kyni, uppruna og aðstöðu, fái viður- kenningu fyrir uppgötvanir og góð verk.“ Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Arnar Pálsson, prófessor við HÍ. MYND/KRISTINN INGVARSSON 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.