Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2020, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 10.10.2020, Qupperneq 11
Þá er sú aðferð stjórn- valda í mörgum ríkjum að „fylgja vísindunum“ mjög gagnrýnd í greininni. Félagsmálaráðuneytið auglýsir styrki til félagasamtaka vegna verkefna á sviði félagsmála Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum til verkefna sem heyra undir málefnasvið félagsmálaráðuneytisins. Félagasamtök sem hljóta styrki á fjárlögum eða eru með samninga við ráðuneytið eða stofnanir þess, vegna skilgreindra verkefna, geta ekki sótt um styrki af safnliðum fjárlaga fyrir sömu verkefni. Veittir eru styrkir til afmarkaðra verkefna sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf samkvæmt áherslum félags- og barna- málaráðherra hverju sinni. Styrkir eru ekki veittir til lengri tíma en eins árs í senn. Þá má meðal annars veita til verkefna sem felast í því að: • Útbúa fræðsluefni og standa fyrir fræðslustarfsemi. • Vera málsvari og standa vörð um hagsmuni félagsmanna. • Bjóða upp á stuðning og ráðgjöf. Að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á verkefni sem styðja viðkvæma hópa í að takast á við margþætt áhrif og afleiðingar Covid-19 faraldursins. Hafi umsækjandi áður fengið styrk frá félagsmálaráðuneytinu til verkefnis skal fylgja greinargerð með upplýsingum um framkvæmd þess og ráðstöfun styrkfjárins, til þess að ný umsókn verði tekin til greina. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 9. nóvember 2020. Umsókn sem berst eftir að umsóknarfresti er lokið verður ekki tekin til umfjöllunar. Úthlutun fer fram eigi síðar en 1. febrúar 2021. Sækja skal um á rafrænu formi. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um umsóknir á rafrænum eyðublöðum er að finna á vef félagsmálaráðuneytisins (www.frn.is). Ítalski herinn og lögreglan höfðu í nógu að snúast á fyrstu dögum hertra aðgerða gegn kórónaveirufaraldrinum. MYNDIR /EPA útbreiðslu faraldursins, það er að segja beinast að því markmiði sem þeim er ætlað að ná. Tekin eru fjölmörg dæmi í grein- inni um aðgerðir sem þjóni engum sérstökum eða nauðsynlegum sótt- varnatilgangi, allt frá banni við úti- hlaupum í Frakklandi til stimpl- unar pólitískra slagorða á vinstri hendi allra sem sættu sóttkví á Indlandi, opinber birting lista yfir alla sem sæta eiga sóttkví í Suður- Kóreu og ótímabundin frestun þingkosninga í Ungverjalandi. Þá hefur f jölmiðlafrelsi verið verulega skert víða, en að mati höfunda greinarinnar gegna fjöl- miðlar mikilvægu hlutverki á neyð- artímum, ekki aðeins við miðlun upplýsinga um gang faraldursins heldur einnig til að veita lýðræðis- lega kjörnum fulltrúum aðhald á tímum fordæmalausrar skerðingar á frelsi og réttindum borgaranna. Í greininni er sérstaklega fjallað um þróun f rá lýðræðisleg um stjórnarháttum og tilhneigingu til að færa sérfræðingum ákvörðunar- vald um mjög íþyngjandi aðgerðir, oft án allrar aðkomu lýðræðislega kjörinna þjóðþinga. Þessi tilhneig- ing sé ekki aðeins til þess fallin að veikja lýðræðisstofnanir ríkja og lýðræðismenningu þeirra heldur ýti hún einnig undir rugling og óvissu meðal borgaranna, sem átta sig síður á hvort hátternisreglur feli í sér tilmæli eða valdboð. Þá er sú aðferð stjórnvalda í mörgum ríkjum að „fylgja vísind- unum“ mjög gagnrýnd í greininni. Í fyrsta lagi hafi vísindaleg þekking á viðfangsefninu ekki verið ýkja sterk þegar byrjað var að beita íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum snemma í vor. Í öðru lagi hafi í mörgum tilvikum læknavísindin ein verið með í ráðum og hvorki leitað til hagfræðinga, sérfræðinga í mannréttindum, sálfræðinga né sérfræðinga á öðrum mikilvægum sviðum. Í þriðja lagi verði mjög óljóst hver eigi að axla ábyrgð á jafn íþyngjandi aðgerðum fyrir borgar- ana þegar lýðræðislegir fulltrúar hafi falið sérfræðingum, sem þurfa ekki að axla lýðræðislega ábyrgð á ákvörðunum sínum, að stýra fyrir sig. Stjórnvöld þurfa einnig að vera viðbúin því að almenningur rísi reiður upp gegn réttindum sam- borgara sinna. Í greininni er vísað til mikillar reiði borgara í Bret- landi út í samborgara sína og er það tengt ógegnsæjum og óskýrum sóttvarna reglum sem borgurum reyndist erfitt að átta sig á. Óviss- an leiddi þá til þess að fólk sakaði hvert annað opinberlega um sótt- varnabrot með tilheyrandi opin- berri niðurlægingu fyrir þá sem fyrir árásunum urðu. Í ofanálag hvatti lögreglustjóri almennu lög- reglunnar til þess að fólk skamm- aði samborgara sína sem ekki not- uðu grímur í verslunum og hellti með því olíu á eld óöryggis og ótta borgaranna. Vísað er til þess í greininni að borgarar séu almennt frekar lík- legir til að styðja valdboð á kostnað réttinda samborgara sinna, ekki síst þegar þeir standa frammi fyrir hættulegum vágesti. Þess vegna dugi ekki að lýðræðislegar stofn- anir ríkja hafi sterkar varnir gegn þeirri freistni að grípa til vald- boðsstefnu á neyðartímum, heldur þurfi þær einnig að geta brugðist við ófyrirséðum sálrænum við- brögðum almennings. adalheidur@frettabladid.is Teymi hjúkrunarfræðinga í kínversku borginni Wuhan, þar sem talið er að kórónaveirufaraldurinn eigi upptök sín, til þjónustu reiðubúnar. F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11L A U G A R D A G U R 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.