Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Side 16
Þ JÓÐHÁTÍÐ ARBLAÐIÐ 1936
Dvöldum við þar í tvo tíma og gengum um skóg-
inn með því að veður var hið ákjósanlegasta. Til
bæjarins komum við aftur um kl. 6 um kvöldið.
Frá Akureyri var lagt af stað heimleiðis kl.
6 að morgni þess 17. júní. Var fyrst staðnæmst
á Blönduósi. Komum við þangað laust fyrir há-
degi. Var haldið af stað aftur þaðan um kl. 1
og hvergi staðnæmst fyrr en komið var að
Hreðavatni í Borgarfirði.
Til Reykjavíkur komum við kl. 10 um kvöld-
ið eftir 16 tíma hraðferð. Voru þá víst flestir
okkar búnir að fá nóg af bílakstri í bili, enda
mun það vera sjaldgæft, að ekið sé á einum degi
milli Akureyrar og Reykjavíkur, þegar farin er
leiðin fyrir Hvalfjörð.
Þegar suður kom fór flokkurinn að tvístrast.
Héldu sumir heim til Eyja daginn eftir. Aðrir
voru um kyrrt í bænum um stund.
Þó að margir haldi að ferðalög eins og þetta,
séu til lítils gagns, þori ég alveg að fullyrða, að
svo er ekki. Auk þess að vekja áhuga fyrir
íþróttinni, samrýma þau mennina sjálfa betur
en nokkuð annað og kenna þeim að þekkja
hvern annan betur en áður, og ef allir eru jafn
samhuga og allt gengur eins vel og í þessari
ferð, hlýtur maður að eignast endurminningar,
sem aldrei gleymast.
Það væri óskandi að K. V. ætti ófarnar marg-
ar ferðir jafn ánægjulegar og þessi Akureyrar-
för var. Guðl. Gíslason.
Sigurður Sigurðsson
er orðinn einn með fræknustu íþróttamönnum
þessa lands, og það á mjög skömmum tíma,
einu ári. Síðastliðið ár setti hann nýtt met í
þrístökki, 13,18. (Daníel Loftsson átti metið
áður, 13,09). Á þessu ári hefir hann bætt met
sitt um 82 cm. og bæti hann það annað eins
næsta ár, verður hann með beztu þrístökkvur-
um Norðurlanda. Fræknastur varð þó Sigurður
af meti því, er hann setti í hástökki (1,80) á
allsherjarmótinu síðasta og hlaut konungsbik-
ar fyrir afrek þetta. Er þetta bezta íþrótta-
afrek, sem gert hefir verið hér á landi. (Afrek
Jóns Kaldal í 5000 metra hlaupi, sem er bezta
afrek, er gert í Kaupmannahöfn). Afrek Sig-
urðar í langstökki er 6,44 og í langstökki án
atrennu 3,03 og er það íslenzkt met og betra
en Danir hafa í því stökki (3,02). Sigurður er
einn af þeim fjórum Islendingum, sem taka
þátt í frjálsum íþróttum á Olympiuleikunum
í Berlín þessa dagana og er hiklaust sá maður-
inn, er vér væntum beztan árangurinn af.
Enda hefir nú frétzt, að hann yrði sá eini af
þeim fjórum, sem verður þar leikhæfur. J.
16