Þjóðhátíðarblaðið - 09.08.1936, Qupperneq 22
Þ JÖÐHÁTlÐ ARBLAÐIÐ 1936
Gagnfrœðaskólinn
í Vestmannaeyjum.
Eftir Árna Guðmundsson kennara.
Mér er minnisstætt, þegar ég skrifaði fyrstu
blaðagreinina mína fyrir ca. sex árum. Sú grein
var um Unglingaskóla Vestmannaeyja, sem þá
var í þann veginn að breyta um nafn og starfs-
háttu — og hefir síðan verið Gagnfræðaskólinn
í Vestmannaeyjum.
Það er nú almennt viðurkennt, að slíkar
stofnanir sem gagnfræða- og unglingaskólar eru
flestar öðru nauðsynlegri í hverjum bæ. Þar fær
æskulýður bæjanna ýmis viðfangsefni að glíma
við, sem líkleg eru til að bjarga unglingunum
heilum á sál og líkama yfir hættulegustu árin í
lífi þeirra. Það er kunnara en frá þurfi að segja,
að ekkert er andlegri og líkamlegri heilsu æsku-
lýðsins hættulegra en einmitt aðgerðarleysi. Það
er því öllu öðru nauðsynlegra, að æskan fái nóg
verkefni til að fást við, því að aðgerðarleysi
æskuáranna elur upp duglausa, óreglusama og
andlega og líkamlega óhrausta kynslóð. Skólar
fyrir unglinga koma í veg fyrir slíkt, og þar
læra unglingamir og margt gott og gagnlegt,
sem getur komið þeim að haldi síðar í lífinu. —
Með skólamenntun er venjulega átt við bóklegt
nám, en því má ekki gleyma, að slíkt nám er
ekki einhlítt, það má ekki gleyma líkamsupp-
eldinu, því að það er ekki síður nauðsynlegt en
hitt. Þess vegna er íþróttahreyfingin og skóla-
starfsemin hliðstæður og forgöngumenn hvors-
tveggja verða að taka höndum saman og vinna
sameiginlega að því, að skapa hrausta og
menntaða þjóð.
Skólastjóri og kennari Gagnfræðaskólans í
Vestmannaeyjum hafa báðir fullan skilning á
nauðsyn líkamsmenntunar jafnhliða hinu bók-
lega námi. Á síðastliðnum vetri gerðu þeir
margt og mikið til þess að örva íþróttaáhuga
piltanna, m. a. með því að halda íþróttamót í
skólanum og veita verðlaun þeim piltum, sem
mestan áhuga sýndu.
Þá má geta þess, að skólinn er nú að víkka
starfsvið sitt með námskeiði í hagnýtum fræð-
um og vinnubrögðum fyrir atvinnulausa ung-
linga (sbr. augl. á öðrum stað í blaðinu).
Ég vil því alvarlega brýna fyrir foreldrum
hér í bæ að nota Gagnfræðaskólann vel með því
að koma bömum sínum þar til náms.
Allir, sem börn eiga eða hafa einhver afskifti
af uppeldi þeirra, verða að vita það og breyta
samkvæmt því, að menntun æskunnar til sálar
og líkama er undirstaða heilbrigðrar, menntaðr-
ar og siðferðilega sjálfstæðrar þjóðar.
Á. G.
Á víð og dreif.
Flokki úr Knattspyrnufélaginu Fram í Rvík
hefir verið boðið hingað á þjóðhátíðina til að
keppa hér við K. V. Einnig kemur hingað flokk-
ur Reykvískra íþróttamanna til að keppa í
bæjakeppni Reykjavíkur og Vestmannaeyja,
sem fer nú fram í fyrsta sinn. Sjá grein um
bæjakeppni á öðrum stað í blaðinu.
Á Olympiuleikina í Berlín fóru héðan fjórir
menn, þeir Friðrik Jesson, sundkennari, Þor-
steinn Einarsson, form. I R. V., Jón Ölafsson,
verzlunarm., og Sig. Sigurðsson. Þrír hinir fyrst
töldu sem gestir, en Sigurður sem keppandi.
Sundmót.
I sambandi við Þjóðhátíð Vestmannaeyja,
laugardaginn 15. ágúst n. k. fer fram sund-
keppni, 50 stiku, frjáls aðferð, um Sundbikar
1. S. I. Handhafi: Haraldur Haraldsson. Rétt til
keppni hafa heimilisfastir Vestmannaeyingar.
Þátttakendur gefi sig fram við Karl Jónsson
fyrir 12. þ. m.
Vestmannaeyjum 7. ágúst 1936.
f. R. V.
STEINDÖRSPRENT H.F.
22