Fréttablaðið - 03.10.2020, Side 72

Fréttablaðið - 03.10.2020, Side 72
FJÁRMAGN ER SÚREFNI OG ÞAÐ ER EKKI NÓG AÐ SEGJA „EKKI MENGA“. Til þess að hafa raun-v e r u l e g á h r i f í lof t slag smá lu m er nauðsynlegt að fjár-magnseigendur þjóð-arinnar fjárfesti í þágu umhverfisins. Sérfræðingar í loftslagsmálum hafa lengi sagt að yfirvöld og fyrir- tæki þurfi að stilla saman strengi til að sporna gegn loftslagsbreyting- um. Umfangsmikið verkefni, sem fæli í sér að ríkisstjórn og atvinnu- líf tæki höndum saman um að umbreyta sínum viðskiptaháttum og regluverki til langs tíma. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra skrifaði á dögunum undir viljayfirlýsingu þess efnis fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, ásamt aðilum sem fara fyrir hátt í 80 pró- sentum af öllum eignum á Íslandi. Þessi viljayfirlýsing er einstök á heimsvísu og felur í sér að lífeyris- sjóðir, bankar, fjárfestingarsjóðir og aðrar fjármálastofnanir Íslands, fjárfesti einungis í sjálfbærum verk- efnum sem draga úr losun. Fréttablaðið settist niður með Hrund Gunnsteinsdóttur, fram- kvæmdastjóra Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð og Katr- ínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, í setustofu á hóteli sem þurfti að loka sínum dyrum tímabundið vegna kórónaveirufaraldursins, til að ræða þetta skref í stóra samhenginu. „Það er akkúrat núna, þegar við erum svo skiljanlega upptekin af COVID og hvað við ætlum að gera til skamms tíma, sem við verðum að vera að hugsa langt fram í tímann,“ segir Hrund og Katrín tekur undir. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að stjórnvöld leiði áfram þessa þróun í að berjast gegn lofts- lagsbreytingum. En ef hún á að vera nægilega hröð til að við náum einhverjum árangri, þá þurfa fjár- magnið og atvinnulífið að taka þátt í þessari umbreytingu,“ segir Katrín. Mál Eimskips undirstrikar nauðsyn viljayfirlýsingarinnar Daginn áður en ríkisstjórn og fjár- magnseigendur skrifuðu undir viljayfirlýsinguna, birtust fréttir um að Eimskip hefði losað sig við tvö af stærstu gámaskipum sínum með umdeildum hætti, en þau voru rifin í skipakirkjugarði á Indlandi, við aðstæður sem eru óviðunandi fyrir bæði umhverfi og starfsfólk. Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til héraðssaksóknara og lífeyrissjóðir hafa krafist skýringa vegna meintra brota félagsins. Hrund og Katrín segja mál Eim- skips undirstrika mikilvægi yfir- lýsingarinnar. „Það er áhugavert að þessi vilja- yfirlýsing komi á sama tíma og mál Eimskips. Þetta er erfitt mál og und- irstrikar hvernig mannréttindabrot annars staðar í heiminum, snerta okkur hér heima,“ segir Hrund. Að hennar mati þurfa sjálf bærar fjár- festingar að taka til virðiskeðjunnar í allri sinni heild. „Eimskip er bara gott dæmi um hversu mikilvægt í alvörunni það er að hugsa alveg frá A til Ö þegar það kemur að framleiðslu og við- skiptum. Heimurinn er ein pláneta og þetta þarf að vera hugsunarhátt- urinn í öllum ákvarðanatökum.“ Katrín kinkar kolli á meðan Hrund talar og minnist á að ein- ungis fjögur ár séu liðin frá því að Alþingi gerði það að lögum að líf- eyrissjóðir skyldu setja sér siðferðis- leg viðmið í fjárfestingum. „Þetta eru sjóðir sem meðhöndla almannafé og þar sem við erum að ræða Eimskip þá sjáum við að það er gríðarlega mikilvægt að þessir aðil- ar séu ekki bara með loftslagsmark- mið, heldur hugsi líka um hluti eins og mannréttindabrot þegar kemur að fjárfestingum,“ segir Katrín. Abstrakt verður áþreifanlegt Með yfirlýsingunni er tekið tillit til Parísarsamkomulagsins, heims- markmiða Sameinuðu þjóðanna, alþjóðlegra skuldbindinga Íslands og markmiða um kolefnishlutlaust Ísland fyrir 2040. Aðspurð um hvers vegna sé þörf á viljayfirlýsingu ofan á það, segir Katrín að nú séu fjár- málafyrirtæki að gera markmið stjórnvalda að sínum eigin. „Öll þessi heimsmarkmið virka oft svo fjarlæg. Ég held að margir á Íslandi hugsi að slík markmið séu fyrir aðrar þjóðir sem eru ekki eins „frábærar“ og við í loftslagsmálum. En það er aldeilis ekki þannig. Þessi viljayfirlýsing tekur þetta fjarlæga og abstrakt og gerir það áþreifan- legt.“ Fjármagn er súrefni Hrund, sem starfaði lengi hjá Sam- einuðu þjóðunum, segir að oft sé litið til Íslands til að setja fordæmi. „Við erum bara lítið þorp og eigum að taka þetta til okkar. Með þessu samstarfi getum við blásið fólki von í brjóst annars staðar. Fjármagn er súrefni og það er ekki nóg að segja „ekki menga“, heldur þurfum við að breyta til þess að hafa uppbyggileg áhrif.“ Katrín tekur undir og segir þróunina hafa verið allt of hæga. Það sé alveg mögulegt að ná hraðri umbrey ting u með ják væðum hvötum og regluverki, eins og skattaívilnunum fyrir grænar fjár- festingar. Hún hafi tekið eftir því í alþjóðlegri loftslagsumræðu, að ríki setji sér markmið en haldi svo bara áfram að niðurgreiða meng- andi starfsemi. „Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Umhver f ismál hafa ver ið til umræðu meiri hluta minnar ævi og þróunin hefur verið allt of hæg. Við höfum ekki verið að ná þessari mik- ilvægu samræmingu sem þarf að vera á milli stefnumótunar stjórn- valda og stefnumótunar atvinnu- lífs. Meira að segja í litla þorpinu Íslandi, þá erum við stundum lokuð í okkar boxum og tölum ekki nægi- lega vel saman.“ Bæði Hrund og Katrín segjast hafa fundið fyrir viðhorfsbreyt- ingum í atvinnulífinu á Íslandi undanfarin ár. „Ég veit ekki hverju er að þakka,“ segir Katrín. „Kannski er það unga fólkinu að þakka sem er alltaf að minna á þessi mál. Börn fólks sem vinnur í stjórnmálum, fyrirtækjum og í verkalýðshreyf- ingunni. Það er stórkostlegt að hafa þennan hóp sem keyrir þetta áfram.“ Ekki á herðum almennings Með því að einblína á sjálf bærar f járfestingar er verið að leggja ábyrgðina á herðar þeirra sem stjórna peningunum, í stað herða almennings. „Lengi vel fannst mér sjálf bærni vera lögð á herðar einstaklinganna. Ef þú ert í ósjálf bærri f lík, eða þess háttar, þá finnur þú fyrir rosalegri pressu, eða færð samviskubit því þú ert ekki að standa þig. Ég held að við verðum að snúa þessu við. Auðvitað eigum við að gera okkar besta, en þegar allt kemur til alls þá þurfa stjórnvöld og fjármagnseig- endur í heiminum að leiða þessar breytingar,“ segir Katrín. „Og gleymum ekki hverjir eru raunverulegu ábyrgðaraðilarnir,“ — skýtur Hrund inn í. „Sirka hundrað stórfyrirtæki í heiminum eru ábyrg fyrir 71 prósenti af allri losun.“ En hvað með stærstu mengunar­ valda hér á landi sem eru með erlenda fjárfesta? Katrín svarar: „Þetta verður alltaf að vera blanda af jákvæðum hvötum og strangara regluverki. Við höfum verið að hækka kolefnis- gjald og smám saman færa okkur yfir í grænna skattkerfi.“ Þetta er ekki góðgerðastarf Hrund bendir á að sjálf bærar fjár- festingar hafa borið betri ávöxtun en hefðbundnar fjárfestingar, það sem af er þessu ári. „Mér finnst það mjög mikilvægur punktur. Þetta er ekki góðgerða- starf, þetta er betri „business“ og krefst langtímahugsunar og er betri áhættustjórnun á fjármagni. Ábyrgar fjárfestingar fela líka í sér að huga ekki bara að því að hámarka arðsemi fyrir hluthafa, heldur hámarka arðsemi fyrir hagaðila: náttúruna og mig og þig, að keðjunni, öllum þeim sem verða fyrir framleiðslunni.“ „Get shit done“ Katrín segir að hennar hugsjón sé að okkur takist að gera það sem virðist ógerlegt, að snúa þessari þróun við. „Þessi hugmyndafræði snertir mitt hjarta; að við séum alltaf að hugsa um fólkið og umhverfið en ekki bara efnahagslega þáttinn. Þetta er svo einfalt og svo banal en samt svo gríðarlega mikilvægt að við náum að koma þessu inn. Eins og Andri Snær fór svo gríðar- lega vel yfir í bók sinni. Þegar maður tekur eitt æviskeið, líf ömmu sinnar og barnabarna, fólk sem maður hefur kynnst og elskað og á eftir að kynnast og elska, og skoðum mun- inn á heiminum á þessu örstutta skeiði … Þetta hvílir á okkur, að bregðast við.“ Hrund tekur í sama streng. „Við verðum líka að hafa í huga að hlut- irnir eru að breytast sjúklega hratt. Við höfum rosalega mikla tækni- lega og vísindalega þekkingu til að „get shit done“ og það er ekki eftir neinu að bíða.“ „Get shit done!“ sammælist Katr- ín og Hrund segir að lokum: „Ef við höfum ekki sýn lengra fram í tímann en þrjú eða fjögur ár, þá erum við ekki að ná utan um óvissuna og samtímann sem við lifum í. Við verðum að fara jarð- tengd inn í þá ákvörðun: Hvert viljum við fara? Þá bara förum við þangað.“ Förum þangað sem við viljum Stjórnvöld verða að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum en ef þróunin á að vera nægilega hröð þurfa fjár- magnseigendur að taka þátt. Hrund Gunnsteinsdóttir og Katrín Jakobsdóttir segja ekki eftir neinu að bíða. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ingunn Lára Kristjánsdóttir ingunnlara@frettabladid.is 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.