Fréttablaðið - 03.10.2020, Side 80

Fréttablaðið - 03.10.2020, Side 80
„Hvaða munsturrugl er þetta nú eiginlega,“ sagði Kata önug. „Eigum við að velja munstur á sófasett?“ bætti hún við og leist augljóslega ekkert á þessa þraut. „Og hvað er þessi plús að gera þarna, eigum við kannski að fara að hanna veggfóður. Ég hef aldrei kunnað að meta veggfóður.“ Lísaloppa las leiðbeiningarnar. „Hér stendur: Ef þessar Konráð á ferð og ugi og félagar 423 Sérð þú hvernig munstur verður til þegar þessar tvær munsturmyndir eru lagðar saman?? ? ? ? tvær munsturmyndir eru lagðar hvor ofan á aðra, hvernig munstur verður þá til? Er það eins og á mynd 1, 2, 3, 4 eða 5?“ Þær horfðu á munsturmyndirnar drykklanga stund. „Nei,“ sagði Kata. „Þetta er bara ein hringavitleysa fyrir mér, þú mátt reyna að leysa þessa þraut, ég gefst upp.“ „Gefst upp?“ Sagði Lísaloppa og glotti. „Allt í lagi, sagði Kata og dæsti. „Reynum þá að ‰nna eitthvað vitrænt út úr þessari þraut.“ Hún léti það sko ekki fréttast að hún gæ‰st upp svona auðveldlega. Svo gerði það líka þrautina aðeins auðveldari að glíma við að fá að sjá ‰mm möguleika og vita að einn þeirra væri sá rétti. 1 2 3 4 5 Lausn á gátunni Það er munsturmyndin númer eitt? Bergþóra Hildur Andradóttir er ell- efu ára og leikur hlutverk Kamillu í Kardemommubænum á sviði Þjóðleikhússins, til skiptis við Völu Frostadóttur. Hún segir það mjög skemmtilegt. Kynnumst við eitthvað foreldrum Kamillu í leikritinu? Já, Soffía frænka er víst mamma hennar, þó að Kamilla kalli hana alltaf Soffíu. Í leikritinu fær Kamilla líka nýjan pabba, ég vil ekki segja hver hann er. Hvenær vissir þú að þú fengir hlut- verkið? Það er svona ár síðan, ég byrjaði að æfa það í nóvember 2019 og loksins vorum við að frumsýna um síðustu helgi. Lágu æfingar niðri lengi? Já, en í fyrstu COVID-bylgjunni tókum við krakkarnir nokkra danstíma í gegnum app í símanum sem heitir Zoom, ég var bara heima en sá hina og kennarana. En 4. maí, stuttu eftir að samkomubanninu var af létt, byrjuðu æfingar, svo kom sumar- frí  og eftir það hefur allt gengið hrukkulaust. Hefur þú getað sinnt skólanum? Það er reynt að láta leikæfingar ekki hitta á skólatíma og við vorum stundum á æfingum frá fjögur til tíu. Samt kom fyrir að ég varð að sleppa skóla. Oftast náði ég ein- hverjum kennslustundum en tók svo strætó niður í Þjóðleikhús. Fenguð þið eitthvað að borða þar? Við fengum hádegismat, svo hress- ingu og ef við vorum fram á kvöld fengum við kvöldmat. Finnst þér álagið þess virði? Já, það er svo æðislegt að vera á svið- inu, ekki bara á sýningu heldur líka á æfingum. Mér líður mjög vel þar. Hefurðu leikið áður?  Bara í skóla- leikritum, þetta gefur miklu meiri reynslu. Þegar maður fer inn í Þjóð- leikhúsið þá er það – ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það – eitt- hvað svo góð tilfinning. Það er svo gaman að vera þar. Hefurðu ekki kynnst mörgum nýjum krökkum? Jú, tuttugu og þremur og það eru allt skemmti- legir og jákvæðir krakkar og með mikla hæfileika. Það er alltaf gleði í hópnum. Ertu að æfa söng eða á hljóð- færi utan leikhússins? Ég æfi söng í kór Vídalínskirkju, sem er undir stjórn Jóhönnu Guðrúnar söng- konu, og hún kennir okkur. Áttu f leiri áhugamál? Mér finnst gaman að skrifa og semja leikrit og sögur.  Líka að dansa. Kamilla dansar svolítið í sýningunni. Svo finnst mér gaman í fótbolta og alls konar íþróttum.   Það er svo æðislegt að vera á sviðinu „Mér finnst gaman að skrifa og semja leikrit og sögur. Líka að dansa. Ka- milla dansar svolítið.” segir Bergþóra Hildur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Söngur Kamillu Heyrið lagið hljóma hreina bjarta óma. Einn og tveir og þrír og einn og tveir og þrír. Áfram enn skal telja aðrar nótur velja. Einn og tveir og þrír og einn og tveir og þrír. Töfratrillur nettar teljum hratt og léttar. Einn og tveir og þrír og einn og tveir og þrír. Nýjan vikivaka við nú skulum taka. Einn og tveir og þrír og einn og tveir og þrír. Ef ég íþrótt stranga æfi daga langa. Einn og tveir og þrír og einn og tveir og þrír. Eykst mér lag og leikni leik ég þá með hreykni. Síðar sannið til þá sést hvað í mér býr. Höfundur: Torbjörn Egner Þýðing: Kristján frá Djúpalæk Lagið 1. Hvaða garður er alltaf blautur? 2. Hvað er það sem brosir við öllum en hlær þó ekki að neinum? 3. Hvaða blað er ekki hægt að rífa? 4. Stundum hef ég höfuð, stund- um ekki, stundum er ég með tagl en stundum ekki. Hver er ég? 5. Hvað er það sem er hnöttótt eins og egg, hefur fjölda augna en er þó sjónlaust? Gátur SVÖR 1. Tanngarður 2. Sólin 3. Hnífsblað 4. Hárkolla 5. Kartafla Það er mikið um dýrðir í Kardemommubæ eins og hér má sjá. 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.