Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Blaðsíða 11
alltaf grunnurinn að því að
ná tengslum við tungumálið.
Síðan erum við líka dugleg að
tala við þær,“ segir hann og
hlær. „Þær hafa gott af því að
heyra í pabba með öll skrýtnu
orðin sín,“ segir Bragi með
sínum hægláta og sjarmerandi
talanda.
Heimurinn hefur gjörbreyst
á fáum árum þegar kemur að
aðgengi barna og ungmenna
að afþreyingu á ensku. „Nú
eru bara allir á YouTube.
Áreitið í kring um krakkana
er svo svakalegt. Ef við ætl-
um að halda í þetta tungumál
okkar þurfa þau að lesa. Það
hjálpar líka til að hafa aðgang
að talsettu barnaefni eða með
texta. Hér hefur lengi vel ver-
ið mjög mikill metnaður lagð-
ur í talsetningu og það væri
synd ef það myndi glatast. Nú
eru að koma inn á markaðinn
nýjar efnisveitur og það er
fáránlegt að bjóða ekki upp
á þetta talsetta efni sem við
eigum. Tölvuleikir eru líka
algjörlega óþýtt svæði. Þeir
hafa fyrir löngu tekið fram úr
kvikmyndaheiminum þegar
kemur að umfangi. Við sitjum
ekkert ein í súpunni. Það deyja
út tungumál á hverju ári. Við
Íslendingar erum samt merki-
lega þrjósk.“
Bragi tekur smá kúnstpásu
en kemur síðan með játningu.
„Ég brjálaðist á netinu um
daginn. Hvatti fólk til að fara
inn á netspjallið hjá Mikka
mús og taka tryllinginn yfir
því að það sé ekkert efni á ís-
lensku á Disney plús,“ segir
hann en aðgangur að Disney+
var opnaður á Íslandi í síðasta
mánuði. „Það er eins og þeir
sem vinna hjá þessum veitum
geri ekki ráð fyrir að við
eigum okkar eigin tungumál.
Netflix lætur sér til að mynda
nægja að setja inn danskan
texta fyrir okkur,“ segir Bragi
sem áfram hvetur fólk til að
láta í sér heyra vegna þessa.
Spenntur fyrir samhverfum
Honum finnst hvað skemmti-
legast við íslenskuna hversu
sérstök hún er. „Þetta er sér-
kennilegt tungumál. Við eig-
um mjög furðulega bókstafi.
Þetta er ljótt mál áheyrnar
fyrir marga, inniheldur
skrýtin hljóð en hefur líka að
geyma mikla mýkt. Mér finnst
gaman að finna orð sem ég
veit ekki hvað þýða, grúska
í orðabókum og finna eitt-
hvað skemmtilegt. Við eigum
ógrynni af ónotuðum orðum.
Daglegur orðaforði er afskap-
lega takmarkaður.“
Bragi er með BA-gráðu í
íslensku frá Háskóla Íslands
en það var sannarlega ekki
fyrirfram ákveðið að hann
myndi vinna með tungumálið
jafn mikið og raun ber vitni.
„Eins og fólk hefur kannski
tekið eftir finnst mér mjög
gaman að orðum. Ég hef gam-
an af skrýtnum hlutum eins
og bragfræði, furðulegum
orðum og samsetningu orða.
Samhverfur er ein veilan.
Orð sem hægt er að lesa bæði
fram og til baka. Ég fékk þær
alveg á heilann á tímabili.“ Að
því sögðu kemur það kannski
á óvart að íslenska hafi ekki
orðið strax fyrir valinu en
Bragi skráði sig í undirbún-
ingsnám fyrir læknadeildina
og marði þar nokkra mánuði
en fann lítið sem ekkert af
samhverfum. Fruman eða The
Cell ku vera bókin sem endaði
hugmyndir Braga um að verða
dr. Bragi. Í stað þess að bæta
líkamlega heilsu landsmanna
hefur hann lagt sitt af mörk-
um við að upphefja geðheilsu
og orðaforða samlanda sinna.
Hann segist aðspurður í
raun ekki eiga neitt uppá-
halds orð en er tilbúinn til
að nefna orð dagsins, sam-
hverfuna tillit. „Ég hef alltaf
verið mjög hrifinn af útlitinu
og eðli orðsins tillit. Þetta er
ein fyrsta samhverfan sem ég
stoppaði við í bók og hugsaði
með mér: Þetta er andskoti
gott orð! Merkingin er líka
góð. Að taka tillit er falleg
hugsun. Tillit lítur líka vel út á
prenti. Þetta eru langir stafir
og orðið lítur svolítið út eins
Barnatónlist
á ekki að vera
öðruvísi en önnur
tónlist.
FRÉTTIR 11DV 16. OKTÓBER 2020