Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Síða 10
10 FRÉTTIR 16. OKTÓBER 2020 DV
Stundum missi
ég mig í
nördaskapnum
B ragi Valdimar Skúla-son er ekki eins og fólk er flest. Sem betur fer.
Hann lýsir sér sjálfum sem
„skrýtna karlinum með þver-
slaufuna í sjónvarpinu“. Hann
er nú á skjánum alla föstu-
daga, ásamt Björgu Magnús-
dóttur, í þáttunum Kappsmáli
á RÚV – með þverslaufuna.
Þar leysa keppendur hinar
ýmsu þrautir tengdar tungu-
málinu og í síðasta þætti átti
annað liðið til að mynda að
giska á hvert eftirfarandi orða
væri til í alvörunni: hælbeitir,
frunti, ærufauti eða svekkill.
„Þetta er í raun leikjaþáttur
um tungumálið. Grunnhug-
myndin er að tungumálið er
skemmtilegt og maður á ekki
að vera feiminn við að nota
það. Það er svo leitt þegar
fólk þorir varla að tjá sig á ís-
lensku því það er alltaf verið
að leiðrétta það og skamma.
Tungumálið er okkar helsta
tæki í lífinu og við þurfum að
passa upp á það,“ segir Bragi
sem býr sjálfur yfir litríkara
orðfæri en flestir og leyfir
sér jafnvel að sletta þegar vel
viðrar.
Stórkostleg eiginkona
Áður sá Bragi um skemmti-
og fræðsluþættina Orðbragð,
ásamt Brynju Þorgeirsdóttur,
og það var þá sem hugmyndin
að leikjaþætti vaknaði. Aðal-
starf hans er hins vegar hjá
auglýsingastofunni Branden-
burg þar sem hann er meðeig-
andi. Hann er auk þess titlað-
ur texta- og hugmyndasmiður
en tekur í raun þátt í öllu sköp-
unarferlinu eins og tíðkast á
auglýsingastofum hér á landi.
Brandenburg er ein af fáum
auglýsingastofum sem hafa
ráðið fólk í miðjum heims-
faraldri og fagnar mikilli vel-
gengni. Hér lætur Bragi þó
ekki staðar numið því hann er
einnig hluti af fjöllistahópnum
Baggalúti, hefur gefið út þrjár
barnaplötur, samið texta fyrir
fjölda tónlistarmanna og þýtt
heil ósköp. Nú síðast var hann
að leggja lokahönd á nýja þýð-
ingu leikverksins Taktu lagið,
Lóa – sem nú heitir reyndar
bara Lóa – og kemur vonandi
á fjalir Borgarleikhússins fyrr
en seinna. Ef COVID lofar.
Hvernig geturðu eiginlega
sinnt svona mörgum verk-
efnum?
„Ég er oft spurður að þessu.
Galdurinn er að konan mín
gerir allt á heimilinu.“ Bragi
er augljóslega ekkert að grín-
ast. Hann er giftur Heiðu, Þór-
dísi Heiðu Kristjánsdóttur, og
saman eiga þau þrjár dætur
sem eru sjö, tíu og fimmtán
ára. „Heiða er stórkostleg,“
segir hann af mikilli innlifun.
„Þú ættir eiginlega að taka
viðtal við hana. Hún er miklu
skemmtilegri en ég.“ Heiða er
tónmenntakennari og flakkar
almennt milli skóla með skap-
andi smiðjur en eðli málsins
samkvæmt er það heldur tor-
velt á tímum heimsfaraldurs.
Las líka Ástarbréf til Ara
Fimm ára gamall flutti Bragi
með foreldrum sínum til
Hnífsdals þar sem pabbi hans
starfaði sem fiskifræðingur
og mamma hans starfaði hjá
Símanum. „Ég bjó þar þegar
vídeóspólurnar mættu á
svæðið. Ég tók auðvitað upp
áramóta skaupið og horfði
síðan á það átta þúsund sinn-
um. Ég kom helst í borgina til
að kaupa þungarokksboli og
bætur á gallajakka. Þunga-
rokkið yfirtók unglingamenn-
inguna á Íslandi árin 1989 til
1991 og ég varð fyrir barðinu
á því. Ég fór á tónleika Whi-
tesnake í Reiðhöllinni og var
mættur fremst í Laugardals-
höllina þegar Iron Maiden hélt
tónleika þar. Ég var svolítið í
rokki og róli en það jafnaði
sig.“
Og þá fórstu yfir í kántríið.
„Já, kántrí og Barböru
Streisand,“ segir Bragi sem
hefur allt annað en fyrir-
sjáanlegan smekk og hlustaði
á uppáhaldsbarnaplötuna sína,
Hrekkjusvínin, langt fram á
fullorðinsaldur.
Ólíkt því sem einhverjir
kynnu að halda lá Bragi ekki
yfir forníslenskum ritum sem
barn heldur las Ástarbréf til
Ara eins og aðrir ungling-
ar. Honum fannst þó bæk-
urnar um Frank og Jóa öllu
skemmtilegri og fór seinna að
lesa bækur eftir Alistair Mac-
Lean. „Það er líka gott að lesa
það sem manni finnst ekki
endilega skemmtilegt. Þú ert
þá að neyta textans, myndar
þér smekk og greinir hvað er
gott og hvað er slæmt. Fólk
ratar alltaf á endanum á góða
stöffið.“
Giftu sig í Vegas
Fjölskylda Braga flutti til
Erla
Hlynsdóttir
erlahlyns@dv.is
Reykjavíkur skömmu áður
en hann byrjaði í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð.
Þar kynntist hann mörgum
af sínum bestu vinum enn í
dag, og þar kynntust líka þau
Heiða. „Við vorum saman í
Hamrahlíðarkórnum, þeirri
góðu hjónabandsmiðlun. Við
fórum ekki að vera saman
fyrr en seinna, áttum marga
sameiginlega vini, og erum nú
gift með þrjár stelpur.“
Heiða og Bragi höfðu verið
saman í yfir áratug þegar þau
gengu í formlegt hjónaband
þar sem enginn annar en Elvis
Presley vígði hjónin, eða alla-
vega staðgengill hans. „Já, við
fórum til Vegas þar sem Elvis
var ræstur út.“ Giftingin fór
fram 7. september 2013 – sjö,
níu, þrettán – og skelltu þau
sér til Bandaríkjanna ásamt
vinapari sem gekk í hjóna-
band á sama tíma. „Ég get
ekki sagt að þetta sé endilega
dæmigert fyrir okkur. Við
erum almennt róleg í tíðinni
en temmilega spontant.“
Bragi segir fjölskylduna
sannarlega vera sér innblást-
ur – sem dæmi hafi dæturnar
allar fengið sína barnaplötu
sem hann gerði með Memfis-
mafíunni. „Sú elsta fékk Gilli-
gill, miðjan fékk Diskóeyjuna
og sú yngsta fékk Karnivalíu.
Nú bíð ég bara eftir barna-
börnunum til að gera nýja
barnaplötu. Þó þessar plötur
hafi verið hugsaðar sem
barnaplötur var þetta ekki
endilega sérstök barnatón-
list. Ég veit í raun ekki einu
sinni hvað það er. Barnatón-
list á ekki að vera öðruvísi en
önnur tónlist. Þarna var mikill
metnaður á ferð og frábærir
tónlistarmenn sem koma við
sögu. Það þarf að vera gleði
og við þurfum að smita henni
áfram. Hættum að smita CO-
VID og smitum fólk frekar af
gleði.“
Allir komnir á Youtube
Hann segir þau hjónin vissu-
lega halda íslensku að dætr-
unum en að þau séu ekkert
að fara yfir beygingarfræði
við matarborðið. „Við leggj-
um áherslu á að þær séu að
lesa. Ég held að lesturinn sé
Bragi hefur
afar fjölbreytt-
an tónlistar-
smekk. Sem
unglingur
hlustaði hann
á Metallica og
Iron Maiden,
áður en hann
færði sig
yfir í kántrí
og Barböru
Streisand.
MYND/VALLI
Bragi Valdimar Skúlason hefur afskaplega gaman
af orðum. Hann er einn vinsælasti textasmiður og
tónskáld landsins og virðist hafa mun fleiri klukku-
tíma í sólarhringnum en við hin.