Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Page 38
38 SPORT 433 16. OKTÓBER 2020 DV Því miður virðist Ísland vera eina landið sem ekki getur leyft íþróttum að halda áfram þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn. MYND/VALLI Þ að bendir margt til þess að síðasti mótsleikur Knattspyrnusambands Íslands á þessari leiktíð hafi farið fram, hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hafa komið í veg fyrir að það sé spilað. Ísland virðist vera eitt af fáum löndum í heiminum sem bannar íþróttaiðkun á þessum fordæmalausu tím- um og því gæti KSÍ þurft að taka í gikkinn og blása mótið af. Sambandið setti inn nýja reglugerð fyrir mótin vegna veirunnar, þar sem hægt er að blása allt af vegna hennar ef búið er að spila 2/3 af mót- inu en sambandið ætlaði þó að gefa sér til 1. desember að klára þau. Búið er að leika 2/3 í öllum deildum og því ekkert í regluverkinu sem bannar að blása mótin af, það er hins vegar ósanngjarnt á margan hátt að klára ekki mótin. Mikið er í húfi fyrir marga í þeim örfáu leikjum sem eftir eru. Ég tel mig vera með hina fullkomnu lausn ef blása þarf mótin af vegna veirunnar. Fjölgun liða í efstu tveimur deildum karla og efstu deild kvenna á næstu leiktíð væri sanngjarnast fyrir flesta. Efsta deild karla Til að allir sætu við sama borð yrði að spila einn leik í efstu deild karla, Stjarnan og KR eru einu liðin með 17 leiki og eiga þau eftir að mætast. KSÍ myndi fá undanþágu til að spila leik liðanna sem þau eiga innbyrðis. Þar væri mikið í húfi en KR gæti náð fjórða sætinu af Stjörnunni sem gæti gefið Evrópusæti, undanúrslit og úrslit eru eftir í bikarnum en vel er hægt að spila það í janúar eða febrúar. Á næsta ári væri svo hægt að fjölga liðum í deildinni um tvö lið. Fjölnir færi niður en Grótta myndi halda sæti sínu í deildinni. Fjölnir gæti pirr- að sig á þessu en þetta væri sanngjörn lausn fyrir flesta. Þrjú lið kæmu svo upp úr 1. deildinni en Keflavík situr þar í efsta sæti og Leiknir og Fram eru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti. Ef mótið yrði ekki klárað væri sann- gjarnt að mínu viti að þessi lið færu upp. 14 liða deild á næsta ári vegna veirunnar og hægt að kjósa um það á ársþingi í febrúar hvernig framhaldið verður. 1. deild karla Með því að setja þrjú lið upp væri ég með tíu lið eftir í 1. deild eftir að hafa sent Fjölni niður um deild enda liðið ekki unnið einn leik í efstu deild í sumar og hefur gott af hvíld- inni. Ekkert lið myndi falla úr 1. deild á þessari leiktíð, fallbaráttan þar er hörð þeg- ar tvær umferðir eru eftir. Þróttur myndi sleppa við fall í dag ef mótið yrði blásið af og núverandi reglugerð yrði notuð, Þróttur heldur sér uppi á einu marki frekar en Magni en bæði lið hafa 12 stig líkt og Leiknir Fáskrúðs- firði, ekki beint sanngjarnt fyrir einn né neinn að falla á svona smáatriði þegar mótið hefur ekki verið klárað. Úr 2. deild karla myndi ég svo sækja fjögur lið og búa til 14 liða 1. deild að ári. Kórdrengir hafa vel unnið fyrir sæti sínu í deildinni og eru efstir, fara upp sama hvort spilað verður eða ekki. Þróttur Vogum, Sel- foss og Njarðvík eiga svo öll möguleika á öðru sæti deild- arinnar. Þau færu öll upp í 1. deildina og 14 liða deild yrði næsta sumar. Eins og með efstu deild væri svo hægt að ræða málin betur á ársþingi KSÍ. 2. og 3. deild karla Í annarri deild næsta sumar yrðu því eftir átta lið, ekkert lið myndi falla úr deildinni. KV og Reynir Sandgerði hafa nú þegar tryggt sér sæti í deildinni að ári með góðum árangri í 3. deildinni. Tvö lið til viðbótar kæmu með upp sem yrðu þá Augnablik og KFG og eftir sæti 12 liða deild eins og áður. Í 3. deild karla væru eftir átta lið en ÍH og KFS hafa nú þegar tryggt sér sæti í deildinni að ári. Hamar og Kormákur/Hvöt sem léku um þriðja sætið í fjórðu deild- inni færu upp í 3. deildina með þeim liðum og áfram væri þar 12 liða deild. Fjórða deildin er svo riðlaskipt og leikur einn að halda sama fyrirkomulagi þar. Efsta deild kvenna Ef ekki verður hægt að klára deildirnar væri eðlilegast í kvennaflokki að ekkert lið myndi falla og eftir sætu tíu lið í deildinni. Fjöldi liða getur enn fallið og þar á meðal KR sem hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar vegna veir- unnar. Tindastóll og Kefla- vík kæmu upp og hægt væri að spila 12 liða efstu deild að ári. Í neðri deildum kvenna er svo hægt að stilla mótin þann- ig af að 8-10 lið yrðu í 1. og 2. deild að ári. Líklegt er að flest lið myndu sætta sig við þessa niðurstöðu. Með þessu fyrirkomulagi held ég að allir gætu sætt sig við að mótin yrðu blásin af þó að það sé von mín og ósk að KSÍ gefist ekki upp og reyni allt sem hægt er til að klára mótin í kringum 1. desember ef þess þarf. n Það er von mín og ósk að KSÍ gefist ekki upp og reyni allt sem hægt er til að klára mótin. UTAN VALLAR Hörður Snævar Jónsson ER ÞETTA FULLKOMIN LAUSN Í VONLAUSU ÁSTANDI? Margt bendir til þess að ekki verði hægt að klára Íslandsmótin í knattspyrnu, pressa er frá félögum á að blása mótin af vegna veir­ unnar en ekki stefnir í að boltinn geti rúllað af stað á næstunni. SKOÐANAPISTILL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.