Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Blaðsíða 27
E ftir messu einn sunnu­daginn árið 2003 kom sóknarfólkið saman í kirkjunni og fékk sér kaffi og kræsingar. Dale Anderson var einn þeirra sem fengu sér kaffibolla, en nokkrum mín­ útum síðar bað hann eigin­ konu sína að skutla sér heim. Hann lýsti upplifun sinni svona: „Við komum heim eftir messuna og ég byrjaði bara að æla lifur og lungum.“ Hann vissi þó ekki að á sama tíma fundu aðrir kirkjugestir fyrir svipuðum einkennum. Andlát undirstrikaði alvarleika málsins Læknar héldu að um matar­ eitrun væri að ræða, en með­ ferðirnar sem þeir beittu virtust gera lítið gagn. Þeg­ ar hinn 78 ára gamli Walter Morrill lést vegna eitrunar­ innar, þá áttuðu læknarnir sig á því að eitthvað grafal­ varlegt væri í gangi. Öllum hinum sem fundu fyrir ein­ kennum, fimmtán talsins, var komið á sjúkrahús í hvelli. Á sjúkrahúsinu starfaði Rose Tanguay, sem var að læra hjúkrunarfræði. Hún var fyrst til að gruna að frumefnið hættulega arsen­ ik væri skaðvaldurinn. „Ég í rauninni púslaði þessu sam­ an,“ sagði hún. „Útilokaði allt nema arsenik.“ Rannsóknarlögreglumað­ ur fór í kirkjuna og leitaði að einhverju dularfullu við bakkelsið sem hafði verið boðið upp á, en hann fann ekkert bitastætt. Hjúkrunar­ fræðingur á sjúkrahúsinu átt­ aði sig á því að allir þeir sem lágu inni höfðu drukkið kaffi og því var ákveðið að rann­ saka það. Móteitur fyrir tilviljun Um það bil sólarhring eftir messuna voru heilbrigðis­ yfirvöld í Maine farin að spyrjast fyrir um móteitur gegn arseniki. Fyrir algjöra tilviljun var slíkt til í fylkinu og því komið í flýti á sjúkra­ húsið. Heilbrigðisstarfsfólkið var þó hikandi við að gefa sjúklingunum móteitrið, en væri grunur þeirra rangur, um að arsenik væri skað­ valdurinn, myndi móteitrið hafa frekari skaðleg áhrif. Tekin var ákvörun um að gefa sjúklingunum móteitrið, sem bjargaði lífi þeirra. Nokkrum klukkustundum síðar kom í ljós að vissulega hefði verið arsenik í kaffinu. Arsenikið var í verulegu magni. Því var ljóst að ekki var um neina tilviljun að ræða, heldur hafði einhver komið því fyrir viljandi. „Þú eitrar ekki fyrir þeim“ „Allir eru gríðarlega sorg­ mæddir. Allir þekkja þá sem eru veikir. Allir þekkja alla,“ sagði einn bæjarbúa á meðan málið var í rannsókn, en Nýja­Svíþjóð í Banda­ ríkjunum er álíka fámenn og Seyðisfjarðarkaupstaður. „Ég trúði því hreinlega ekki að það væru einhver illindi á milli þessa fólks. Ef þú ert ósáttur við einhvern hérna, þá gengur þú upp að viðkomandi og segir: „Þú komst illa fram við mig um daginn.“ „Þú eitr­ ar ekki fyrir þeim,“ var haft eftir öðrum bæjarbúa og enn annar sagði: „Þetta er svo ná­ inn hópur hérna. Svo eru svo margir skyldir hver öðrum.“ „Ég var einn að verki“ Málið þótti afar dularfullt. Enginn lá sérstaklega undir grun, þangað til fimm dög­ um eftir messuna. Danny Bondeson, 53 ára, sem hafði verið virkur í kirkjustarfinu, fannst látinn á bóndabæ sín­ um. Hann hafði framið sjálfs­ víg og skilið eftir bréf, þar sem hann játaði sök í málinu. Bréfið hefur aldrei verið birt almenningi, en litlir hlutar úr því hafa birst opinberlega, líkt og: „Ég var einn að verki. Ég var einn að verki.“ Málið var talið óupplýst í nokkur ár en var að lokum talið upplýst og Danny sagð­ ur sá seki, án þess að eiga sér samverkamann. Aldr­ ei hefur legið almennilega fyrir hvers vegna Danny á að hafa framið glæpinn. Áðurnefndur Dale Anderson sagði: „Einhver hafði gert honum eitthvað. Og hann ákvað að gera eitthvað til að gera fólk veikt.“ Þá hefur því verið haldið fram að minni­ háttar ágreiningur innan kirkjunnar hafi fengið hann til að fremja glæpinn. „Ég held að það séu fleiri sekir þarna úti“ Einn þeirra sem veiktust var Eric Margeson, vinur Dannys. Sumir hafa haldið því fram að hann tengist ástæðu eitrunarinnar. Aðrir telja að Danny Bondeson hafi ekki verið einn að verki og einhverjir þeirra seku gangi lausir enn þann dag í dag. Dale Anderson er þeirrar skoðunar: „Það er eitthvað meira þarna á bak við, en bara Danny. Hann vissi kannski eitthvað, en ég held að það séu fleiri sekir þarna úti.“ Ónafngreind kona sem drakk kaffið lést nokkrum árum síðar. Talið er að arsen­ ik­eitrunin hafi spilað stóran þátt í dauða hennar. Þá segist Dale Anderson aldrei hafa náð fullri heilsu aftur. n SAKAMÁL Jón Þór Stefánsson jonthor@dv.is Ég trúði því hreinlega ekki að það væru einhver illindi á milli þessa fólks. KAFFIÐ Í KIRKJUNNI DREPUR Í Mine-fylki í Nýju-Svíþjóð búa einungis um 500 manns. Allir þekkja alla og margir eru tíðir kirkjugestir í hinni litlu kirkju bæjarins. Engan hefði grunað að kirkjuferð myndi reynast lífshættuleg og falleg messa myndi hafa svo hræðilegar afleiðingar. Lútherstrúar- kirkja Gústafs Adolfs Svía- konungs er á skrá yfir sögu- legar bygg- ingar í Banda- ríkjunum. Þrátt fyrir það hefur kaffið í kirkjunni kostað fólk lífið. MYND/GETTY FÓKUS 27DV 16. OKTÓBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.