Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2020, Blaðsíða 24
24 FÓKUS 16. OKTÓBER 2020 DV ÖRVHENT PRJÓNA­ DROTTNING SLÆR RÆKILEGA Í GEGN Sjöfn Kristjánsdóttir, eigandi Stroffs verzlunar og Stroff.is, og tónlistarkonan Salka Sól eru að gefa saman út prjónabókina Una. Sjöfn fer yfir prjóna- ævintýri sín og deilir fallegri uppskrift úr bókinni. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is S jöfn Kristjánsdóttir lýsir sér sem 39 ára hús-móður í Hvassaleitinu. „Ég er voða venjuleg, elska að vera heima hjá mér og gera huggulegt í kringum mig. Ég bý með Grétari Karli, unn- usta til fjölda ára, og saman eigum við þrjú dásamleg börn. Sögu fjórtán ára, Ara fjögurra ára og Kára tveggja ára. Við byrjuðum með net- verslunina stroff.is veturinn 2017 og opnuðum svo STROFF verzlun í ágúst á þessu ári. Sú búð er staðsett í Skipholti 25. Þar vinnum við bæði og ótrú- legt en satt þá höfum við enn ekki fengið nóg af hvort öðru,“ segir Sjöfn og hlær. „Við erum ólík, ég er algjört fiðrildi með alla fálmara úti og sífellt á flugi á meðan Grétar er með báða fætur á jörðinni. Þetta er kombó sem klikkar ekki,“ segir Sjöfn. Hún er að gefa út prjónabókina Unu ásamt tónlistarkonunni Sölku Sól Eyfeld en Sjöfn og Salka kynntust í gegnum prjóna- skap og hefur Salka sagt að Sjöfn hafi kennt sér að prjóna á ótrúlega skömmum tíma. Byrjaði að prjóna tólf ára „Ég byrjaði sjálf að prjóna um tólf ára aldurinn. Ég er örvhent og engum tókst að kenna mér að prjóna. Það var ekki fyrr en vinkona mömmu, Didda, sem hafði þolinmæðina að vopni, tók mig í kennslu og úr varð fyrsta húfan mín. Síð- an þá hef ég meira og minna verið með prjónana á lofti,“ segir Sjöfn. „Ég útskrifaðist með stúd- entspróf af Hönnunar- og textílbraut frá FB en tók svo U-beygju og kláraði meistara- próf í uppeldis- og menntunar- fræði. Pabbi sagði nefnilega að maður yrði aldrei ríkur á því að prjóna. Ég er kannski ekki orðin rík en maður lif- andi hvað það er ómetanlegt að geta unnið við það sem maður elskar. Ég er samt fegin að hann hafi rekið mig af stað í háskólanám því án þess væri ég ekki jafn fær um að skrifa allar þessar upp- skriftir.“ Fann prjónasálufélaga sinn Sjöfn segir að stundum taki lífið óvænta stefnu og lífið tók svo sannarlega góða óvænta stefnu þegar hún kynntist Sölku Sól. „Við Salka kynnumst í gegnum Instagram þegar hún var að taka sín fyrstu skref í prjónaheiminum. Hún var að prjóna eftir mig og ég fann bara að þarna var eitthvað – einhver eins og ég. Ég sagði við hana um daginn að ég hefði fundið prjónasálufélaga minn. Því ég þekki engan sem hellir sér jafnmikið og jafn kröftuglega í verkefnin eins og Salka og það hentaði mér svo vel því ég hugsa um upp- skriftir, prjón og garn allan sólarhringinn. Ég er alltaf að fá hugmyndir og bölva því oft að vera ekki með fleiri hendur. Við erum jafn æstar í því sem við elskum að gera og erum alltaf með hausinn á fullu. Þú finnur ekki oft ein- hvern sem er jafn æstur og þú í svona sérhæfðu verkefni,“ segir Sjöfn. „Við ætluðum nú bara að gera eina peysu saman en uppskriftirnar urðu tólf, allar rafrænar og fást á stroff.is. Þetta endaði svo sem 27 upp- skrifta prjónabók. Hugmynd að bók var eitthvað sem við höfðum hugsað um en það var ekki fyrr en Kristján hjá Sögum útgáfu hafði samband og vildi vinna með okkur í því verkefni. Það kom aldrei hik á okkur, bara búmm og áfram gakk,“ segir hún. „Una – nafnið á bókinni er upphaflega frá dóttur Sölku, Unu Lóu en svo er Una bara svo fallegt nafn, stutt og hnit- miðað og merkingin er falleg; „hin hamingjusama“. Bókin er full af hamingju, gleði og góðri orku. Það eru nýjar upp- skriftir í bland við gamlar og allt frá hundaflíkum upp í flíkur á fullorðna. Svo er bókin stútfull af geggjuðum myndum eftir vinkonu okkar, Eygló Gísladóttur,“ segir Sjöfn. Bókin er farin í prentun og komin í forsölu á stroff.is. Áætlaður söludagur í búðum er 5. nóvember. n REX slefsmekkur Efni Katia Merino Sport Það sem þarf Hringprjónn nr. 5 (lengd skiptir ekki máli) Sokkaprjónar nr. 5 Nál til frágangs Stærðir og magn af garni Ein stærð. Í einn smekk fer sirka hálf dokka af Katia Merino Sport Gagnlegt Þú getur séð myndband sem sýnir hvernig hnútaprjónið er framkvæmt á www.bit.do/hnutaprjon. Prjónafesta Prjónfestan í þessari uppskrift er sú að 18 lykkjur á prjóna nr. 5 gera 10 sm með því að nota Merino Sport frá Katia. Þá gera: 36 lykkjur 20 sm 54 lykkjur 30 sm Aðferð Lesið vel yfir uppskrift áður en þið byrjið. Smekkurinn er prjónaður ofan frá og niður, fram og til baka. Uppskriftin býður upp á tvenns konar prjón, poppmynstur og garða­ prjón. Ég er kannski ekki orðin rík en það er ómetanlegt að geta unnið við það sem maður elskar. Sjöfn Kristjáns- dóttir lærði að prjóna tólf ára og hefur ekki hætt síðan. MYND/ SIGTRYGGUR ARI MYNDIR/AÐSENDAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.