Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Blaðsíða 5

Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Blaðsíða 5
Þð að yfirleitt sé erfitt að sanna béinlínis að um misrétti sé að ræða, eins og reynsla Jafnréttisráös sýnir, og þó að mjög fáar lesbíur og fáir hommar hafi látið reyna á það, hvort hætta sé á misrétti, þá er það ekki réttlæting á því, að stjórnmálamenn og stéttarfélög hefjist ekki handa um að fyrirbyggja það. Það er á- stæðula.ust og ðsanngjarnt að ætlast til þess að lesbíur og hommar láti reyna opinberlega á atvinnuöryggi sitt áður en fyrirbyggjandi aðgerðir eru hafnar. Reynsla lesbia og homma erlendis og ýmissa þjóðfélagshópa erlendis og hérlendis sýnir, að það er fyrir hendi. Þess vegna eru gerðar ráðstafanir til þess að draga úr misrétti gagnvart ýmsum hópum, svo sem konum, litum mönnum, fólki annars þjððernis eða. annarra trúarbragða en algengast er, o.s.frv. Við hvað eruð þið hrædd? er spurt, og þá vefst þeim oft tunga um tönn, sem spurður er. Þetta þekkja menr. úr verklýðsbaráttu og kvennabaráttu, og úr baráttu litra manna erlendis. Okkur kann að blöskra núna kjarkleysi og uppburðarleysi hins almenna verkamanns í árdaga verkalýðshreyfingarinnar. Okkur kann að furða mörg á því að kvennabarátta. skuli ekki eiga óskipt fylgi kvenna. Margir tekja, að í ljósi þess hve lesbíur og hommar hafa kvartanir lítið í frammi, megi ætla að lítil ástæða sé til réttindabaráttu af því tagi, sem Samtökin '?8 standa fyrir. En þá verðum við að muna, að flest. erum við börn okkar tíma, og hvort sem við finnum okkur stödd í þjóðfélagshópi, sem á undir högg að sækja, eða ekki, erurn við öll alin upp við sömu innræt ingur.a og búum við hana, meðan ekkert er gert til þess að uppræta hana. 5

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.