Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Blaðsíða 10

Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Blaðsíða 10
BLEIKI þRÍHYRNINGURINN ■ MINNISMERKI Nú er í undirtmningi gerð alþjáðlegs rainnismerkis um lesbíur og homma. Að þessu standa öll samtök hómðsexúalfólks í Hollandi með miklum stuðningi þekkts fálks, svo sem listamanna, kirkjunnar manna, menntamanna, stjórnmálamanna og fðlks frá fjölmiðlunum. Minnismerkið, sem er ætlaður staður við Keizergracht í hjarta horgar- innar, er í raun gríðarstór bleikur þríhyrningur, 36 metrar á hverja hlið. ðtlínur þríhyrnin. sins eru bleikur marmari, sem er felldur inn í stéttar, grasflöt og götu, en í hverju horni hans eru þrír minni þríhyrningar úr marmara og upphækkaðir, 10 metrar á hvern veg. Þarna er ýmiss konar starfsemi ætlaður staður, svo sem útisamkomum, leikjum og útiveru. Bleiki þríhyrningurinn er sem kunnugt er merki frelsisbaráttu lesbía og homma. Hommar í fangabúðum nasista voru látnir bera slxkt merki. Nefndin sem stendur að minnismerkinu hefur sent Samtökunum '78 bréf, þar sem ðskað er eftir fjárframlagi til gerðar þess frá félaginu og einstaklingum. Félagið kemur framlögum ykkar til skila. Heildar- kostnaöur verður um 4 milljónir króna. ÓLYMPÍULEIKAR LESBÍA OG HOMMA Dagana Z8. ágúst ti-1 5.':-heptember fóru fram í San Francisco Olympíu- Leikar lesbía og homma. ,Þangað komu keppendur frá mörgum löndum, og þeim íslensku íþróttahommum og -lesbium, sem ætla að taka þátt í næstu leikjum, er bent á aö ekki eru gerðar kröfur um glæstan árangur á fyrri mótum. Samfara leikjunum verður haldin menningarvika þar sem boðið verður / upp á leikrit, kvikmyndir og ýmislegt annað úr menningarlífi homma og lesbía. LESBÍA VÍGÐTIL PRESTS Mlkið er það misjafnt hversu kreddufastar hinar ýmsu kirkjudeildir eru. Nú hefur fyrsta lesbían, sem ekki er £ felum, verið vígð til prests' £ Bandarlkjunum. Hún heitir Anne Holmes og.er f Hinni samein- uðu mótmælendakirkju Krists, en hún hefur 1,8 milljónir safnaðar- barna. 10

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.