Samtökin '78 - Úr felum

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Qupperneq 18

Samtökin '78 - Úr felum - 01.12.1982, Qupperneq 18
HEIMSÓKNIR í SKÓLA Félagsmenn úr Samtökunum '78, félagi lesbía og homma á Islandi, hafa nokkrum sinnum sótt fundi meö nemendum í skólum. Þa6 hafa verið nemendur e6a einstakir nemendahópar, sem hafa beðið okkur að koma í heimsókn. Slík boð eru kærkomlð tækifæri fyrir okkur, til þess að koma á framfæri kynningu á málefnum lesbía og homma, og nemendum til þess að skiptast á skoðunum sem gefst oft ekki kostur á að ræða annars. k fundunum hafa fulltrúar félagsins kynnt það og síðan farið fram almennar umræður. Við vitum að viða . í skólum er kynfræðsla lítil sem engin, hvað þá að nemendur fái hlutlæga fræðslu um hómósexúalhneigð. Það er okkur þvi kærkomið tækifæri að hitta ungt fólk og svara ýmsum spurningum, sem þeim kunna að liggja á hjarta um þessi mál. Þannig getum við hjálpað til þess að koma í veg fyrir að það ánetjist þeim fordómum, sem hrjá marga fullorðna. -Og svo eru auðvitað lesbíur og hommar í hópi nemenda, sem hljóta að fagna opinni umræðu af þessu tæi. Nokkrir nemendur hafa siðan íeitað til félagsins til þess að fá upp- lýsingar eða lánaðar bækur til að nota við að semja ritgerðir í félagsfræði. ?ið viljum að lokum hvetja skólastjórnir og nemendur um allt land að efna til slíkra funda í skólum sínum. 1«

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.