Fréttablaðið - 03.11.2020, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 03.11.2020, Blaðsíða 33
Auðvelt er að nota hleðsluna en kapall fyrir bæði AC-hleðslu og heimainn- stungu fylgir bílnum. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON Bíllinn er frekar snubbóttur að framan enda engin þörf á öðrum búnaði þar en áfyllingu fyrir rúðu- og hemlavökva ásamt loftkælingu. BÍLAR 7 3 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 ÞRIÐJUDAGUR fram undan og hagar akstrinum samkvæmt því. Til dæmis hægir hann sjálfur á bílnum ef ekið er fram á merki sem sýnir lækkaðan hámarkshraða ef að ökumaður er ekki lengur með fótinn á gjöfinni. Mjög gott aðgengi Það er nóg pláss frammi í ID.3 og gildir þá einu hvort um höfuð- rými eða innstig sé að ræða. Sama má segja um hólf í fram- sætum en nóg pláss er fyrir alla hluti. Sætin eru frekar stór og þægileg en mættu veita meiri hliðarstuðning þegar bílnum er hent í beygjurnar. Auðvelt er að stilla sætin í kjörstöðu en það hefði mátt hafa hæðarstillingu á öryggisbelti svo notkun þess væri þægilegri. Flest í mælaborði er vel staðsett fyrir utan takka- borð vinstra megin sem stýrir þáttum eins og ljósum og hita í fram- eða afturrúðu. Það þarf að teygja sig vel í það sem er óþægi- legt við akstur. Eins hefði mátt hafa opnun á hurðalæsingu inni í bílnum því það er bagalegt að þurfa að hleypa farþega inn með því að taka í hurðarhúninn. Útsýni úr bílnum er frekar gott þrátt fyrir tvöfalda bita við framrúðu og útsýni er gott aftur. Höfuðrými er líka gott í aftursætum og fótarými er alveg þokkalegt. Kostur er að f lötu gólfi sem að miðjusætisfarþeginn mun kunna að meta. Farangursrými er í betra lagi og þótt aðeins sé hægt að fella sæti 60/40 er einnig svo- kölluð skíðalúga fyrir lengri hluti. Hægt er að stilla hæðina á gólfinu sem gerir lestun þægilegri. Í stuttu máli fær bíllinn góðan plús fyrir aðgengi. Hljóðlátur og þýður Þrátt fyrir sín tæplega 1.800 kíló er þægilegt að keyra bílinn. Hann er sérstaklega hljóðlátur og þýður og frekar snöggur af stað án þess að það sé með of miklu togi í byrjun. Að vísu er hann ekki eins snöggur að taka við sér þegar hann er á ferðinni og Tesla Model 3 en af lið er nægilegt og vel viðunandi. Þó að blaðamaður hafi haft bílinn í fjóra til fimm daga og notað hann talsvert, meira að setja í eina sumarbústaðar- ferð, þurfti ekki að hlaða bílinn á meðan reynsluakstrinum stóð. Reyndar voru aðeins 26 kíló- metrar eftir af drægi bílsins en mælirinn er nákvæmur og óhætt að treysta vel á hann. Fjöðrun bílsins er nokkuð góð miðað við raf bíl. Hún er frekar stinn eins og búast mátti við fyrir svona þungan bíl en samt að mestu laus við dynki. Auðvitað er fjöðrunin betri í VW Golf til að mynda en hún ræður samt vel við allan borgarakstur og leggur bíllinn ekki mikið til hliðanna í beygjum. Samkeppnishæfur í verði Óhætt er að fullyrða að meira að segja í grunnútfærslu fái maður vel búinn bíl í ID.3. Nægir að nefna 18 tommu álfelgur, lykla- laust aðgengi, díóðulýsingu, díóðuljós, stæðaaðstoð, raddstýr- ingu og sjálfvirka miðstöð með loftkælingu. Nissan Leaf kostar frá 4.890.000 kr. í sinni ódýrustu útfærslu en segja má að N-Connecta sé nær honum í búnaði en hann kostar frá 5.090.000 kr. Sama er uppi á teningnum í Kia Niro sem kostar frá 4.890.777 kr. Til að hann nái ID.3 í grunnbúnaði þarf að velja Style útfærsluna sem kostar frá 5.290.777 kr. Ekki verður hjá því komist að taka Tesla Model 3 inn í þennan samanburð þótt um öðru- vísi bíl sé að ræða. Grunnútfærsla hans kostar frá 6.363.000 kr., reyndar þá með aldrifi. Það er því sanngjarnt að segja að Volkswag- en ID.3 sé vel samkeppnishæfur í verði miðað við helstu keppi- nauta. Það er nóg pláss frammí ID.3 og gildir þá einu hvort um höfuðrými eða innstig sé að ræða. Vönduð amerísk jeppadekk sem henta frábærlega fyrir íslenskar aðstæður. Stærðir 29 - 44”. JEPPADEKK DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR Í SÍMA 540 4900 Arctic Trucks Ísland ehf Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími: 540 4900 Netfang: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is KANNAÐU ÚRVALIÐ! VERSLUN.ARCTICTRUCKS.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.