Fjölrit RALA - 06.11.1978, Blaðsíða 40
35 .
Helztu niðurstöður urðu þær, að þrif lambanna voru hin
sömu, hvort sem þau fengu kopar eða ekki. Sama er að segja um
aðra þætti, sem rannsakaðir voru, s.s. þunga ýmissa líffæra og
efnamagn í blóði. Einnig var rannsakað í nokkrum grassýnum
magn brennisteins, kopars og mólýbdens og borið saman við groður-
sýni frá Auðkúluheiði. Magn þessara efna frá báðum stöðunum
var vel innan þeirra marka, sem eðlilegt getur talizt, og mis-
munur milli staða ekki svo mikill, að það gefi tilefni til
frekari rannsókna. Niðurstöður verða birtar í Áfangaskýrslu
um landnýtingartilraunirnar 1976.
Á Hesti var gerð tilraun með kóboltgjöf handa ám og lömbum.
Tilgangurinn var að athuga, hvort vanþrif í lömbum, sem beitt
er á ræktað og/eða óræktað mýrlendi, getur stafað af kóbolt-
skorti og þá skorti á B^^vítamíni.
Tilraunalömbunum var skipt í 4 hópa eftir því, hvort þau
fengu kóboltlausn í vömb og hvort þau voru undan ám, sem fengið
höfðu kóboltköggul í vömb. Helmingur ánna flkk kóboltköggul 6.
júní, og helmingur lambanna undan hverjum ærhóp flkk kóboltlausn
8. ágúst og aftur 29. ágúst.
Helztu niðurstöður urðu þær, að enginn munur fannst á þrifum
lambanna milli flokka. Sama er að segja um aðra þætti, sem rann-
sakaðir voru, s.s. líffæraþunga og efnamagn í blóði. Enginn
munur var á B^^-vítamíni x blóði úr tilrauninni miðað við ær og
lömb af Auðkúluheiði. Á báðum stöðum er magnið vel yfir þeim
mörkum, sem talin eru eðlileg. Heildarniðurstöður úr tilrauninni
verða birtar í Áfangaskýrslu um landnýtingartilraunirnar 1977.
í Tilraunastöð Háskólans í meinafræði var mælt kóbolt í
gróðursýnum frá beitartilraunastöðunum frá sumrinu 1975, og
fannst ekki kóboltskortur neins staðar.
Blóðsýni voru tekin úr flestum tilraunanna og lifrarsýni
tekin á Hesti eins og undanfarin ár. Selen var mælt í blóð-
sýnum í Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, og er vinnu við það
ekki lokið. Einnig var ætlað að rannaka önnur snefilefni, en
ekki hefur enn þá unnizt tími til þess.
Nokkur lifrarsýni voru send til Skotlands til rannsókna í
von um, að vísbending fengist um, hvaða efni væri helzt ástæða
til að athuga, en niðurstöður hafa ekki borizt enn.