Fjölrit RALA - 06.11.1978, Blaðsíða 43
Meðhöndlun kartaflna.
38 .
Tilraunum, sem hófust 1975 varðandi upptöku og geymslu
kartaflna, var fram haldið. Mælingar á afköstum og vinnubrögð-
um upptökuvéla voru gérðar hjá 8 bændum haustið 1977, bæði norð-
an lands og sunnan. Upptökuvélarnar voru af gerðunum Faun 1600
og Grimme Super. Uppgjöri tilraunanna 1975-1977 lauk að mestu
fyrir árslok.
Veturinn 1976-1977 voru gerðar mælingar á hita-og rakafari
x þremur kartöflugeymslum í Þykkvabæ. Sjálfriti, sem mælir hita-
og rakastig, var settur ofan á kartöflustæðuna í hverri geymslu,
en auk þess voru gerðar mælingar með termóelementum inni í stæð-
unni.
Leitað var samvinnu við bónda í Þykkvabæ um tilraunir með
loftræstibúnað í kartöflugeymslu. Hann hafði byggt geymslu sína
með loftræstikerfi, en bútæknideild aðstoðaði hann við uppsetningu
á viftu og stjórntækjum fyrir hana. Ráðgert er að gera tilraun
á næsta ári, þar sem gerður verði samanburður á geymsluþolni
kartaflna, annars vegar í þessari geymslu og hins vegar geymslu
án loftræstibúnaðar.
3. Heyverkun.
Ágæt og náin samvinna var með bútæknideild og Bændaskólanum
á Hvanneyri um rannsóknir á heyverkun árið 1977 sem hin fyrri.
Nefna má eftirtalin verkefni, sem unnið var að:
Efnatap og efnabreytingar x hey við meðhöndlun þess á þurrk-
velli. Þetta verkefni er framhald fyrri tilrauna, sem um birtist
skýrsla á árinu 1977 (sjá ritaskrá). Hafin var athugun á því,
hvort grastegundir þyldu hrakning á velli misvel.
Leitað var svara við því, hvort betra sé að slá niður í ó-
þurrki eða bíða með slátt til þerriskomu. Tókst að Ijúka einni
tilraun við "góðar" aðstæður, en að verkefninu verður unnið áfram.
Unnið var að athugun á áhrifum hita í heyi á gildi þess til
fóðrunar.
Lokið var 1. áfanga athugunar á áhrifum sláttutíma og verk-
unar á fóðrunarsviði þurrheys (sjá Fjölrit RALA nr. 18, 57. bls.).
Skýrsla um hana verður fullbúin á árinu 1978. Helztu niðurstöður
árið 1977 eru sýndar í 18. töflu.