Fjölrit RALA - 06.11.1978, Blaðsíða 71
6 6 .
Haustfóðrun sláturlamba.
í tilrauninni voru 6 flokkar lamba, 18 tvílembingshrútar
í hverjum.
A-flokkur
B-flokkur
C-flokkur
D-flokkur
E-flokkur
F-flokkur
Innifóðrun, haustlambakögglar.
Innifóðrun, næpur.
Beit á fóðurkál: C1 slátrað beint af kálinu,
C2 innifóðrun í viku fyrir slátrun,
C3 beit á há x viku fyrir slátrun.
Beit á næpur: D1 slátrað beint af næpunum,
D2 innifóðrun í viku fyrir slátrun,
D3 beit á há í viku fyrir slátrun.
Beit á rýgresi: E1 slátrað beint af rýgresinu,
E2 innifóðrun í viku fyrir slátrun,
E3 beit á há í viku fyrir slátrun.
Slátrað í byrjun tilraunar.
Föllin voru mæld svo og innmatur og gærurnar. Tekin voru
sýni af mör og lifur til efnagreiningar. Tveir skrokkar af hverj
um undirflokki voru teknir til kjötgæðakönnunar. Þetta var viða-
mesta tilraun stöðvarinnar.
Unnið var áfram að þeim erfðarannsóknum, sem stundaðar hafa
verið undanfarið.
Búskapur.
Gróður kom frekar seint; tún voru því beitt mikið, og hófst
sláttur þess vegna ekki fyrr en 16. júlí og hey ekki nógu góð.
Heyskapur gekk sæmilega, enda þótt mikið af tímanum væri aðeins
ein dráttarvél í notkun. Keypt var ný dráttarvél, HF 575, en
hún kom of seint.
Lokið var við að mála húsið að innan og gengið frá gufubaði.
Skemma og Grundarhlaða voru málaðar. Fjárhús voru einangruð, og
skipt var um grindur í einu húsi.
Heimtur voru sæmilegar að hausti, eftir því sem hér gerist,
þrátt fyrir liðaveiki, sem kom upp. Meðalþungi sláturlamba var
16.16 kg. LÍflambasala var mikil að venju, um 150 lömb.