Fjölrit RALA - 06.11.1978, Blaðsíða 47
42 .
Væntanlega verður samin og gefin út reglugerð við lög
þessi árið 1978. Ætti þá starfsemi Fóðureftirlits ríkisins að
geta komizt í fastari skorður og geta náð tilgangi sínum með til-
komu framkvæmanlegra starfsreglna, en bæði lögin frá 1968 og þó
enn frekar reglugerðin frá 1974 eru í mörgum atriðum óviðunandi.
Á árinu voru rannsökuð 317 sýni af fóðurblöndum. Nokkuð
er um, að samsetning þeirra sé breytileg, og sannar það nauðsyn
eftirlits. 168 sýni af graskögglum voru efnamæld. Endurskoðun
á reglum um mat og flokkun á framleiðslu graskögglaverksmiðjanna
stendur yfir, og er þess að vænta, að framleiðsla þeirra árið
1978 verði metin og flokkuð eftir nýjum reglum.
GRÓÐURRANNSÓKNIR OG GRÖÐURKORTAGERÐ.
Rannsóknir á þessu sviði skiptust árið 1977 í eftirfarandi
meginverkefni:
1. gróður-og jarðakortagerð á láglendi og í byggð.
2. gróðurmælingar,
3. áburðartilraunir á úthaga,
4. tegunda-og stofnaprófanir til landgræðslu,
5. tilraunir með bindiefni,
6. rannsóknir á Grænlandi,
7. útgáfustarfsemi.
1. Gróðurkortagerð.
Unnið var að því jöfnum höndum að kortleggja gróður afrátta
í mælikvarða 1:40.000 og gróður og ræktunarhæfni í byggð í 1:10.000
og 1:20.000. Einkum var unnið að þessu verkefni á eftirtöldum
svæðum: Melrakkasléttu, Axarfirði og Kelduhverfi, Suður-Þing-
eyjarsýslu austan Skjálfandafljóts, Kjósarsýslu og Árnessýslu.
Auk þess var unnið að gróðurkortagerð fyrir Orkustofnun vegna
hugsanlegra virkjanaframkvæmda austan Snæfells.
Ekki var unnt að sinna öllum þeim beiðnum, sem borizt hafa
um kortagerð frá sveitarfélögum, einstaklingum og öðrum aðilum,
en slxkum beiðnum fer fjölgandi með hverju ári.