Fjölrit RALA - 10.03.1980, Page 19
-11-
Sámsstaðir 1979
Tilraun nr■ 414-76. Stofnar af hávingli.
Það hefur komið á daginn, að það plan sem notað hefur verið
fyrir þessa tilraun er ekki rétt. Ekki hefur enn tekist að
finna út hvernig það á að vera, en það verður reynt. Nokkuð kal
var í tilrauninni í vor og var það metið í einstðkum reitum.
Borið var á tilraunina með áburðardreifara. Áburður á ha:
350-400 kg af 17-17-17. Tilraunin var slegin, en uppskeran
ekki vegin.
Tilraun nr. 929-76. Stofnar af ýmsum tegundum.
20.6. Mikill aðskotagróður er í tilrauninni. Fylking vallar-
sveifgras sker sig þó úr þar sem það er nær ekkert bland-
að og fallegt yfir að líta.
20.7. Metin var innblöndun í tilraunina. Taflan hér fyrir neðan
sýnir hlutdeild þess gróðurs í reitunum sem til var sáð
(meðaltal liða).
Hlutdeild upphaflega
Stofn og tegund gróðursins % Þroskastig 20.7.
Leikvin língresi 53
IAS 19 Beringspuntur 14
Fylking vallarsveifgras 86
0502 fjallafoxgras 8
IAS 302 Arctagrostis Xatifolia 0
IAS 308 Calamagrostis canadensis, 0
IAS 310 " 0
að skríða
að skríða
lítið skriðið
í blóma
Borið var á tilraunina með áburðardreifara og hún var slegin
en uppskeran ekki vegin.
Tilraun nr. 429-76. Stofnar af vallarfoxgrasi, Gunnarsholt.
Borið var á stofnana. 21.6. Vallarfpxgrasið lifir í til-
rauninni, en þar sem sáning heppnaðist ekki vel er það gisið.
Girðing liggur í gegnum tilraunina og rýrir gildi hennar.
Tilraun nr. 394-76. Stofnar af túnvingli, Gunnarsholt.
Borið var á stofnana.
21.6. Túnvingullinn er byrjaður að skríða í sumum reitum. Reit-
irnir eru ágætlega grónir, en sumir eru greinilega vaxnir
öðrum gróðri en til var sáð. Reitunum var gefin einkunn
eftir innblöndun. Einkunnín 1 þýðir að upphaflegi gróðurinn
hafi verið mikið til horfinn en 3 að verulegur hluti upp-
hafle^a gróðursins sé enn í reitunum, Einkunnin 2 er þarna
mitt á milli. 1 töflunni hér. fyrir neðan er birt summa
einkunna hvers liðar (endurtekningar 4).
Astæðan fyrir því, hvers^vegna íslensku stofnarnir koma
svona illa út, er trúlega sú, að fræið var mjög lélegt
(samanber athugun sem gerð var á reitunum 1976).(frh. ->)