Fjölrit RALA - 10.03.1980, Side 41

Fjölrit RALA - 10.03.1980, Side 41
-33- Reykhólar 1979 H■ ANNAÐ■ Tilraun nr■ 398-77. AthuRun á berjarunnum. RL 75. Vorið 1977 var plantað út ribs- og sólberjarunnum. Plönturnar eru allar lifandi, en misþroskamiklar, sólberjarunnar nokkuð grósku- miklir, en á sl. sumri voru óþrif á ribsi og dró það úr vexti. Fyrst sumarið 1979 blómguðust plönturnar og settu vísa að berjum, en náðu ekki að þroskast. Tilraun nr. 480-77. Rabarbaraafbrigði. RL 73. Allmargar plöntur eru lifandi, Það óhapp varð,að tilraunaplanið týndist og er tilraunin því lxtils virði nema að það finnist. Eftirtaldar tilraunir voru felldar niður á árinu: Tilr. nr. 270-70. Árleg kölkun og kalk til 8 ára. 12-328-72. P, K, kalk og S, Felli, Dýrafirði. 364-75. Vaxandi skammtar af brennisteini. Fell. Ákveðið var á marsfundi að þessar tilraunir skyldu felldar niður, 270-70 þar sem hennar upphaflegi tími var liðinn og til- raunirnar á Felli voru einnig búnar að standa þann tíma, sem þeim var ætlað £ upphafi. Um eftirfarandi tilraunir sem voru á verkefnaskrá 1979 en ekki fram- kvæmdar er þetta að segja: 438-79. Áburður milli slátta vegna haustbeitar. Vegna slæms tíðar- fars í vor og fyrrihluta sumars var öll spretta mjög sein. Borið var á tilrauninaf vor, en vegna þess hve seint spratt var ekki hægt að framkvæma tilraunina samkvæmt tilrauna- áætlun. 413-79. Kalk á súran jarðveg (á tún bænda í nágrenni) vannst ekki tími til að framkvæma. 505-79. Vallarsveifgrasstofnar hreinir og í blöndun með Korpu og Beringspunti. Skriðliðagras. Fræ af Beringspunti var ekki til svo ekki var hægt að sá til tilraunarinnar.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.