Fjölrit RALA - 15.11.1988, Page 74

Fjölrit RALA - 15.11.1988, Page 74
Korpa 1987 64 I. Hér voru prófuð sýni sem spíruðu illa á sínum tíma og var talið að ástæðan væri frædvali. Líftöluprófunin bendir þó til þess, að fræið af stofninum Holt hafi verið liflitið frá upphafi. Við krufningu virtist dauða fræið hafa heilbrigt kím og aðrir vefir virtust eðlilegir. Á spírunartímanum var eins og dauða fræið væri í dvala, þ.e. það dró til sín vatn upp að vissu marki, en hvorki rotnaði né linaðist upp eins alvanalegt er með þannig fræ. II. Töluvert bar á hundasúrufræi í öllum sýnum. Frædvali var ekki mikill, mestur þó í beringspuntinum. Líftölur eru flestar viðunandi nema í blöndunum. í beringspunti er líftalan mjög góð. III. Við fræhreinsun er hægt að flokka fræ eftir þyngd og var hér kannað hvaða áhrif fræþyngd hafði á spírun í vallarsveifgrasstofninum 08, sem var uppskorinn 13. ágúst 1987, á Geitasandi með 82% þurrefni. Við hægþurrkun er átt við þurrkun við stofuhita (20-25°C) og hraðþurrkunin var við 65°C. IV. Þessu fræi var safnað í fræleiðangri um Vestfirði 23. september 1987 í Sauðlauksdal á milli skeljasandshóla, sem melur hefur myndað. Spírunarprófun á húðuðu birkifræi. Fræið var húðað í tækjum Landgræðslunnar í Gunnarsholti og spírunarprófað samkvæmt reglum "International Seed Testing Association” fyrir Betula tegundir. Þúsundkornaþyngdin var ákvörðuð með því að telja 100 fræ í fjórum endurtekningum. 1000 kþ. Spirun (%) (mg) eftir 7 daga eftir 23 daga Óhúðað 487 36,2 55,2 Húðað (1:2) 887 23,2 46,0 Húðað (1:3) 1537 17,0 45,5 Húðað (1:4) 3283 7,2 45,7 Meðalfrávik 83,3 5,69 5,77 Frítölur 12 12 12 Mikið var af holum í óhúðaða fræinu og í sýni merktu ’1:4’. Einnig var óhúðaða sýnið fullt af flugum, sem þyrfti að láta greina. Sennilega verpir flugan í birkifræið og dregur úr spírun í sýnunum. Þegar fræið var skoðað í lok spírunartímans kom í ljós að holur voru áberandi í öllum sýnum. Spírun eftir 7 daga bendir til þess, að húðunin dragi úr spírunarhraða. Hinsvegar eru áhrif húðunar á lokaspírun óljósari. Sá munur, sem þar kemur fram, getur verið vegna þess að agnir aðrar en fræ séu húðaðar. Til þess að skera úr um þetta atriði þarf að lífprófa sýnin, en stöðluð aðferð fyrir Betula tegundir er ekki til. Spírunarprófun á beringspuntsfræi úr áburðartilraun. Niðurstöður eru birtar í Sámsstaðarskýrslunni undir Tilraun nr. 721-85. bls 7.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.