Fjölrit RALA - 06.12.1991, Síða 7

Fjölrit RALA - 06.12.1991, Síða 7
IInngangur Sumarið 1990 var gerð úttekt á ástandi og gróðurfari túna á Austurlandi. Það var gert í framhaldi af því að tilraunastöðin á Skriðuklaustri var lögð niður. Tilraunastöðin á Reykhólum var lögð niður um svipað leyti og var ákveðið að gera hliðstæða úttekt á Vestfjörðum og Vesturlandi sumarið 1991. Tilgangurinn var að fá mynd af ástandi túna á svæðinu, gróðurfari og vandamálum sem tengjast ræktun þar. Úttektinni má skipta í tvo hluta. Sá viðameiri er vettvangskönnun sem gerð var sumarið 1991. Svæðinu var skipt í átta hluta eftir landfræðilegri legu og nokkrir bæir heimsóttir í hverjum hluta. Túnin voru gróðurgreind og upplýsingum um aldur, ræktun og meðferð safnað. f öðru lagi var unnið yfirlit yfir áburðar-, stofna- og meðferðartilraunir sem gerðar hafa verið á Reykhólum frá upphafi. í Austurlandsskýrslunni er getið um helstu rannsóknir á þessu sviði hérlendis (Guðni Þorvaldsson, 1990) og verða þær því ekki tíundaðar hér. í viðauka í þessu riti er tafla sem sýnir hlut helstu grastegunda á einstökum bæjum á Austurlandi en sú tafla er ekki með í ritinu um túnin á Austurlandi.

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.