Fjölrit RALA - 06.12.1991, Blaðsíða 40

Fjölrit RALA - 06.12.1991, Blaðsíða 40
36 Umræður Meöferö Langflestir bera blandaðan áburð á túnin í þeim skömmtum sem ráðlagðir eru. Á milli 60 og 70% túnanna fá búfjáráburð oft og einungis 10% fá aldrei búfjáráburð. Þetta er nokkuð áþekkt því sem var á Austurlandi. Um 90% túnanna á Vestfjörðum fá aldrei tilbúinn áburð eftir slátt en um 60% á Vesturlandi. Samsvarandi tala fyrir Austurland var 78%. Eins og á Austurlandi var búfjáráburðurinn oftast borinn á túnin að haustinu (ágúst-október). Mjög lítill hluti túnanna var alfriðaður fyrir beit. Það vekur hins vegar athygli að meira en helmingur túnanna á Vesturlandi er friðaður að vorinu en bróðurpartur túnanna er beittur á haustin, bæði á Vesturlandi og Vestfjörðum. í flestum tilvikum er sauðfé beitt á túnin á vorin en á Vesturlandi er mikið um beit nautgripa á haustin. Innan við 10% túnanna em tvíslegin sem er heldur minna en á Austurlandi. Gróðurfar Með því að bijóta land og sá í það er verið að breyta náttúrulegu gróðurfari þess í þeim tilgangi að fá gróður sem fullnægir óskum um uppskeru, fóðurgildi og fleira. Oft víkur sáðgresið fyrir öðmm gróðri með tímanum eða þá að hlutföll milli einstakra tegunda í grasfræblöndunum raskast. Það er misjafnt hversu hratt þessar breytingar ganga fyrir sig, það ræðst m.a af ýmsum ytri skilyrðum eins og veðri, jarðvegi, framræslu, meðferð o.fl. Það er því æskilegt að sá tegundum sem henta vel aðstæðum á hveijum stað. Eins er mikilvægt að búa túngrösunum vaxtarskilyrði sem gera þeim kleift að lifa lengi (framræsla, kölkun o.fl). Ein grasfræblanda hefur verið ráðandi á markaðnum um allt land síðastliðin 20-30 ár, þ.e. blanda með 50% vallarfoxgrasi og um 25% af hvoru fyrir sig túnvingli og vallarsveifgrasi. Vallarfoxgrasið er notað vegna þess að það er uppskerumikið og gott fóðurgras. Hinar tegundimar gefa meiri endurvöxt og það er ákveðin trygging fólgin í því að sá saman fleiri en einni tegund. Skilyrði geta verið óhagstæð einni tegundinni þannig að hún hverfur fljótt en hagstæð hinum sem þá lifa lengur. Þá þykir vallarfoxgrasið ekki mynda eins góðan svörð og t.d. vallarsveifgrasið. Sá ókostur fylgir því hins vegar að sá fleiri tegundum saman, að sú tegund sem við helst viljum hafa í túnunum getur horfið fyrr en ella vegna samkeppni frá hinum sáðgrösunum. Þetta þarf að hafa í huga þegar sáðblöndur eru búnar til. Þar til á allra síðustu árum hafa verið notaðir fremur veikir túnvingulsstofnar þannig að túnvingull hefur jafnan verið lítið áberandi þar sem blöndu með honum hefur verið sáð. Undanfarin ár hefur norski túnvingulsstofninn Leik verið á markaðnum hérlendis. Hann virðist mun sterkari en forverar hans og kemur það m.a. fram í því að hann getur náð yfirhöndinni í blöndu með vallarfoxgrasi. Þetta vekur spumingar um það hvort rétt sé að sá svona sterkum túnvingulsstofni með vallarfoxgrasi þar sem vallarfoxgrasið er tegundin sem við sækjumst eftir. Það er líka spuming hvort túnvingull á heima í venjulegri túnblöndu þar sem hann gefur lakara fóður en bæði vallarfoxgras og vallarsveifgras (Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir Bjömsson, 1990).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.